Tölvumál

ÁlfhildurForritun er stór hluti af okkar daglega lífi. Hvort sem við erum að senda tölvupósta, taka ljósmynd á snjallsíma, borga með korti eða horfa á streymisveitur þá eru þetta allt athafnir sem krefjast forritunar á einhvern hátt. Talið er að störf framtíðarinnar komi til með að byggja í mun meira mæli á stafrænu læsi og forritunarþekkingu. Samkvæmt World Economic Forum munu allt að 90% evrópskra starfa næsta áratuginn krefjast stafrænnar færni sem næstum helmingur Evrópubúa á aldrinum 16-74 ára búa ekki yfir. Það er því mikilvægt að skólar séu samferða þessari þróun með markvissri forritunarkennslu fyrir nemendur.

Shafagh PirouzWe have always been encouraged to follow our dreams and to choose a profession that brings us happiness. Many people choose a career because they are following their passion. Would that passion remain once we find our dream job? Imagine someone finding a job in the area that they are passionate about, but the strict factors in the work environment such as stress, long working hours, the pressure for finishing the tasks, and fulfilling customer’s needs would affect the initial feeling about that profession.

Valgeir nyNýlega og ítrekað höfum við verið minnt óþægilega á mikilvægi varna gegn tölvuglæpum þegar íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið fyrir netárás tölvuþrjóta sem læsa tölvugögnum með dulritun, taka tölvukerfi í gíslingu og krefjast lausnargjalds. Einnig hafa óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla eins og nefnt hefur verið í fréttum þar sem þeir koma inn óværum til þess hreinlega að fylgjast með og leita eftir hentugum fórnarlömbum. Vægðarlausar netárásir sem þessar hafa færst í vöxt á heimsvísu undanfarin misseri.

SkýUmsjónartól rekstrar í rekstri, hádegisfundur Ský, var haldinn 3. mars 2022 þar sem margt áhugavert kom fram sem ég ætla að rekja lauslega hér.

2mennRannsóknarmiðstöðin Jubilee Centre for Character and Virtues[1] við Háskólann í Birmingham á Englandi hefur um langt skeið rannsakað hlutverk og möguleika mannkostamenntunar (e. character education) í skólastarfi, innan fagstétta og nú síðast á vettvangi samfélagsmiðla og internetsins. Rannsóknir fræðafólksins við Jubilee rannsóknarmiðstöðina eru reistar á samtímakenningum sem byggja á dygðasiðfræði gríska heimspekingsins Aristótelesar. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er farsældin eða hamingjan sjálfstætt markmið mannlegs lífs. Farsældin er, eðli málsins samkvæmt, ævilangt verkefni manneskjunnar en til þess að geta höndlað hamingjuna þarf einstaklingurinn að leitast við að lifa dygðugu lífi.

Heidar mynd 2Viðtal við Heiðar Inga Svansson

Margsinnis hefur verið spáð fyrir um dauða bókarinnar, að samkeppni frá útvarpi, sjónvarpi, bíómyndum, internetinu og öllum hinum miðlunum ráði niðurlögum hennar. En alltaf seiglast hún áfram og aðlagar sig að breyttum tímum. Síðustu árin er það einkum raf- og hljóðbókavæðingin sem talin er ógna hefðbundinni pappírsútgáfu. Tölvumál gengu á fund Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóra IÐNÚ bókaútgáfu, til að fræðast um stöðu bókarinnar á Íslandi. Við byrjuðum á því að spyrja Heiðar hvernig hann leiddist út í bókaútgáfu.

asrun 13035Verkfræði er beiting þekkingar á raunvísindum og stærðfræði til að leysa vandamál. Áhersla verkfræðináms er að auka færni nemenda í að greina og skilja vandamál, finna lausnir og vera skapandi í tækni og vísindum. Verkfræðingar vinna að því að finna lausnir - allt frá hávaða í kennslustofum til nýrra hjálpartækja fyrir aldraða.

08. febrúar 2022

Skráðu þig inn hér!

Valgeir nyÞað er bara einn staður þar sem þú skráir þig inn og þú ert kominn með aðgang að öllum þeim þjónustum sem þú þarft. Er það mögulegt? Stutta svarið við þessari spurningu er „Já, fræðilega“, en þó eru til kerfi sem bjóða ekki upp á það ennþá. Síðan er einnig spurning hvort við viljum það í raun og veru . Við sem notumst við tölvur, snjalltæki og netið höfum líklega flest séð „Skráðu þig inn með Facebook“ eða „Skráðu þig inn með Google“ á vefsíðum á netinu og jafnvel verið boðið upp á þann möguleika að skrá okkur inn með Twitter, LinkedIn eða Pinterest. Samfélagsinnskráning (social login) er algengur valkostur á fréttamiðlum, streymisveitum eins og Spotify og tugum þúsunda netverslana, forrita og leikja. Hún getur sparað okkur mikinn tíma og einfaldað líf okkar. Sumir mæla með þessari leið þar sem við þurfum þá ekki að leggja fjölmörg lykilorð á minnið eða stofna nýjan reikning frá grunni.

Óskar Helgi AdamssonSamskipti án skrifa eru óskilvirk samskipti

Einhverjum kann að þykja þetta öfgafull fullyrðing. Sá hinn sami gæti haldið því fram að munnleg samskipti vel æfðs ræðumanns og virks yfirvegaðs hlustanda séu æðsta form skilvirkra samskipta. Það er þó staðreynd að mörg okkar búa yfir hvorugum þessara mannkosta þó einhver okkar búi vissulega yfir í það minnsta öðrum þeirra. Þá er það einnig staðreynd að oft eiga samskipti nokkurra, erindi við enn fleiri nú eða síðar.

Atli TýrHæ. Ég heiti Atli og ég er Facebookfíkill.

Eða… ég er kannski ekki fíkill. Viðvera mín þar hefur snarminnkað síðustu eitt til tvö árin eða svo. Notkun mín hefur líka breyst frá því sem hún var í upphafi. Ég þarf ekki lengur að tjá mig á samfélagsmiðlum á hverjum degi. Oft líða dagar eða vikur á milli þess sem ég segi frá merkilegum og ómerkilegum hlutum sem gerast í lífi mínu. Ég þarf ekki að segja frá hverju einasta hóstakasti sem ég fæ, tjá mig um atburði líðandi stundar á hverjum degi eða segja hvað ég borðaði í morgunmat. Og stundum sleppi ég því að opna Facebook í einn eða tvo daga, jafnvel í heila viku. Á undanförnu ári hef ég mest komist upp í tíu daga í röð án Facebook. Hugur minn leitar samt alltaf þangað aftur.

Page 3 of 51

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is