Vísindaferð félagsmanna til Miðeindar
Miðeind býður félagsmönnum Ský í heimsókn og er þetta frábært tækifæri til að sjá og heyra um þeirra vegferð og einnig að styrkja tengslanetið í góðra vina hópi.
Í heimsókninni verður stuttur fyrirlestur um það sem Miðeind hefur fengist við þann áratug sem fyrirtækið hefur verið starfandi, þar á meðal máltækni, gervigreind, samskipti við alþjóðleg tæknifyrirtæki, og loks hagnýtar lausnir sem styðja íslensku. Nánar má fræðast um Miðeind á mideind.is.
Boðið verður upp á veitingar að kostnaðarlausu eftir fyrirlesturinn og er þá tækifæri til að spyrja spurninga og ræða við starfsfólk Miðeindar.
Einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn í Ský geta skráð sig.
Vinsamlega sendið póst á sky@sky.is og látið vita ef forföll verða þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.
-
11. mars 2026
-
16:30-18:30
-
Frítt fyrir félagsmenn Ský
-
Léttar veitingar í boði Miðeindar