Út fyrir endimörk ef-heimsins

23. febrúar 2023

Aldis og KarenVið hjálpum þér – dæmisaga
Hugbúnaðarfyrirtækið Klappað&klárt þróar hugbúnaðarlausnina „Við hjálpum þér“ fyrir fyrirtækið PizzaHeimur utan um pöntunarþjónustu á pizzu. Viðskiptavinurinn, í þessu tilfelli eldri borgarinn Sigurjón, fer inn í appið með því að auðkenna sig með fingrafaraskanna og velur sér útibú. Hann velur sér pizzu, setur í körfu og gengur með einum smelli frá pöntun. Þegar Sigurjón er búinn að stimpla inn netfangið sitt, kennitölu, heimilisfang og símanúmer, sem og að velja greiðsluleið, fær hann staðfestingu á að pöntun sé móttekin með SMS-i. Hann fær svo annað SMS þegar pizzan er komin inn í ofninn og loks þegar hún er á leiðinni til hans með áætluðum komutíma. Notendaupplifunin er saumlaus og allir saddir og sælir að lokum.

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is