Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

BerthaÉg er 21 árs gömul og því eru þó nokkur ár síðan ég var í grunnskóla en þá voru engar spjaldtölvur og lærði ég upplýsingatækni í sérstakri tölvustofu. Þar lærði ég t.d. fingrasetningu í forriti sem heitir ritfinnur. Ég lærði einnig á word, excel og powerpoint. Okkur var kennt á internetið og hvað það hefði að geyma. Þar sem spjaldtölvur eru stór þáttur í nútíma skólastarfi langaði mig til forvitnast um það hvort börn í grunnskóla lærðu upplýsingatækni á annað en spjaldtölvurnar. Ég ákvað að ræða stuttlega við litlu systur mína sem er 12 ára gömul með það að markmiði að fá betri innsýn inn í upplýsingatæknina sem á sér stað í grunnskólum.

annaNýting símælinga og annarra heilsugagna sem lykilþáttur í framtíð heilbrigðiskerfisins

Við stöndum frammi fyrir viðamiklum breytingum. Viðamiklum breytingum sem miðast að aukinni þörf breiðari hóps sjúklinga á heilbrigðisþjónustu þegar horft er fram á veginn. Sá hópur sem þarf á langtíma umönnun eða heilbrigðisþjónustu að halda fer stækkandi, og þar að auki er flækjustigið að aukast.

Sigga JonasdottirNú til dags er auðvelt að fara í næstu raftækjaverslun (jú eða bara á Internetið) og fjárfesta í snjallúri. Þessi úr spanna breiðan verð- og gæðaskala og því er á færi margra að kaupa þau og hefur notkun snjallúra aukist gífurlega síðustu árin. Til að mynda hefur sala þeirra á bandarískum markaði tvöfaldast á fimm árum og því er spáð að 245 milljón eintök seljist á heimsvísu í ár. Meðal þekktustu merkja má nefna Apple Watch, Garmin, Fitbit og Samsung. Snjallúrin mæla ákveðna þætti hjá notandanum, til að mynda líkamshita, hjartslátt, svefn og skrefafjölda. Tækin tengjast oftast símum og þeim fylgir app sem greinir gögnin.

myndirÞann 13. janúar hélt Ský hádegisfund sem nefndist Hraðaaukning í stafrænni þróun hins opinbear þar sem margir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir t.d. um Stafrænt Ísland og umsókn um fæðingarorlof, þverfagleg stafræn teymi í Seðlabanka Íslands, spennandi verkefni hjá þjónustu og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar sem kallast Gróðurhúsinu sem er og um þjóðskjalasafn og opinbera aðila. Fulltrúi ritnefndar, Ásta Þöll Gylfadóttir fylgist með og tók saman yfirlit yfir það sem fram kom.

kjartanSú hæfni að geta afla sér upplýsinga, dregið af þeim ályktanir og tekið í kjölfarið upplýsta ákvörðun, skiptir sköpum fyrir hvern einstakling og fyrir þjóðfélagið í heild. Margir þættir spila þar inn í, en á síðastliðnum árum hefur landsmönnum orðið tíðrætt um lesskilning og fjármálalæsi ungmenna. Ár hvert er svokölluð PISA-könnun lögð fyrir grunnskólanema. Þar er lesskilningur nemenda kannaður sem og læsi þeirra á náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar gefa hugmynd um stöðu menntakerfisins og eru hafðar til hliðsjónar við stefnubreytingar, auk þess sem þær eru notaðar sem mælikvarði á árangur fyrri menntastefnu.

Helena PálsdóttirHeilbrigðisgeirinn hefur haft það að markmiði að leita leiða til að draga úr hindrunum hvað varðar aðgengi að læknisþjónustu, bæta greiningartækni og forvarnir, auka skilvirkni auk þess að taka á vandamál í tengslum við öryggi og skort á tækniþekkingu.

amhlTæknimenntun er mikilvæg fyrir framþróun hér á landi sem annars staðar. Miklu máli skiptir að veita nemendum góða menntun en einnig að vekja áhuga þeirra á tækninámi. Í kennslu er alltaf hægt að gera betur og kennarar eru sífellt að þróa sitt starf og leita nýrra leiða til að efla menntun og virkni nemenda sinna og auka þannig gæði kennslunnar.

kristinnNeuralink er nýjasta fyrirtæki og tækni Elon Musk. Hann hefur miklar væntingar til tækninnar og ætlar sér stóra hluti þegar kemur að því að hjálpa og hafa áhrif á mannkynið í komandi framtíð. Neuralink er örsmátt tæki kallað Link sem sett er í höfuðkúpuna. Úr tækinu liggja örsmáir þræðir í niður í ysta lag heilans. Markmið Neuralink er að hjálpa fólki við allskyns tauga- skaða og sjúkdóma.

maríaÉg kynnti mér nýjar og spennandi tækninýjungar við undirbúning á þessari grein og sá að það virtist vera heilt haf af mögulegum umfjöllunarefnum. Tæknin í dag virðist þróast á svo miklum hraða að erfitt er að halda í við allar þær nýjungar sem koma fram á degi hverjum. Það sem stóð sérstaklega upp úr að mínu mati eru svokallaðar heilavélar sem nú eru í þróun til að gefa fólki með lömun hreyfigetu sína á ný. Þetta er ekki ný tækni en árið 2000 tókst rannsóknarteymi frá Duke University og University of Pittsburgh að þróa kerfi sem las heilabylgjur frá apa þegar hann hreyfði hendurnar sínar og nota þær upplýsingar til að stjórna stoðtækjahandlegg. Fimm árum seinna var þessum rafskautum (e. electrodes) komið fyrir í manneskju og tókst henni að hreyfa músabendil (e. coursor) á tölvuskjá og einnig að opna og loka stoðtækjahandlegg (Lewis, 2014).

asgerdur 1Hlutir sem gera heimilin snjöll eru óðum að verða vinsælli bæði hér á landi sem og erlendis. Heimili eru talin snjöll þegar þau nota tæknina til að einfalda öryggi, hentugleika, þægindi og tækni [1]. Örar framfarir í tækniþróun stuðla að aukinni notkun snjalltækja á heimilinum þar sem fleiri og fleiri kjósa að notafæra sér tækni til að auðvelda sér heimilislífið. Í þessari grein mun ég taka dæmi og fjalla um nokkur snjöll heimilis- og öryggistæki.

Page 1 of 44