Skip to main content

Klemens Tryggvason

Klemens TryggvasonKlemens Tryggvason, hagstofustjóri
Fæddur 10. september 1911
Dáinn 5. júlí 1997

Klemens var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á 20 ára afmæli félagsins 6. apríl 1988.

Klemens var höfundur að vélvæddri skáningu íbúa landsins. Þjóðskráin hér á landi er sennilega brautryðjendastarf á sínu sviði í heiminum. Tilsvarandi skrár voru ekki stofnaðar í öðrum löndum fyrr en löngu eftir að Hagstofan hafði leyst vandamál okkar. Á þeirri reynslu sem fékkst af þjóðskránni var síðan byggt þegar fasteignaskrá, bifreiðaskrá og aðrar opinberar tölvuskrár voru stofnaðar. Þá má ekki gleyma þætti Klemensar sem stjórnarformanns SKÝRR. Hann var stjórnarformaður fyrirtækisins þegar fyrsta tölvan var keypt til landsins.

Hann lauk hagfræðiprófi frá Hafnarháskóla árið 1940. Klemens var forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka íslands 1942—'51, er hann tók við starfi hagstofustjóra, sem hann gegndi í 33 ár eða til ársins 1984.  Á fyrstu árum sínum sem hagstofustjóri mótaði Klemens mikilvægustu skrá landsins, þjóðskrána, og stjórnaði véltöku hennar. Ef hægt er að tala um höfund skráar, þá er Klemens höfundur þjóðskrár. Hann lét sér ávallt annt um hana og var m.a. mjög gætinn hvað varðaði aðgang að skránni. Klemens stjórnaði einnig vélvæðingu ýmissa hagskýrslna, en þess má geta hér að verslunarskýrslur Hagstofunnar voru fyrsta verkefnið, sem unnið var í gagnavinnsluvélum hér á landi árið 1949. Klemens var formaður stjórnar SKÝRR frá stofnun þeirra 1952 til 1971 og gegndi þess vegna mikilvægu hlutverki þegar tölvutæknin hóf innreið sína hér á landi um miðjan sjöunda áratuginn. Klemens var einn af stofnendum Sl og fundarstjóri var hann á öllum aðalfundum félagsins fyrstu 18 árin í sögu þess. (https://timarit.is/page/2359864?iabr=on)

Minningarorð í Tölvumálum, 22. árgangur 1997, 4. Tölublað (01.10.1997): https://timarit.is/page/2364164?iabr=on