Skip to main content

Bjarni Pétur Jónasson

Bjarni P JónassonBjarni Pétur Jónasson, forstjóri
Fæddur 9. desember 1920
Dáinn 3. desember 1992

Bjarni var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á 20 ára afmælisfundi félagsins 6. apríl 1988.

Bjarni var forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur í 17 ár. Undir forystu hans var tölvan keypt til landsins, 1964. Á árunum eftir 1970 voru tekin byltingarkennd skref í hönnun opinberra upplýsingakerfa. Á þessum árum var þeim breytt úr spjaldakerfum í fullkomlega tölvuvædd upplýsingakerfi. Á þessum árum leiddi Bjarni SKÝRR í gegnum skeið mikilla sviptinga.

Hann lauk verslunarskólaprófi árið 1938. Á stríðsárunum stundaði Bjarni ýmis störf, en 1947 varð hann aðalbókari Olíufélagsins og 1952 skrifstofustjóri bókhaldsdeildar SÍS. Árið 1960 varð hann fyrsti forstjóri SKÝRR og gegndi því starfi til ársins 1976, er hann tók við núverandi starfi, sem ráðgjafi stjórnar SKÝRR. I forstjóratíð Bjarna tóku SKÝRR stakkaskiptum frá því að vera 7 manna fyrirtæki með gagnavinnsluvélar, yfir í nútímalega tölvumiðstöð með meira en tífalt fleiri starfsmönnum. Bjarni var aðal hvatamaður þess að fá fyrstu tölvu SKÝRR árið 1964, ÍBM 1401 en hún hafði 4 kb vinnsluminni. Byggja þurfti sérstaklega útbúið húsnæði fyrir hana, fyrsta vélasalinn hér á landi. Hver ný kynslóð tölva rak aðra, IBM 360 og 370 og þegar Bjarni hætti sem forstjóri, ráku SKÝRR tölvu með 200-falt stærra vinnsluminni en þegar hann byrjaði. Bjarni hefur setið í svokallaðri Tölvunefnd frá upphafi, og á ýmsan annan hátt, en hér hefur verið nefnt, komið við sögu upplýsingatækninnar hér á landi. Hann er skákmaður góður. Hann varð skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1944. Bjarni var einn af stofnendum Skýrslutæknifélagsins og formaður orðanefndar fyrstu 10 árin. Til gamans má nefna, að í fundargerð frá aðalfundi 1969 kemur fram, að þegar Bjarni gerði grein fyrir fyrsta ársverki nefndarinnar og lagði fram fyrsta tölvuorðalistann, þá „taldi hann starfinu ekki lokið og lagði til að nefndin héidi áfram störfum." (https://timarit.is/page/2359862?iabr=on)