Skip to main content

Nýjungar í þróun á öppum

Hádegisfundur fimmtudaginn 29. ágúst kl. 12-14
á Grand hóteli

Nýjungar í þróun á öppum

Twitter: @SkyIceland #NyApp

Nú er nýjabrumið farið af app-forritun en þróunin heldur áfram. Í upphafi app-væðingarinnar var talað nokkuð fjálglega um þróun appa. Þeir sem eitthvað kunna að forrita geta auðveldlega hent upp appi og dreift því í gegnum appstore/playstore, en er það svo einfalt?

Fyrirlesarar þessa viðburðar ætla að deila reynslu sinni af þróun appa, ásamt því að deila með okkur nokkrum gildrum sem auðvelt er að falla í og hvaða nýjungar eru framundan.

Á þessum hádegisfyrirlestri Ský er ætlunin að skyggnast aðeins í framtíðina og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á þróun smáforrita fyrir snjalltæki.

Dagskrá:

11:50   Afhending ráðstefnugagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Hver er framtíðarþróun við hönnun á öppum?
               Helgi Pjetur Jóhannsson, Stokkur Software

12:40   Hvenær á app við og hvenær ekki?
              Þórarinn Stefánsson, Mobilitus

13:00   App fyrir rafrænan fjölmiðil
               Magnús Halldórsson, Kjarninn

13:20   Með sjónvarpið í vasanum - App þróun OZ
              Steingrímur Árnason, OZ

13:40   Mikilvægi upplýsingahönnunar í app-þróun
               Salvar Þór Sigurðarson, Já.is

14:00  Ráðstefnulok

Fundarstjóri: Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Hugsmiðjunni

Undirbúningur: Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Hugsmiðjan og Arnheiður Guðmundsdótttir, Ský

Matseðill:  Ofnbökuð fiskitvenna með risahörpuskel, grænmetisbyggi og reyktri paprikusósu.
Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.


20130829 131337
20130829 131440
20130829 131450
20130829 131615
20130829 131703
20130829 131710
20130829 131729
20130829 131844
20130829 131955
20130829 132132

  • 29. ágúst 2013