Vefhönnun og siðfræði við hönnun þjónustu- og tæknilausna

01. september 2022

fyrirlesarar 2214H f1c5a285Flest notum við vefinn til að fylgjast með því sem er að gerast í okkar nánasta umhverfi og í samfélaginu öllu og finnst alveg sjálfsagt að geta notað allt sem þar er að finna. Í Covid faraldrinum komust flestir á bragðið með að nota vefverslun og þjónustu, afþreyingu og upplýsingaleit. Þeir sem ekki kunnu að fylla út hin ýmsu eyðublöð og panta tíma í ýmiskonar þjónustu lærðu það skjótt, en ekki allir því að aðgengi var ekki fyrir alla. Hvernig er hönnunin á bakvið alla þessa möguleika, allt sem við notum á netinu? Er verið að hugsa um lausnir fyrir alla eða ákveðna hópa? Er hægt að vera með algilda hönnun eða er það skylda? Þetta og margt fleira var rætt á góðum hádegisfundi Ský 31. ágúst sl. þar sem haldnir voru fjórir efnismiklir og mjög áhugaverðir fyrirlestrar sem verða raktir lauslega hér.

WebRICE veflesarinn

05. maí 2022

Smári Freyr GuðmundssonVeflesarinn WebRICE er þróaður á Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík undir merkjum máltækniáætlunar fyrir íslensku en það er metnaðarfull áætlun sem er með það að markmiði að tryggja að við getum og munum nota íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Áætlunin er fjármögnuð af fjárlögum. Allar lausnir verða gefnar út undir opnum leyfum (e. open-source) til að tryggja að einstaklingar, frumkvöðlar og fyrirtæki geti nýtt þær í þágu íslensku þjóðarinnar. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) sér um framkvæmd máltækniáætlunar í samræmi við samning við Almannaróm, miðstöð máltækni. Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík er aðili að SÍM.

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is