Skip to main content

2019 UT-Sprotinn

UT-Sprotinn 2018

Flokkurinn er hugsaður fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 5-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli.

UT-Sprotinn var veittur nú í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 8. febrúar 2019.

Tilnefnd voru fyrirtækin SYNDIS, SIDEKICK HEALTH OG MEDILYNC og hlaut SYNDIS verðlaunin.

SYNDIS
Fá fyrirtæki á Íslandi hafa verið jafn áberandi á sviði öryggismála og Syndis. Segja má að Syndis séu orðið að ímynd upplýsingaöryggis á Íslands. Hjá Syndis starfa miklir sérfræðingar sem þekktir eru um heim allan fyrir störf sín í upplýsingaöryggi. Starfsmenn Syndis eru að vinna um allan heim að öryggismálum og hafa haldið fjölda erinda á alþjóðlegum ráðstefnum. Starfsmenn Syndis hafa fundið stóra öryggisgalla í vörum og þjónustu frá stórum og þekktum framleiðendum.

SIDEKICK HEALTH
Sidekick er skemmtileg hugmynd sem þróuð er til að leikjavæða heilsueflingu og gerir fólki m.a. kleift að keppa við vini og vinnufélaga í að safna heilsustigum í verkefnum sem tengjast hreyfingu, næringu og streitustjórn. Sidekick er frábær leið til að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma og efla lýðheilsu. SidekickHealth hefur það unnið til fjölda verðlauna um allan heim og er notað í fjölmörgum löndum, þ.á.m stórum lyfja- og tryggingarfyrirtækjum.

MEDILYNC
Hugmyndin að Medilync snýst um það að einfalda lyfjajöf sykursjúkra og þar með auka lífsgæði. Medilync hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hugmyndir sínar og þróun.