Skip to main content

Opinberir vefir

"Upplýsingaöryggi og opinberir vefir"

Fræðslufundur fyrir vefstjóra og aðra sem koma að þróun vefja

27. nóvember 2014,  kl. 10:30-12:30 í Hvammi á Grand hóteli

Glærur sem farið var yfir á fundinum

Innanríkisráðuneytið stendur fyrir fræðslufundi í þeim tilgangi að efla varnir opinberra vefja, ríkis og sveitarfélaga, gegn hvers kyns tölvuárásum. Tölvuárásir eru stöðugt að aukast og eru nú orðnar alvarleg ógn við fyrirtæki og opinbera aðila. Því er mikilvægt að þeir sem vinna við opinbera vefi öðlist skilning á helstu áhættuþáttum og hvernig hægt sé að bregðast við þeim.

Á fundinum verður fjallað, á einfaldan hátt, um öryggismál, hvað beri að varast og hvernig hægt sé að auka öryggi vefja. Í vefhandbókinni sem er á vefnum ut.is er ítarlegt efni um öryggi opinberra vefja og verður stuðst við það efni.

Meðal þess sem verður tekið fyrir er:
- Hvaða öryggisþætti þarf að hafa í huga við val á vefumsjónarkerfum, hýsingar- og þjónustuaðilum.
- Stjórnun aðgangs
- Öryggisafritun
- Mikilvægi öryggisprófana á veflausnum

Einnig verður farið yfir sjálfsmat varðandi öryggismál sem vefstjórar geta framkvæmt sjálfir og fyrirhugaðar mælingar á öryggi opinberra vefja í næstu könnun, Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? Hvatt er til spurninga og umræðna á fundinum.

Fræðslufundurinn byrjar stundvíslega kl. 10:30 
Hádegisverður er innifalinn og verður borinn inn á meðan á fundinum stendur kl. 12.

Matseðill: Ítalskt lasagnia með basilpesto, tómatsalati, rauðlauk  hvítlauksbrauði og parmesan.

 

Leiðbeinandi verður Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í tölvuöryggi.

Fræðslufundurinn er án endurgjalds fyrir ráðstefngesti á UT-degi en gestir þurfa að skrá sig fyrirfram á fundinn og UT-daginn.

Ef einungis er mætt á fræðslufundinn þarf að greiða inná hann:
Verð fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.

Nánari dagskrá UT-dagsins



  • 27. nóvember 2014