Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Girls In ICT Day

"Girls In ICT Day" eða "Stelpur og tækni" dagurinn
eins og við höfum kallað hann var fyrst haldinn á Íslandi árið 2014.

Girls in ICT Day er haldinn víða um heim og styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda. Um er að ræða alþjóðlegan dag og er haldið uppá hann víðsvegar fjórða fimmtudag í apríl ár hvert. Þar sem það hittir alltaf á frídag á Íslandi er valinn annar dagur nálægt fjórða fimmtudegi hér á landi og fleiri lönd í Evrópu halda daginn hátíðlegan annan dag en miðað er við.

Dagurinn heldur út sérstakri heimasíðu á Facebook og einnig er að finna upplýsingar um daginn hjá ITU.
Myndir frá viðburðinum hér á Íslandi má finna í myndasafninu á Facebook.

2021: Miðvikudaginn 19. maí 2021 er dagurinn haldinn á áttunda sinn á Íslandi og með rafrænum hætti annað árið í röð. Sameiginlegri dagskrá er streymt til þátttökuskólanna og svo boðið upp á vinnustofur

2020: Miðvikudaginn 20. maí 2020 var dagurinn að þessu sinni haldinn með rafrænum hætti vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Sameiginlegri dagskrá streymt til allra þátttökuskólanna og boðið upp á vinnustofur í vefsíðuforritun í Wordpress og tónlistarforritun í Sonic pi.

2019: Miðvikudaginn 22. maí 2019 komu tæplega 1.000 stelpur úr 9. bekk frá höfuðborgarsvæðinu í HR og 32 tæknifyrirtæki þar sem þær fengu að kynnast tækninámi og tæknistörfum.

2018: Stelpur og tækni fimmtudaginn 3. maí. Um 700 stelpur áttu frábæran dag og einnig fór vibðurðurinn fram fyrir vestan, austan og norðan.

2017: Fimmtudaginn 27. apríl 2017 tóku HR, Ský og SI á móti tæplega 400 stelpum úr skólum á höfuðborgarsvæðinu og fóru þær í vinnustofur og síðan í heimsókn til um 20 fyrirtækja. Einnig tóku stelpur á svæðinu í kringum Akureyri þátt síðar í maí og hugsanlega á Ísafirði.

2016: Ský, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins standa fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlega verkefninu "Girls in ICT Day"‪#‎GirlsInICT‬‪#‎StelpurOgTækni‬" og var hann haldin í 3ja sinn fimmtudaginn 28. apríl. Dagurinn fór þannig fram að yfir 400 stelpur úr 9. bekk fá tækifæri til að kynnast tölvu- og tæknistörfum hjá fyrirtækjum ásamt því að taka þátt í fróðlegum vinnustofum. 2016 komu um 400 stelpur úr 9. bekk og tóku þátt í deginum, bæði frá Reykjavík og Austurlandi. Um 20 tæknifyrirtæki tóku síðan á móti þeim í lok dags.

2015: Þriðjudaginn 28. apríl 2015 er dagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn af HR, Ský og SI. Dagskráin er með svipuðu sniði og í fyrra og mæta um 100 stelpur úr 9. bekk Hólabrekkuskóla, Árbæjarskóla, Fellaskóla og Ölduselsskóla á daginn. Byrjað er á vinnustofum í HR um þrívíddarprentun, heimasíðugerð myndaleit á vefnum.& Síðan fara hóparnir í heimsókn til tæknifyrirtækja og leysa stutt verkefni tengd tölvutækni. Í ár taka Meniga, Mentor, Betware og Tempo á móti stelpunum. Vonumst við til þess að allir njóti dagsins og sjái í leiðinni í hverju tölvugeirinn starfar

2014: Þriðjudaginn 30. apríl 2014 var Stelpu og tæknidagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Að honum stóðu HR, Ský, SI, Skema, /sys/tur, GreenQloud, Advania, Hugsmiðjan og Marorka, sem lögðu sitt af mörkum til þessa vel heppnaða verkefnis. Um 100 stelpum í 8. bekk var boðið frá Hörðuvallaskóla, Hlíðaskóla, Austurbæjarskóla, Garðaskóla og Laugalækjarskóla.