Tölvumál

Karl FridrikssonÞað er stutt síðan að viðhorf sumra sem störfuðu undir regnhlífaheitinu, rannsóknir og þróun, litu niður á hugtök eins og nýsköpun eða vöruþróun (hönnun). Samþætting faggreina fékk ekki mikla athygli undir framangreindu regnhlífaheiti, hvað þá listræn sköpun eða vísindaskáldskapur.

Johanna VigdisHvernig sem á það er litið hafa samfélagsmiðlar breytt daglegu lífi mannkynsins – til góðs og ills. Þannig blasir við að stærsti bergmálshellir okkar Íslendinga er ekki Surtshellir í Hallmundarhrauni heldur Facebook, þar sem við öskrum skoðanir okkar út í loftið, til þess eins að fá þær margfaldar til baka. Enda eru vinir okkar á samfélagsmiðlum meira og minna sömu skoðunar. Þetta fær okkur til að trúa því að við höfum rétt fyrir okkur, að skoðanir okkar séu réttastar.

01. júní 2022

EuroScitizen

01 Logo Euroscitizen Final OKEuroScitizen er COST verkefni (COST action) sem hefur þann tilgang að byggja upp vísindaleg samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Fjármagnið sem verkefnið fær frá Evrópusambandinu er ekki ætlað beint í rannsóknir heldur í fundi, ráðstefnur, vinnusmiðjur, þjálfun og vettvangsheimsóknir til að stuðla að samskiptum þar sem hægt er að skiptast á reynslu og niðurstöðum rannsókna, hanna nýjar rannsóknir og leita að leiðum til að kynna rannsóknir fyrir almenningi á skilvirkan hátt.

AM 2Aðgengi að menntun er sífellt að batna um heim allan og þó að COVID hafi dregið úr þróuninni á sumum svæðum þá hefur COVID leitt til aukinnar tækninotkunar á öðrum svæðum sem getur stuðlað að betra aðgengi og jafnvel betra námi og kennslu. Margir hafa lært að nota Zoom og Teams og aðrir kannast við Slack, Asana, and Trello. En það þarf ekki bara tækni og hugbúnað, það þarf menntað fólk sem getur hannað og þróað tæknina og stuðlað þannig að framförum fyrir okkur öll.

skyHádegisfundur Ský var haldinn í sal á Grand Hótel Reykjavik þann 27. apríl síðastliðinn. Umfjöllunarefnið var Netöryggi: Mannlegi þátturinn – stærsta ógnin. Anna Sigríður Íslind, lektor hjá Háskólanum í Reykjavík, sá um fundarstjórn.

ArnbjorgÁ minni lífsleið hef ég unnið á nokkrum stöðum í vaktarvinnu, enda eru margir vinnustaðir sem að vinna með vaktafyrirkomulagi. Helst væri þar hægt að nefna veitingarhús, sjoppur, sjúkrahús, verksmiðjur, skemmtistaðir og fleira. Mörg fyrirtæki standa sig ágætlega að gefa út vaktarplön, gefa þau jafnvel út marga mánuði fram í tímann. Önnur fyrirtæki leyfa sér oft að breyta vöktum hjá fólki fram á síðustu stundu. 

04. maí 2022

WebRICE veflesarinn

Smári Freyr GuðmundssonVeflesarinn WebRICE er þróaður á Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík undir merkjum máltækniáætlunar fyrir íslensku en það er metnaðarfull áætlun sem er með það að markmiði að tryggja að við getum og munum nota íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Áætlunin er fjármögnuð af fjárlögum. Allar lausnir verða gefnar út undir opnum leyfum (e. open-source) til að tryggja að einstaklingar, frumkvöðlar og fyrirtæki geti nýtt þær í þágu íslensku þjóðarinnar. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) sér um framkvæmd máltækniáætlunar í samræmi við samning við Almannaróm, miðstöð máltækni. Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík er aðili að SÍM.

OliFjórða iðnbyltingin hefur haft mikil áhrif á allt okkar líf og er tæknin alltaf að þróast. Þessi iðnbylting hefur einnig gefið okkur ýmis tækifæri sem kennarar hafa ekki nýtt sér eins og sýndarveruleiki í námi. En hvernig getur sýndarveruleiki hjálpað nemendum?  Sýndarveruleiki hefur verið mikið notaður í skólum víðsvegar um heiminn og þá sérstaklega í Bretlandi. Notkun sýndarveruleika við kennslu hefur sýnt fram á betri velgengni í skóla og einnig aukið ánægju í tímum og námi. Mikilvægustu ástæður af hverju Íslendingar ættu að innleiða sýndarveruleika í grunnskóla að mati framtíðar tölvunarfræðings eru eftirfarandi:

SnæHlaðvarpsfyrirtækið Hljóðkirkjan var stofnað formlega vorið 2020 og var þá þegar komin með fjóra þætti á dagskrá. Í dag eru 5 þættir sendir út í hverri viku og eru meðal þeirra vinsælustu á landinu, en mest hafa þeir farið upp í 8. Hljóðkirkjan er rekin af bræðrunum Snæbirni og Baldri Ragnarssonum og samþykkti sá fyrrnefndi að svara nokkrum spurningum Tölvumála um þetta spennandi fjölmiðlaform.

Page 1 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is