2019 UT-Stafræn þjónusta
UT-Stafræna þjónustan 2018
Flokkurinn er ætlaður lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.
UT-Stafræna þjónustan var afhent nú í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 8. febrúar 2019.
Tilnefnd voru LEGGJA.IS, MENTOR.IS og DOHOP.COM og hlaut LEGGJA.IS verðlaunin.
LEGGJA.IS
Með appinu leggja.is er ekki lengur þörf á að vera smápeninga til að leggja bílnum sínum í gjaldskyld bílastæði. Þægindin sem þetta app hefur skilað til notenda sinna er óumdeilanlegt. Það má segja að með leggja.is hafi íslensk app þróun farið á flug.
MENTOR.IS
Í dag hafa foreldrar aðgang að mentor.is til að fylgjast með daglegu starfi barna sinna í grunnskólum landsins. Námsmat, skilaboð frá kennurum og skóla, samskipti foreldra og fleira tengt grunnskólastarfinu er mun einfaldara en áður. Mentor kerfið er nú notað í 1.400 skólum í fimm löndum og hefur Mentor appið sem gefið var út í lok árs 2018 slegið í gegn. Þegar nýta sér um 110.000 foreldrar og nemendur sér appið til að einfalda sitt daglegt líf.
DOHOP.COM
Íslenski flugleitarvefurinn Dohop hefur nýst mörgum vel síðustu ár. Dohop sameinar á einum stað framboð á flugi og hjálpar þannig við leit að hentugu flugi á einfaldan hátt. Í des. 2018 var Dohop vefurinn valinn besti flugleitarvefurinn (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2018) við hátíðlega athöfn hjá World Travel Awards í Lissabon. Var það þriðja árið í röð sem Dohop hlýtur þessa viðurkenningu