Skip to main content
13. september 2018

Kerfi fyrir nemendur í skólum

comp myndÍ skólum landsins eru notuð nokkur kerfi/hugbúnaður fyrir nemendur og foreldra þeirra til að halda utanum verkefni, einkunnir, mætingu og fleira. Þessi kerfi eru misgóð og mismikið notuð eftir skólastigum. Hér verður farið lauslega yfir kerfi sem höfundar hafa fengið að kynnast í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

Kerfi í grunnskóla
Notkun ýmissa kerfa í grunnskólum hefur aukist svo um munar á undanförnum árum. Í grunnskóla vorum við með Mentor kerfið en þar er ekki aðeins hugsað sem kerfi fyrir nemendur heldur einnig fyrir foreldra. Þar geta foreldrar fylgst með árangri barna sinna og fengið upplýsingar frá kennurum. Þegar við vorum í grunnskóla var kerfið ekki mikið notað og ein af ástæðunum var að margir kennarar og foreldrar voru á þeim tíma ekki með nægilega kunnáttu á tæknina. Einnig var vandamál að fáir virtust muna lykilorðin sín og enginn virtist vita hvernig átti að útvega nýtt. Sem betur fer hefur þetta breyst og Mentor er mikið notað. Kerfi eins og Mentor er mun skilvirkari leið fyrir samskipti kennara og foreldra heldur en að barnið fái miða heim sem gleymist svo oft að láta foreldrana fá. Í dag eru kennarar duglegri að setja inn á Mentor og foreldrar duglegri að fylgjast með, sem og nemendur.

Kerfi í framhaldsskóla
Í framhaldsskóla fengum við að kynnast tveim kerfum. Annars vegar var það Moodle og hinsvegar Inna. Moodle var kerfi fyrir nemendur til að skoða og skila verkefnum. Á forsíðunni var dagatal merkt með litum fyrir skiladaga á verkefnum sem var mjög gagnlegt og hjálpaði okkur að halda áætlun og skila verkefnum á réttum tímum. Við tókum eftir því að þeir nemendur sem notuðu Moodle mikið gekk oft betur yfir önnina og enduðu síður á því að eiga mörg óunnin verkefni eftir í lok annar. Inna var meira notað til að birta einkunnir og taka niður mætingu nemenda. Foreldrar hafa aðgang að Innu og geta fylgst með. Á þeim árum sem við vorum í framhaldsskóla notuðum við Inna ekki mikið, helst í byrjun annar til að skoða stundatöfluna og svo í lok annar þegar einkunnir úr prófum voru að koma inn.
Reynsla okkar af þessum kerfum er þó alfarið nokkuð góð og lagði góðan grunn af þeim kerfum sem við notuðum seinna.

Kerfi í háskóla
Í háskóla erum margskonar kerfi, kennslukerfi, gríðarlega mikilvægt og höfum við fengið að kynnast því. Til að byrja með notuðum við kerfi sem heitir Myschool hér í Háskólanum í Reykjavík (HR). Myschool var þægilegt í notkun fyrir okkur nemendurna og frekar einfalt var að læra á það. Þarna komu fram einkunnir, verkefni og nánast allt sem við þurftum til að sinna náminu. Oft heyrðum við þó um hversu erfitt var fyrir kennara að nota kerfið og setja þar inn verkefni og upplýsingar. Því var ákveðið að taka upp nýtt kerfi sem heitir Canvas. Þar komu inn verkefni og verkefnaskil og eftir það er Myschool helst notað til að halda utan um námsferil nemenda og skoða t.d. einkunnir.

Fyrstu vikurnar með þessu nýja Canvas kerfi voru alls engin paradís. Fáir kennarar virtust kunna vel á það og margir nemendur kvörtuðu yfir því að skipt hafi verið um kerfi. En smám saman lærðum við inná nýja hluti og í dag, tæplega ári eftir að Canvas var tekið í notkun er okkar reynsla af því mjög góð. Auðvelt er að skoða áfangana sína og þau verkefni sem þar eru, sækja verkefni og efni frá kennara, skila verkefnum og taka þátt í umræðu. Annar stór kostur sem Canvas hefur yfir Myschool er að hægt er að senda kennurum og nemendum skilaboð í gegnum Canvas. Áður fyrr þurfti að nota tölvupóst sem ekki alltaf skilaði sér eða svar barst mjög seint.

Höfundar: Haukur Ingi Gunnarsson og Kristín Sif Vigfúsdóttir, nemendur í Háskólanum í Reykjavík

mynd fengin hér https://www.pexels.com/photo/computer-monitor-on-table-204611/

 

Skoðað: 1534 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála