Tölvumál

myndFaghópur Ský um hagnýtingu gagna hélt hádegisverðarfund þann 30.mars 2022 á Grand Hótel Reykjavik.  Umræðuefnið bar vinnuheitið „Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar“ Mjög góð mæting var á fundinum.   Fundarstjóri var Birna Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastjórn.

AndriogSigurjHafnarfjarðarbær hefur um langt árabil verið með innri vef fyrir starfsfólk og síðastliðin fimm ár einnig verið með samskiptamiðilinn Workplace frá Facebook sem hefur styrkt verulega innri upplýsingamiðlun og samskipti á tvö þúsund manna vinnustað. Í sumar fékk miðillinn enn meiri vigt þegar innri vefnum, Læknum, var lokað og efni hans fært yfir á nýja einingu innan Workplace sem kallast Knowledge Library. 

Jón RagnarÍ skilgreiningum á faghópum Ský kemur fram: Öldungadeild Ský [er] faghópur um varðveislu sögulegra gagna og heimilda um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi, og í samþykktum fyrir Öldungadeildina stendur: Tilgangur og verkefni faghópsins er varðveisla sögulegra gagna og heimilda, í hvaða formi sem er, um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Þetta felur meðal annars í sér að skrá sögu upplýsingatækninnar og að stuðla að því að varðveittur verði búnaður sem þýðingu hefur fyrir söguna.

24. mars 2022

Hönnunarkerfi

AstaHádegisfundur Ský var haldinn fyrir smekkfullum sal á Grand Hótel Reykjavik þann 23. mars síðastliðinn. Umfjöllunarefnið var hönnunarkerfi og ljóst að áhugi fyrir því efni var mikill. Hildur Björg Hafstein hjá Ríkiskaupum sá um fundarstjórn.

ÁlfhildurForritun er stór hluti af okkar daglega lífi. Hvort sem við erum að senda tölvupósta, taka ljósmynd á snjallsíma, borga með korti eða horfa á streymisveitur þá eru þetta allt athafnir sem krefjast forritunar á einhvern hátt. Talið er að störf framtíðarinnar komi til með að byggja í mun meira mæli á stafrænu læsi og forritunarþekkingu. Samkvæmt World Economic Forum munu allt að 90% evrópskra starfa næsta áratuginn krefjast stafrænnar færni sem næstum helmingur Evrópubúa á aldrinum 16-74 ára búa ekki yfir. Það er því mikilvægt að skólar séu samferða þessari þróun með markvissri forritunarkennslu fyrir nemendur.

Shafagh PirouzWe have always been encouraged to follow our dreams and to choose a profession that brings us happiness. Many people choose a career because they are following their passion. Would that passion remain once we find our dream job? Imagine someone finding a job in the area that they are passionate about, but the strict factors in the work environment such as stress, long working hours, the pressure for finishing the tasks, and fulfilling customer’s needs would affect the initial feeling about that profession.

Valgeir nyNýlega og ítrekað höfum við verið minnt óþægilega á mikilvægi varna gegn tölvuglæpum þegar íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið fyrir netárás tölvuþrjóta sem læsa tölvugögnum með dulritun, taka tölvukerfi í gíslingu og krefjast lausnargjalds. Einnig hafa óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla eins og nefnt hefur verið í fréttum þar sem þeir koma inn óværum til þess hreinlega að fylgjast með og leita eftir hentugum fórnarlömbum. Vægðarlausar netárásir sem þessar hafa færst í vöxt á heimsvísu undanfarin misseri.

asrun 13035Umsjónartól rekstrar í rekstri, hádegisfundur Ský, var haldinn 3. mars 2022 þar sem margt áhugavert kom fram sem ég ætla að rekja lauslega hér.

2mennRannsóknarmiðstöðin Jubilee Centre for Character and Virtues[1] við Háskólann í Birmingham á Englandi hefur um langt skeið rannsakað hlutverk og möguleika mannkostamenntunar (e. character education) í skólastarfi, innan fagstétta og nú síðast á vettvangi samfélagsmiðla og internetsins. Rannsóknir fræðafólksins við Jubilee rannsóknarmiðstöðina eru reistar á samtímakenningum sem byggja á dygðasiðfræði gríska heimspekingsins Aristótelesar. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er farsældin eða hamingjan sjálfstætt markmið mannlegs lífs. Farsældin er, eðli málsins samkvæmt, ævilangt verkefni manneskjunnar en til þess að geta höndlað hamingjuna þarf einstaklingurinn að leitast við að lifa dygðugu lífi.

Heidar mynd 2Viðtal við Heiðar Inga Svansson

Margsinnis hefur verið spáð fyrir um dauða bókarinnar, að samkeppni frá útvarpi, sjónvarpi, bíómyndum, internetinu og öllum hinum miðlunum ráði niðurlögum hennar. En alltaf seiglast hún áfram og aðlagar sig að breyttum tímum. Síðustu árin er það einkum raf- og hljóðbókavæðingin sem talin er ógna hefðbundinni pappírsútgáfu. Tölvumál gengu á fund Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóra IÐNÚ bókaútgáfu, til að fræðast um stöðu bókarinnar á Íslandi. Við byrjuðum á því að spyrja Heiðar hvernig hann leiddist út í bókaútgáfu.

Page 2 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is