Skip to main content

Jakob Sigurðsson

Jakob Sigurðsson, fæddur 18.07.1926
Jakob Sigurðsson var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélagsi Íslands á fundi þess 11. maí 1994, vegna brautryðjendastarfa fyrir félagið og upplýsingatækni á Íslandi.   Jakob var einn af stofnendum félagsins og fyrsti ritari þess.  Jakob starfaði að tölvumálum fyrst  hjá Sláturfélagi Suðurlands frá 1964 til 1973, en síðan sem forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða frá  1973 til 1993, eða nærfellt í 30 ár. Á þeim árum, er Jakob var forstöðumaður Tölvudeildar Flugleiða, ráku Flugleiðir eina af umfangsmeiri tölvudeildum landsins, þar sem unnið var 24 tíma á sólarhring alla daga vikunnar.