Upplýsingatækni í leikskólum

Robin William Varadaraj

Robin William VaradarajUpplýsingatækni hefur á undanförnum árum fest sig rækilega í sessi í skólakerfinu, þá ekki bara í framhalds- og grunnskólum, heldur einnig í leikskólum. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla, sem gefin var út árið 1999 kom fram að leikskólar eigi að nota tölvur í starfi sínu og aðalástæður þess eðlis ræddar. Fram kemur að barn í leikskóla þurfi að kynnast tölvu og þurfi að læra að nota hana á sinn hátt (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 1999). Í Aðalnámskrá leikskóla 2011 kemur fram að stafræn tækni sé búin að breyta því umhverfi sem lestur og ritun eigi sér stað í. Stafræn samskiptatækni og tölvur séu nær ómissandi á vinnustöðum sem og heima við og þykja einnig orðin sjálfsögð verkfæri í skólastarfi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011).

Notkun Sýndarveruleika við kennslu í grunnskólum landsins

Kristbjörg Eggertsdóttir

Kristbjörg EggertsdóttirSýndarveruleiki er notaður víða í heiminum og má helst nefna Flugherma. Flughermar hafa verið notaðir við þjálfun flugmanna frá 7. Áratug 20. aldar. Í dag eru Icelandair með 3 slíka herma í Hafnarfirði og eru þeir af gerðinni Boeing 757-200 FFS, Boeing 767-300 ER FFS og 737-8 Max FFS (Ólafur Páll Jónsson, 2005). Þessir hermar líkja eftir Cockpit-i flugvélatýpunnar sem gerir þetta svo raunverulegt og flott kennslu umhverfi. Flugmenn Icelandair þurfa að fljúga í þessum hermum tvisvar sinnum á ári og fer fram úttekt í þessum hermum. Þessir hermar hjá félaginu eru í notkun nánast allan sólahringinn og koma flugmenn annarstaðar úr heiminum í þjálfun hingað. Í svona hermum er hægt að æfa erfið flug og erfiðar aðstæður sem flugmenn lenda vonandi aldrei í.

Hvernig temjum við dreka?

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg ÓlafsdóttirFyrirhugað regluverk Evrópusambandsins um gervigreind

Flestir kannast við vélmennið HAL 9000 úr mynd Stanley Kubricks, 2001: A Space Odyssey, sem eftirminnilega neitaði að framfylgja skipun manneskju með orðunum: „I´m sorry Dave – I´m afraid I can´t do that“. Síðan myndin kom út árið 1968 hefur tækninni fleygt fram og ljóst að gervigreind er orðin óaðskiljanlegur hluti af lífi margra. Mikið hefur verið rætt um tækifærin en jafnframt áhættuna sem fylgir aukinni notkun gervigreindar, m.a. vegna hættu á hlutdrægni og mismunun vegna sögulegra gagna sem stuðst er við. Þetta er stundum nefnt „vandi svarta kassans“ (e. AI black box problem), þar sem ekki er hægt að svara því með nákvæmum hætti hvers vegna frálag kerfis er eins og það er hverju sinni.

Starfsánægja og líðan í fjarvinnu

Þóra Halldóra Gunnarsdóttir

Þóra Halldóra GunnarsdóttirFjarvinna 
Fjarvinnufyrirkomulagið var svar marga fyrirtækja og stofnana við samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Það á sér enga hliðstæðu í nútímanum að jafn mikið af vinnandi fólki hafi verið sent heim í fjarvinnu og hafði það mikil áhrif á atvinnulífið um heim allan. Fyrirkomulag fjarvinnu er margbreytilegt, fólk er bæði í fjarvinnu að hluta til eða í fullu starfi (Nijp og fl., 2016). Bæði umgjörð og tenging við annað starfsfólk hefur áhrif á aðlögun fólks í fjarvinnu. Þeir þættir sem hafa mestu áhrifin á að starfsfólk aðlagist fjarvinnufyrirkomulaginu eru geta til þess að vinna sjálfstætt, gagnsæ viðmið um vinnuframlag frá atvinnuveitanda, traust og tenging við skipulagsheildina. Aldur, kyn og fyrri reynsla af fjarvinnu skipta einnig máli (Raghuram og fl., 2001).

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is