Tölvumál

skyHádegisfundur Ský var haldinn í sal á Grand Hótel Reykjavik þann 27. apríl síðastliðinn. Umfjöllunarefnið var Netöryggi: Mannlegi þátturinn – stærsta ógnin. Anna Sigríður Íslind, lektor hjá Háskólanum í Reykjavík, sá um fundarstjórn.

ArnbjorgÁ minni lífsleið hef ég unnið á nokkrum stöðum í vaktarvinnu, enda eru margir vinnustaðir sem að vinna með vaktafyrirkomulagi. Helst væri þar hægt að nefna veitingarhús, sjoppur, sjúkrahús, verksmiðjur, skemmtistaðir og fleira. Mörg fyrirtæki standa sig ágætlega að gefa út vaktarplön, gefa þau jafnvel út marga mánuði fram í tímann. Önnur fyrirtæki leyfa sér oft að breyta vöktum hjá fólki fram á síðustu stundu. 

04. maí 2022

WebRICE veflesarinn

Smári Freyr GuðmundssonVeflesarinn WebRICE er þróaður á Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík undir merkjum máltækniáætlunar fyrir íslensku en það er metnaðarfull áætlun sem er með það að markmiði að tryggja að við getum og munum nota íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Áætlunin er fjármögnuð af fjárlögum. Allar lausnir verða gefnar út undir opnum leyfum (e. open-source) til að tryggja að einstaklingar, frumkvöðlar og fyrirtæki geti nýtt þær í þágu íslensku þjóðarinnar. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) sér um framkvæmd máltækniáætlunar í samræmi við samning við Almannaróm, miðstöð máltækni. Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík er aðili að SÍM.

OliFjórða iðnbyltingin hefur haft mikil áhrif á allt okkar líf og er tæknin alltaf að þróast. Þessi iðnbylting hefur einnig gefið okkur ýmis tækifæri sem kennarar hafa ekki nýtt sér eins og sýndarveruleiki í námi. En hvernig getur sýndarveruleiki hjálpað nemendum?  Sýndarveruleiki hefur verið mikið notaður í skólum víðsvegar um heiminn og þá sérstaklega í Bretlandi. Notkun sýndarveruleika við kennslu hefur sýnt fram á betri velgengni í skóla og einnig aukið ánægju í tímum og námi. Mikilvægustu ástæður af hverju Íslendingar ættu að innleiða sýndarveruleika í grunnskóla að mati framtíðar tölvunarfræðings eru eftirfarandi:

SnæHlaðvarpsfyrirtækið Hljóðkirkjan var stofnað formlega vorið 2020 og var þá þegar komin með fjóra þætti á dagskrá. Í dag eru 5 þættir sendir út í hverri viku og eru meðal þeirra vinsælustu á landinu, en mest hafa þeir farið upp í 8. Hljóðkirkjan er rekin af bræðrunum Snæbirni og Baldri Ragnarssonum og samþykkti sá fyrrnefndi að svara nokkrum spurningum Tölvumála um þetta spennandi fjölmiðlaform.

MariaÞað er óhætt að segja að margt hefur breyst með tilkomu nýrra tækni. Samfélagið í dag stendur á ákveðnum tímamótum þar sem uppi er kynslóð sem notaði ávísunarhefti, kynslóð sem átti vasadiskó og VHS-tæki og að lokum kynslóð sem getur stýrt heiminum í gegnum snjallsímann sinn. Þessar kynslóðir eru svo lánsamar að fá að upplifa hverja stafræna byltingu á fætur annarri frá fyrstu hendi.

myndFaghópur Ský um hagnýtingu gagna hélt hádegisverðarfund þann 30.mars 2022 á Grand Hótel Reykjavik.  Umræðuefnið bar vinnuheitið „Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar“ Mjög góð mæting var á fundinum.   Fundarstjóri var Birna Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastjórn.

AndriogSigurjHafnarfjarðarbær hefur um langt árabil verið með innri vef fyrir starfsfólk og síðastliðin fimm ár einnig verið með samskiptamiðilinn Workplace frá Facebook sem hefur styrkt verulega innri upplýsingamiðlun og samskipti á tvö þúsund manna vinnustað. Í sumar fékk miðillinn enn meiri vigt þegar innri vefnum, Læknum, var lokað og efni hans fært yfir á nýja einingu innan Workplace sem kallast Knowledge Library. 

Jón RagnarÍ skilgreiningum á faghópum Ský kemur fram: Öldungadeild Ský [er] faghópur um varðveislu sögulegra gagna og heimilda um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi, og í samþykktum fyrir Öldungadeildina stendur: Tilgangur og verkefni faghópsins er varðveisla sögulegra gagna og heimilda, í hvaða formi sem er, um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Þetta felur meðal annars í sér að skrá sögu upplýsingatækninnar og að stuðla að því að varðveittur verði búnaður sem þýðingu hefur fyrir söguna.

24. mars 2022

Hönnunarkerfi

AstaHádegisfundur Ský var haldinn fyrir smekkfullum sal á Grand Hótel Reykjavik þann 23. mars síðastliðinn. Umfjöllunarefnið var hönnunarkerfi og ljóst að áhugi fyrir því efni var mikill. Hildur Björg Hafstein hjá Ríkiskaupum sá um fundarstjórn.

Page 2 of 51

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is