Skip to main content

Sigrún Helgadóttir

Sigrún HelgasdóttirSigrún Helgadóttir, tölfræðingur
Fædd 11. maí 1945

Sigrún var gerð að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands í boði sem haldið var í tilefni af útgáfu 3. útgáfu Tölvuorðasafnsins þann 4. febrúar 1998.

Sigrún lauk B.Sc. Hons. prófi í tölfræði frá Háskólanum í Liverpool 1969 og M.Sc. prófi frá sama háskóla 1976. Sigrún starfaði sem tölfræðingur og sérfræðingur í gagnavinnslu á Reiknistofnun Háskólans, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Hagstofu Íslands.

Sigrún hefur verið formaður orðanefndar Skýrslutæknifélagsins frá 1978. Nefndin hefur frá þeim tíma undirbúið þrjár útgáfur Tölvuorðasafns (gefnar út af Íslenskri málnefnd 1982, 1986 og 1998). Sigrún var ritstjóri annarrar útgáfunnar 1986. Sigrún hefur starfað sem ráðgjafi um tölvuorðaforða í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs. Hún sat í stjórn Íslenskrar málnefndar frá 1989-2001 og sinnti þá ýmsum störfum fyrir Íslenska málnefnd, var m.a. fulltrúi Íslenskrar málnefndar í Fagráði í upplýsingatækni.

Einnig má geta þess að Sigrún starfaði um tíma við stundakennslu við verkfræði-og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í gagnavinnslu og tölfræði frá október 2000 og unnið við rannsóknir í tungutækni fyrir styrk frá tungutækniverkefni menntamálaráðuneytisins frá október 2002.

(https://timarit.is/page/2364274?iabr=on)