2020 UT-Sprotinn
UT-Sprotinn 2019
UT-Sproti ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli.
UT-Sprotinn var verðlaunaður á verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 7. febrúar 2020.
Tilnefnd voru GENKI INSTRUMENTS, EMBLA OG PLOGG-IN og hlaut GENKI INSTRUMENTS verðlaunin.
GENKI INSTRUMENTS - Halo hringurinn
Genki Instruments er hönnunardrifið hátæknifyrirtæki sem vinnur að því að gera tækni náttúrulegri. Við ættum ekki að þurfa að breyta hegðun okkar til aðlagast tækjunum í lífi okkar - þvert á móti verðum við að finna leið til þess að þau skilji litbrigði mannlegrar tjáningar. Halo, önnur vara Genki Instruments, er hringur sem gerir þér kleift að stýra glærum og kynningum á nýjan máta og er ætlað að auka sjálfstraust notenda við kynningar. Hönnun hringsins gerir notendum kleift að stýra glærum á náttúrlegan hátt, hvort sem er með hreyfingum eða með tökkum sem auðvelt er að ná til með þumalfingri.
EMBLA frá Miðeind
Máltækni og gervigreind - knúin af Greyni. Talar íslensku!
Embla svarar spurningum, sagt þér hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Embla getur spáð fyrir um veðrið, svalað forvitni þinni um fólk sem hefur verið í fréttum og frætt þig um fyrirtæki, stofnanir og fyrirbæri. Á bak við einfalt viðmót Emblu er flókin og margþætt tækni. Fyrirspurnum þínum er fyrst breytt í texta með raddgreiningu, sem skilar tíu líklegustu setningum sem þú gætir hafa sagt. Málgreiningarvél, Greyni, er síðan beitt til að finna hver af þessum tíu setningum – í lækkandi röð eftir líkindum – er rétt mynduð spurning sem Embla kann að svara. Þar er beitt jöfnum höndum almennum íslenskum málfræðireglum og sérreglum um spurningar á hverju sérsviði sem kerfið þekkir. Þá er það mótað í rétta íslenska setningu þar sem gætt er að fallbeygingu og öðrum málfræðilegum eiginleikum. Loks er fullmótað svar sent til talgervils sem breytir því í hina ómþýðu rödd Emblu, sem velja má hvort er karl- eða kvenrödd.
PLOGG-IN - plokkari.is
Samfélagsleg ábyrgð og umhverfið
Plogg-In er kortlagningarkerfi fyrir plokkara, útivistarfólk og umhverfissinna sem hvetur til aukinnar umhverfisverndar og stuðlar um leið að heilsueflandi hreyfingu. Kortið er með einfalt viðmót sem sýnir þau svæði sem er búið að hreinsa og gerir notendum kleift að skipuleggja plokk ferðina.