Skip to main content

2024 UT-verðlaun Ský

Verðlaunahafi Upplýsingatækniverðlauna Ský 2024

MIÐEIND

UT-verðlaun Ský
Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar, Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi Miðeindar og forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson.

Miðeind hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2024 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UTmessunnar 2. febrúar 2024. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti Vilhjálmi Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar og Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar, verðlaunin sem er glerlistaverk eftir Ingu Elínu.

UT-verðlaunin eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.
Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2010. Meðal fyrirtækja sem unnið hafa verðlaunin undanfarin ár eru Syndis, Íslensk erfðagreining, Marel og Controlant.

Í rökstuðningi valnefndar segir:
„Framlag Miðeindar til að koma íslensku máli inn í framtíðina er ómetanlegt. Í kjölfar heimsóknar sendinefndar forseta Íslands til Kísildals í maí 2022 tók Miðeind upp samstarf við OpenAI um að styðja íslensku í risamállíkönum á borð við GPT-4, sem kom út í mars á síðasta ári. Afrakstur samstarfsins má meðal annars sjá í nýjustu útgáfu líkansins, GPT-4 Turbo, sem er mun sleipara í íslensku en fyrri líkön. Þá tekur Miðeind þátt í stóru Evrópuverkefni ásamt Háskóla Íslands, þar sem þróað verður risamállíkan fyrir íslensku og önnur germönsk tungumál.“

Um Miðeind
Hugbúnaðarfyrirtækið Miðeind styður íslenskt samfélag og tungu með því að þróa framsýnar lausnir í máltækni og gervigreind. Fyrirtækinu er annt um málstað minni tungumála og vill stuðla að því að sem flest hafi aðgang að möguleikum gervigreindartækninnar. Miðeind var meðal helstu þátttakenda í máltækniáætlun stjórnvalda og hefur m.a. þróað radd-aðstoðar-appið Emblu, sem tilnefnd var til UT-verðlauna 2020, þýðingarvélina Vélþýðing.is, málrýniverkfærið Yfirlestur.is og spurningasvörunar-tólið Svark - að ógleymdu hinu sívinsæla Netskrafli og nýja krossgátu-appinu Explo fyrir alþjóðlegan markað.

Hjá Miðeind starfar nú sennilega stærsti hópur sérfræðinga á sviði gervigreindar og máltækni hérlendis, og margt spennandi er í bígerð hjá teyminu nú á nýju ári.

Það er með mikilli ánægju að veita Miðeind Upplýsingatækniverðlaunin 2024.

Jafnframt voru veitt fimm verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna fyrir afrek á árinu 2023:
UT-Fyrirtækið, UT-Sprotinn, UT-Stafræna almenna þjónustan, UT-Stafræna opinbera þjónustan og UT-Fjölbreytileika fyrirmyndin
.

STAFRÆN FRAMÞRÓUN LANDSPÍTALANS var valið UT-Fyrirtækið 2023 og tók Björn Jónsson við verðlaununum.

B93A2146

LSH rekur og þjónustar eitt stærsta og flóknasta tækniumhverfi landsins.  Sjúkraskrá spítalans vegur þar þyngst og samanstendur af yfir 100 tölvukerfum.  Auk þess hefur Landspítalinn þróað Heilsugátt sem tengir saman öll undirliggjandi kerfi og hefur rækilega sannað sig sem lykil verkfæri heilbrigðisstarfsfólks spítalans. Flestar heilbrigðisstofnanir landsins nýta Heilsugátt sem og fjölmörg sérhæfð kerfi LSH.  Síðustu ár hefur verið sérstök áhersla fjarheilbrigðisþjónustu og aðkomu sjúklinga að eigin meðferð.  Sjúklinga app LSH spilar þar veigamikið hlutverk og hefur fengið sérlega góðar viðtökur.  Samhliða hefur verið lögð áhersla á nýsköpun og samstarf við nýsköpunarfyrirtæki.

INDÓ fékk verðlaun sem UT-Sprotinn 2023 og tók Haukur Skúlason við verðlaununum.

B93A2146

Spennandi fyrirtæki sem kom inn á fastmótaðan bankamarkað í byrjun síðasta árs. Indó hefur hrist upp í markaðnum með því að bjóða upp á gagnsæja og sanngjarna bankaþjónustu sem er skemmtileg og laus við allt bull. Með því að nýta tæknina nær indó að einfalda bankaþjónustu, minnka yfirbyggingu og bjóða betri kjör. Í dag eru rúmlega 15% Íslendinga hjá indó og tíunda hver kortafærsla á Íslandi er greidd með indó korti.

DALA.CARE er UT-Stafræna almenna þjónustan  2023 og tók Finnur Pálmi Magnússon við verðlaununum.

B93A2146

dala.care er hannað fyrir fólk sem þiggur og veitir heimaþjónustu. Kerfið byggir á reynslu okkar af starfrænni umbyltingu á heimaþjónustu í Bandaríkjunum með það að markmiði að einfalda skipulag og utanumhald á dagskrá, umönnunaráætlun og samskiptum. Aukin eftirspurn eftir heimaþjónustu er alþjóðleg áskorun sem við ætlum að mæta. Þau hafa átt stórkostlegt fyrsta ár í sögu fyrirtækisins með góðu samstarfi við viðskiptavini hérlendis og erlendis. Hápunktur 2023 var þegar þeim var tilkynnt að dala.care hefði orðið fyrir valinu í útboði Velferðarsviðs Reykjavíkur og fá nú tækifæri til að vinna með þeim sem veita þjónustu til rúmlega 10.000 Reykvíkinga.

ISLAND.IS er UT-Stafræna opinbera þjónustan 2023 og tók Birna Íris Jónsdóttir við verðlaununum.

B93A2146

Einfaldleiki og gott aðgengi einkennir Ísland.is þrátt fyrir flókið samspil fjölda opinberra aðila bæði efnislega og tæknilega. Yfir 250 manns standa að baki Ísland.is samfélaginu og miðla til verkefnisins en slíkt krefst mikils aga til að allir vinni að sama markmiði. Fjöldamörg verkefni verið unnin hjá Sýslumönnum s.s. rafrænar þinglýsingar, forskráning vegabréfa, stafræn dánarbú o.fl. Þessi vinna skilar sér í aukinni skilvirkni og þjónustu. Þá hafa 25 stofnanir og opinber verkefni flutt vefi sína á Ísland.is og annar eins fjöldi þegar hafið innleiðingu. Að baki Ísland.is er sömuleiðis að finna umsóknarkerfi sem talar við Mínar síður og Ísland.is appið, þjónustusíður sem styðja við algegnar spurningar notanda, spjallmenni sem leysir úr fyrirspurnum notanda. Ísland.is kemur fólki beint að efninu og sífellt fleiri opinberar þjónustur er hægt að klára að fullu í sjálfsafgreiðslu.

ALDA er UT-Fjölbreytileika fyrirmyndinn 2023 og tóku Þórey Proppé og Sigyn Jónsdóttir við verðlaununum.

B93A2146

Alda hugbúnaður hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að mæla inngildingu á sínum vinnustað, býður upp á leikjavædda örfræðslu, markmið, mælikvarða og aðgerðaráætlanir sérsniðnar af gervigreind. Í lok árs 2023 var hugbúnaðurinn valinn á lista ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu (DEI) en einungis fimm aðrar lausnir eru nefndar. Með Öldu hafa fyrirtæki og stofnanir gögn sem staðfesta hvort það sé mismunun milli ólíkra hópa innan fyrirtækisins, lausn sem mælir inngildingu sem er nauðsynleg til að halda í fjölbreytta hópa og niðurstöður um hvernig allt starfsfólk upplifir vinnustaðamenninguna. Alda var stofnað af Þórey V. Proppé, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Sigyn Jónsdóttir, tæknistjóra og starfa 13 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun, efnissköpun, jafnréttis- og fjölbreytileikafræðum, stjórnun, sölu- og markaðsmálum.

---

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með verðlaunin.

---

Hér er yfirlit yfir 3 efstu í hverjum flokki sem voru tilnefnd.