Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

vidirFyrsta upplifun mín á þjálfun heilans með notkun tölvunnar var árið 2004 þegar ég kynntist hugbúnað sem heitir BrainWave Generator. Ég fann forritið eftir stutta leit á google, það átti að auka afköstin í lærdómnum sem var megin ástæðan fyrir því að ég náði í þetta forrit. Þetta átti líka að hjálpa með streitu og bæta svefn með að spila ákveðna tóna sem átti að þjálfa heilann. Þá notaði ég þetta forrit mjög mikið og taldi trú um að það myndi virka sem það gerði síðan ekki, eftir það varð ég mjög efins um að finna eitthvað líkt sem gæti hjálpað mér að bæta afköst hugans.

Karl HöfundurSegja má að umræðan um fjórðu iðnbyltinguna sé á flestra vörum. Ekki síst innan viðskiptalífsins og meðal þeirra sem fjalla um þróun samfélagsmála. Um er að ræða regnhlífarheiti yfir umbreytingar á sviðum eins og þjarka- eða róbótatækni, gervigreindar, internet hlutanna (Internet of Things, LOT), þróunar samskipta manna og véla og aukinnar sjálfvirkni. Þróun sem er á fleygiferð og mun valda miklum breytingum í náinni framtíð. Hugtakið var fyrst sett fram af Klaus Schwab, stjórnarformanni Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) árið 2016.

mynd af höfundumHvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Spurning sem við spyrjum gjarnan, en er þetta spurning sem einhver mun geta svarað? Það eru miklar líkur á því að börn í dag muni vinna störf sem ekki eru enn orðin til, og vinnumarkaðurinn eins og við þekkjum hann mun eflaust vera allt annar í ljósi örra tæknibreytinga.

RagnheidurViðtal við Ragnheiði H. Magnúsdóttur, forstöðumann Framkvæmda hjá Veitum og handhafi UT-verðlauna Ský.

Ragnheiður hefur verið í farabroddi í upplýsingatæknigeiranum og lagt áherslu á fjölbreytileika í þeim geira. Hún er forstöðumaður Framkvæmda hjá Veitum en var áður m.a. framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í tæp 6 ár og  vann síðan við breytingarstjórnunarverkefni hjá Marel auk þess sem hún hefur setið í stjórnum Samtaka vefiðnaðarins og Ský. Einnig hefur hún verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT. Árið 2019 hlaut hún UT-verðlaun Ský sem eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Tölvumálum langaði að heyra í Ragnheiði, bæði um hana sjálfa og hennar sýn á fjórðu iðnbyltinguna.

GettyImages 917581126.0Nú er jólafríinu lokið, allt komið á fulla ferð á nýju ári og þá er komið að fyrsta hádegisverðarfundi Ský þetta árið sem var haldinn 15. janúar. Fundurinn var fjölmennur enda efnið spennandi og ætla ég að rekja hér helstu atrið fyrirlestranna.

5g surgery china remote operationÞróun tækni- og tölvubúnaðar hefur tekið hröðum framförum undanfarin ár og hefur sú þróun átt þátt í miklum framförum innan heilbrigðiskerfisins. Með stórstígum skrefum fram á við er hægt að tryggja ávinning fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga í heilbrigðisgeiranum: tryggja sjúklingum hnitmiðaðri greiningu vandamála/sjúkdóma sem og lausn eða lækningu sem er sniðin að hverjum og einum.

Ólafur Andri Ragnarsson 2Við lifum á tímum mikilla tækniframfara. Fjórða iðnbyltingin með róbotatækni og gervigreind mun hafa mikil áhrif á líf og störf fólks á næstu árum. Umræður hafa þó mikið snúist um hræðslu, ótta við atvinnuleysi og ójöfnuð. Hins vegar, í sögulegu samhengi er þessi bylting í raun framhald af öllum þeim miklu tækniframförum sem heimurinn hefur upplifað um langan tíma og hefur fært okkur ómælda velmegun. Fjórða iðnbyltingin felur í sér fjölmörg tækifæri á mörgum sviðum og ætti að veita mönnum von og bjartsýni.

Matvælaiðnaðurinn er ekki undanskilinn þeim miklu áhrifum sem fjórða iðnbyltingin er þegar farin að hafa á heiminn. Marel hefur frá upphafi byggt hugmyndafræði sína á hugviti, nýsköpun og möguleikum tækninnar til að auka afköst og gæði. Fyrirtækið hefur því tekið fjórðu iðnbyltingunni opnum örmum og nýtir nú þegar möguleikana sem ný tækni í gagnavinnslu og greiningu býður upp á.

mynd1Í heimi hraðra tækniframfara hafa upplýsingar (e. data) tekið fram úr olíu sem mikilvægasta auðlind heims (Fauerbach, án dags; Martin, 2019; The Economist, 2017). Það er því ekki óeðlilegt að ógnir tengdar upplýsingaöryggi hafi aukist samhliða og að netárásir séu hreinlega orðnar að atvinnugrein (Sigurjónsson, 2017).

egilltSkammtatölvur gætu á endanum gert flestar núverandi öryggis dulkóðanir ónotfærar. Það er þó engin ástæða til þess að missa sig yfir því, vegna þess að það er lítið mál að færa sig yfir í nýja tegund af dulkóðun sem er örugg gegn skammtatölvum. [1]

Síða 1 af 40