Skip to main content
6. september 2018

Makey Makey

DrifaSpilaðu á banana, eða gerðu hvað sem þér dettur í hug. Makey Makey: Uppfinninga “kit” fyrir alla, er rafrænt uppfinningatól sem leyfir notendum að tengja hversdagslega hluti við  tölvuforrit. Með sérstöku afrásarborði, klemmum og tengjum getur hluturinn sem er tengdur virkað eins og músarklikk eða hnappur á lyklaborði. Það gefur Makey Makey möguleikann til að virka með næstum hvaða forriti sem er [1].

Síðan Makey Makey kom á markaðinn 2010 hefur það fengið góðar viðtökur og er búið að tengja það við kennslu í skólum og búa til kennsluplön sem henta öllum aldursstigum. Tólið er einfalt í notkun og allir kennarar eiga að geta lært á það í fyrstu tilraun [2].

Makey Makey er fullkomið í kennslustofuna. Nemendur geta fundið upp verkefni sem tengja efni kennslunnar við forritunarverkefni, og með hjálp Makey Makey ná þeir að láta sköpunarverkin sín verða  lifandi. Tólið gerirl eyfir nemendum kleift að fara í hlutverkverða vélbúnaðarverkfræðinga og leysa raunveruleg vandamál, sem skapar forvitni og áhuga hjá nemendum [3].

Tólið er einnig mjög aðgengilegt fyrir nemendur í notkun því stýringin svipar mikið til Nintendo leikjatölvanna, svo þeir nemendur sem hafa aldrei átt við raftækni áður finnst það ekki svo framandi. Þessi einfalda uppfinning er frábært tæki til þess að kynna nemendur fyrir raftækni o g forritun. Dæmi um vinsælt verkefni sem  kennarar hafa notað í kennslu með Makey Makey er að nemendur hanna sjálf tölvuleik og notast við tólið Scratch (sem er sérstakt forrit þar sem hægt er að búa til tölvuleiki á einfaldan hátt) til þess að forrita leikinn. Svo er Makey Makey notað til þess að sjá um stýringar leiksins. Annað vinsælt verkefni er að búa til píanó úr bönunum þar sem hver banani táknar eina nótu á nótnaborði. Svo er hægt að þrýsta á banana og spila lög með þeim [2]. Makey Makey býður upp á alls kyns plön fyrir kennara til þess að nýta í kennslustundum.

Inni á vefsíðunni https://makeymakey.com/  má finna kennsluplön sem henta öllum aldurs stigum og hægt að tengja við ýmsar námsgreinar. Þar eru nákvæmar leiðbeiningar fyrir kennara þar sem þeir fá allar upplýsingar um verkefnið, þau markmið sem verkefnið uppfyllir, allt efni sem þarf að vera til staðar og öll þau skref sem eru tekin til þess að nemandi geti klárað verkefnið [4].

Einnig er í boði samfélagið Makey Makey Labz inni á https://labz.makeymakey.com/. Þar geta kennarar, nemendur og aðrir deilt með öðrum því sem þeir hafa verið að gera með Makey Makey,s séð hvað aðrir eru að gera og fengið þannig hugmyndir að fleiri verkefnum [3]. Það þarf þó ekki að einskorða Makey Makey við kennslu í grunnskólum, því fólk á öllum aldri getur haft gaman af því að búa til sína leiki og forrita stjórntakkana úr hversdagslegum hlutum. 

Á alþjóðlegu skátamóti á Úlfljótsvatni  sumarið 2017 sem var haldið fyrir aldurshópinn 18 –25 var opin smiðja með Makey Makey þar sem fólk fékk að prufa að leika sér með þetta tól, og vakti það mikla  lukku. Það sýnir sig að fólk er aldrei of gamalt til þess að leika sér og það að kynna tækni og forritun fyrir fólki með því að tengja við hversdagslega hluti gerði verkefnin aðgengileg og skemmtileg.  

Höfundur: Drífa Örvarsdóttir nemandi við Háskólann í Reykjavík.

Heimildir:

[1] https://en.wikipedia.org/wiki/Makey_Makey

[2]http://blog.sparkfuneducation.com/top-5-lessons-for-integrating-makey-makey-into-your-curriculum

[3] https://makeymakey.com/education/

[4] https://makeymakey.com/

Skoðað: 1967 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála