Tölvumál

asrun 13035Verkfræði er beiting þekkingar á raunvísindum og stærðfræði til að leysa vandamál. Áhersla verkfræðináms er að auka færni nemenda í að greina og skilja vandamál, finna lausnir og vera skapandi í tækni og vísindum. Verkfræðingar vinna að því að finna lausnir - allt frá hávaða í kennslustofum til nýrra hjálpartækja fyrir aldraða.

08. febrúar 2022

Skráðu þig inn hér!

Valgeir nyÞað er bara einn staður þar sem þú skráir þig inn og þú ert kominn með aðgang að öllum þeim þjónustum sem þú þarft. Er það mögulegt? Stutta svarið við þessari spurningu er „Já, fræðilega“, en þó eru til kerfi sem bjóða ekki upp á það ennþá. Síðan er einnig spurning hvort við viljum það í raun og veru . Við sem notumst við tölvur, snjalltæki og netið höfum líklega flest séð „Skráðu þig inn með Facebook“ eða „Skráðu þig inn með Google“ á vefsíðum á netinu og jafnvel verið boðið upp á þann möguleika að skrá okkur inn með Twitter, LinkedIn eða Pinterest. Samfélagsinnskráning (social login) er algengur valkostur á fréttamiðlum, streymisveitum eins og Spotify og tugum þúsunda netverslana, forrita og leikja. Hún getur sparað okkur mikinn tíma og einfaldað líf okkar. Sumir mæla með þessari leið þar sem við þurfum þá ekki að leggja fjölmörg lykilorð á minnið eða stofna nýjan reikning frá grunni.

Óskar Helgi AdamssonSamskipti án skrifa eru óskilvirk samskipti

Einhverjum kann að þykja þetta öfgafull fullyrðing. Sá hinn sami gæti haldið því fram að munnleg samskipti vel æfðs ræðumanns og virks yfirvegaðs hlustanda séu æðsta form skilvirkra samskipta. Það er þó staðreynd að mörg okkar búa yfir hvorugum þessara mannkosta þó einhver okkar búi vissulega yfir í það minnsta öðrum þeirra. Þá er það einnig staðreynd að oft eiga samskipti nokkurra, erindi við enn fleiri nú eða síðar.

Atli TýrHæ. Ég heiti Atli og ég er Facebookfíkill.

Eða… ég er kannski ekki fíkill. Viðvera mín þar hefur snarminnkað síðustu eitt til tvö árin eða svo. Notkun mín hefur líka breyst frá því sem hún var í upphafi. Ég þarf ekki lengur að tjá mig á samfélagsmiðlum á hverjum degi. Oft líða dagar eða vikur á milli þess sem ég segi frá merkilegum og ómerkilegum hlutum sem gerast í lífi mínu. Ég þarf ekki að segja frá hverju einasta hóstakasti sem ég fæ, tjá mig um atburði líðandi stundar á hverjum degi eða segja hvað ég borðaði í morgunmat. Og stundum sleppi ég því að opna Facebook í einn eða tvo daga, jafnvel í heila viku. Á undanförnu ári hef ég mest komist upp í tíu daga í röð án Facebook. Hugur minn leitar samt alltaf þangað aftur.

SigurdurHvenær byrjaðir þú á samfélagsmiðlum? Manstu það? Fyrir einhverja þá var MySpace fyrsti samfélagsmiðillinn, en Facebook tók fljótlega við og náði gríðarlegri útbreiðslu á afar skömmum tíma.

Birna 2Þegar litið er til námserfiðleika barna í nútímasamfélagi virðist oft vera skortur á úrlausnum. Eins og flest okkar sem eiga börn vita, þá reynist sífellt erfiðara að halda athygli og áhuga barna við hefðbundið námsefni. Í samanburði við Norðurlöndin er Ísland hvað verst statt þegar borinn er saman lesskilningur barna í fyrsta bekk. Samkvæmt OECD er félagsfærni á hraðri niðurleið og einnig hefur lyfjanotkun drengja á aldrinum 10-15 ára með ADHD aukist frá 8.3% upp í 15% síðastliðin 10 ár.

Anna MarsibilViðtal við Önnu Marsibil Clausen

Hlaðvarpsþættir hafa notið síaukinna vinsælda undanfarin ár. Þetta sætir verulegum tíðindum því áður en hlaðvarpið fór að ryðja sér til rúms höfðu sjónrænir afþreyingarmiðlar verið í mikilli sókn í langan tíma: Sjónvarp, tölvuleikir og internet. En nú erum við aftur farin að hlusta í auknum mæli, og ekki bara á tónlist. Til þess að fræðast nánar um þennan tiltölulega nýja miðil, tóku Tölvumál útvarpskonuna Önnu Marsibil Clausen tali, en hún hefur bæði víðtæka reynslu af gerð hlaðvarpa og er þar að auki með MA-gráðu í fjölmiðlun frá Berkeley-háskóla í Kalifornía.

Guðbjörg ÓskUpplifun viðskiptavina er einn mikilvægasti þáttur í virðissköpun fyrirtækja þar sem upplifun er lykillinn að tryggð. Með þeirri tækniþróun sem nú á sér stað verða neytendur sífellt kröfuharðari og þurfa því fyrirtæki að huga að upplifun þeirra. Með nýrri tækni hafa samskipti við viðskiptavini breyst mjög mikið og halda áfram að breytast. Margir hverjir keppast við tímann og kemur þá fjórða iðnbyltingin að góðum notum. Það mætti segja að tæknin sé að þróa okkur, hvernig við lifum lífinu. Tæknin í dag er orðin svo hröð og allt umlykjandi. Sama hvað er, leitumst við eftir því að það gerist skjótt.

sara 2019 mpm myndHugtakið upplýsingalæsi hefur verið mér sérlega hugleikið síðan í mars á þessu ári þegar Fjölmiðlanefnd, skipuð af menntamálaráðherra, auglýsti lausa stöðu verkefnisstjóra til að vinna og miðla stefnu um upplýsingalæsi fyrir landið allt. Óskað var eftir háskólaprófi og einhver þekking á stefnumótun og upplýsingalæsi talinn kostur. Mér svelgdist á við lesturinn enda hef ég starfað í upplýsingalæsisbransanum frá útskrift í upplýsingafræði árið 2008 og stýri nú öðru háskólabókasafninu á mínum ferli þar sem starfsemin hverfist öll um þetta hugtak, upplýsingalæsi. Upplýsingalæsi er samofið hugmyndinni um gagnrýna hugsun og hvílir á kröfu um rekjanleika og áreiðanleika upplýsinga sem má svo tengja hugmyndinni um lýðræði. Lýðræðið þolir enga leynd.

rosalinTikTok is one of the newest social media and therefore comes with new obstacles, new dangers, but also new ways of entertainment. Everyone has different tastes in entertainment and since TikTok is a social media that is all about the people, it must have different types of entertainment to please the most. You can find almost everything on TikTok: from baby videos to people committing crimes, and as good as it is for social media to have range, this is taking it too far and it must be stopped. In this article different trends, or types of videos, will be discussed and if they are good trends, bad trends, or even dangerous trends.

Page 3 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is