Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

FjolaOftast hefur verið dregin upp frekar neikvæð mynd af tölvuleikjaspilun í fjölmiðlum. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið skrifað í fjölmiðla um áhrif tölvuleikjaspilunar á heilsu okkar og hamingju, þó misvel sé stuðst við vísindalegar rannsóknir. Þar hefur margt verið ritað um tölvuleikjafíkn og ofbeldisfulla tölvuleiki og áhrif þeirra á börn og unglinga. En er ekkert jákvætt við þá?

Erla 2Flestir kannast við að fara í fjarnám, jafnvel fjarþjálfun, en hvað með að fara í fjarmeðferð við sálrænum og/eða líkamlegum vandamálum?  Hér á landi er boðið uppá fjarmeðferð við svefnleysi inná vefnum www.betrisvefn.is.

Steindór S. GuðmundssonCompanies today face enormous cybersecurity challenges, losing hundreds of billions of euros collectively every year due to data breaches exploited by hackers. Cybersecurity is famously hard, and attackers are increasingly adept at circumventing our cyber defenses. Cyberattacks have caused significant damage for individuals and companies in Iceland and abroad. The exponential growth of cybercrime worldwide has been a stark, consistent and alarming trend as can be seen clearly from this infographic bit.ly/30kDataBreaches.

Guðmundur JóhannssonÁrið 2020 er spáð að nettengd tæki í heiminum verði fleiri en 24 milljarðar. Það þýðir að hver einasti jarðarbúi eigi að meðaltali fjögur nettengd tæki. Öll þessi tæki mynda svo það sem oftast er kallað hlutanet, internet allra hluta eða Internet of Things (IoT) á ensku.

tulips 1083572 480Framundan er páskafrí og þá gefst kannski tími til að skoða áhugaverð myndbönd. Það er alltaf gaman að spá í framtíðina og fyrir þá sem er annt um menntun unga fólksins þá eru margir möguleikar á sveimi og mun vonandi margt breytast á næstunni með tækinýjungum. En til að breytingar verði þá þarf að þekkja til möguleikanna og því datt mér í hug að taka saman lista yfir nokkur myndbönd sem nemendur mínir í HR fundu í leit sinni að athyglisverðu efni tengdu notkun á upplýsingatækni í skólakerfinu.

Guðmundur VestmannÞeim fjölgar stöðugt sem ráða sinn persónulega aðstoðarmann. Þeir eru að vísu ekki eins snjallir og aðstoðarmenn ráðherra, en nokkuð snjallir samt. Hún Siri greyið hefur þó ansi oft verið skotspónn grínara á netinu, ýmist fyrir hnyttnar eða þá algjörlega fáránlegar athugasemdir. En hverju sem því líður, þá hefur þróun þessara talandi aðstoðarmanna sem byggja á gervigreind verið ótrúleg síðustu ár.

egÞessi misseri er mikil gróska í aðgengismálum á vefnum. Hluti skýringarinnar er þróun löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu sem gerir kröfu um að vefsvæði í framtíðinni fylgi aðgengisstöðlum. Hluti skýringarinnar er líka að internetið er að einhverju leyti að verða fullorðið.  Almennt er verið að leita eftir stöðlum og viðmiðum sem tryggja örugga þjónustu og jafnari samkeppni.

Ólaf Örn NielsenFyrirtæki á Íslandi og í heiminum öllum eru að vakna upp við nýjar kröfur markaðarins um aukinn hraða í viðskiptum og aukinn einfaldleika í notkun á þjónustum á netinu. Að hika er sama og að tapa eru undirliggjandi skilaboð til markaðarins en þau fyrirtæki sem ekki taka þetta kall nútímans alvarlega eiga hættu á að hellast úr lestinni og deyja drottni sínum. Ólafur Örn Nielsen hefur starfað við stafræna vöruþróun um allt langt skeið og hefur frá árinu 2015 stýrt ráðgjafafyrirtækinu Kolibri sem sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum að þróa stafrænar lausnir í takt við viðskiptastefnu þess og ná þannig auknum árangri. Við höfum því fengið Ólaf til að segja okkur aðeins frá sjálfum sér og sinni vegferð inn í tæknina ásamt því að svipta hulunni af velgengni Kolibri í að aðstoða fyrirtæki við stafræna þróun.

brynjaTraust er undirstaða allra góðra samskipta, bæði persónulegra og faglegra. Traust er grunnur góðra viðskipta og ástæða þess að við getum fengið lán og fyrirgreiðslu. Allir vita að traust þarf að ávinna sér og það er ekki gert á einni nóttu. Eins og oft hefur verið sagt þá tekur áraraðir að vinna sér inn traust, nokkrar sekúndur til að glata því og heila eilífð að byggja það upp.

Síða 2 af 39