Skip to main content

Vísindaferð félagsmanna til Miðeindar

Miðeind býður félagsmönnum Ský í heimsókn og er þetta frábært tækifæri til að sjá og heyra um þeirra vegferð og einnig að styrkja tengslanetið í góðra vina hópi.

Í heimsókninni verður stuttur fyrirlestur um það sem Miðeind hefur fengist við þann áratug sem fyrirtækið hefur verið starfandi, þar á meðal máltækni, gervigreind, samskipti við alþjóðleg tæknifyrirtæki, og loks hagnýtar lausnir sem styðja íslensku. Nánar má fræðast um Miðeind á mideind.is.

Boðið verður upp á veitingar að kostnaðarlausu eftir fyrirlesturinn og er þá tækifæri til að spyrja spurninga og ræða við starfsfólk Miðeindar.

Einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn í Ský geta skráð sig.

Nafn þátttakanda verður að vera skráð
(Name of participant must be registered)
Kennitala verður að vera 10 tölustafir án bandstriks og vera gild kennitala
(Icelandic Social Sec. number must be registered and valid - 10 digits without hyphens)
Netfang er ekki gilt
(Email address not valid)
Invalid Input
Invalid Input

Vinsamlega sendið póst á sky@sky.is og látið vita ef forföll verða þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.



  • Frítt fyrir félagsmenn Ský
  • Léttar veitingar í boði Miðeindar