Skip to main content

Gunnlaugur G. Björnsson

Gunnlaugur BjörnssonGunnlaugur G. Björnsson, skipulagsstjóri
Fæddur 7. mars 1912
Dáinn 26. ágúst 1988

Gunnlaugur var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á 20 ára afmælisfundi félagsins 6. apríl 1988. Hann var einn af stofnendum Skýrslutæknifélagsins og endurskoðandi þess frá byrjun.

Hann var stærðfræðingur að mennt og einn af frumkvöðlum gagnavinnslumála hérlendis. Gunnlaugur starfaði innan bankakerfisins. Hann starfaði um árabil hjá Útvegsbanka Íslands og vann þar brautryðjendastörf á sviði tölvuvæddrar upplýsingatækni. Gunnlaugur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. um áraraðir í stjórn Starfsmannafélags Útvegsbanka íslands, formaður Sambands ísl. bankamanna, fyrsti formaður samstarfsnefndar um Reiknistofu bankanna og um skeið formaður Verðlagsráðs sjávarútvegsins.

Hann varð stúdent frá MR 1931 og nam stærðfræði við háskólann í Berlín 1931—34. Gunnlaugur vann fyrst hjá Landsbanka Islands 1935 —'42, en réðst þá til Útvegsbankans og gegndi þar m.a. stöðu deildarstjóra og skipulagsstjóra. Árið 1981, þegar Gunnlaugur fór á eftirlaun hjá Útvegsbankanum réðst hann til Reiknistofu bankanna, til starfa við forritun og kerfissetningu. Sennilega er það einsdæmi að sjötugur maður ráðist í vinnu sem kerfisfræðingur og forritari. Reyndar hafði Gunnlaugur þá lengi unnið við forritun, allt frá því að hann skipulagði gang gagnavinnsluvéla með þeirri tækni að klippa tinda af sérstökum hjólum með naglaskærum. Gunnlaugur er kunnur fyrir það hve fljótt og auðveidlega hann hefur tileinkað sér nýja tækni með sjálfnámi. Þessi hæfileiki virðist ekki hafa minnkað við aldurinn. Fyrir 2—3 árum var hann enn að vinna tæknileg afrek. Hann útbjó þá lyklaborð og leturgerðir fyrir Macintosh-tölvur og þýddi ýmis þekkt forrit, m.a. LOGO, Macwrite, Macpaint o.fl. Hann lét sér ekki nægja að útbúa venjulegar leturgerðir fyrir makkann, heldur bætti þar við rúnum, höfðaletri og Hrappseyjarletri, sem mun vera fyrsta íslenska prentletrið. Gunnlaugur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann hefur m.a. verið formaður Sambands ísl. bankamanna, fyrsti formaður samstarfsnefndar um Reiknistofu bankanna og um skeið var hann formaður Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Gunnlaugur var einn af stofnfélögum Skýrslutæknifélagsins og fyrsti endurskoðandi félagsins. (https://timarit.is/page/2359864?iabr=on)

Minningarorð í Tölvumálum, 13. árgangur 1988, 6. Tölublað (01.09.1988):  https://timarit.is/page/2359910?iabr=on