Skip to main content
20. febrúar 2024

Ásrún og Hjálmtýr gerð að heiðursfélögum á aðalfundi Ský 2024

Heidursfelagar 2024

Ásrún Matthíasdóttir og Hjálmtýr Guðmundsson voru gerð að heiðursfélögum á aðalfundi Ský 20. febrúar 2024.  Þau voru sérstaklega heiðruð fyrir framlag þeirra til upplýsingatækni á Íslandi og hafa þau unnið mikið og gott starf fyrir félagið.

Ský hefur að leiðarljósi að gera einstaklinga að heiðursfélögum sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið og/eða brautryðjendastarf í upplýsingatækni á Íslandi. Miðað er við að heiðra fólk á seinni hluta starfsævinnar. Frá upphafi hefur félagið heiðrað 26 einstaklinga og hér er að finna lista yfir þá ásamt æviágripi.

Skoðað: 1023 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála