englishflag

Verðskrá Ský

Verðskrá Ský 2017

Hægt er að velja um tvær leiðir til að skrá sig í Ský, þ.e. annars vegar á vegum fyrirtækis og hins vegar á eigin vegum. Í báðum tilfellum er félagsaðild skráð á nafn þess einstaklings sem vill verða félagsmaður. Fyrirtæki og stofnanir geta ekki verið félagsmenn. Tekið skal fram að afsláttur á viðburði Ský er tengdur þeim sem greiðir félagsgjald fyrir viðkomandi aðila. Dæmi: Ef aðili er skráður sem einstaklingur í Ský en mætir á viðburð sem fyrirtæki hans greiðir, þá fær fyrirtækið ekki afslátt fyrir hann sem félagsmann. Ef hins vegar aðili er skráður í Ský á vegum síns fyrirtækis/stofnunar, þá fær vinnustaðurinn afslátt þegar viðkomandi sækir viðburði. (Því þurfa starfsmenn sem fyrirtæki greiða fyrir ávallt skrá sig í félagið á vegum fyrirtækis).

Fyrirtækjaaðild:

Flestir félagar í Ský eru skráðir á vegum fyrirtækja og fá fyrirtækin verulegan afslátt af félagsgjöldunum sé um fleiri en tvo starfsmenn að ræða. Þannig borgar fyrsti félagsmaður fullt gjald, næsti hálft gjald og allir eftir það fjórðungsgjald. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi í febrúar ár hvert og félagsgjöld send út fljótlega eftir fundinn. 

Verðskrá ársins 2017:

          Fyrsti félagsmaður kr.    26.000
          Annar félagsmaður kr.    13.000
          Þriðji félagsmaður og aðrir eftir það kr.     6.500

Félagsgjald einstaklinga:

Þeir sem skrá sig í félagið og eru EKKI á vegum fyrirtækja geta skráð sig sem einstaklinga í félagið (þannig uppfyllum við óskir um að vera í félaginu þó vinnuveitandi vilji ekki greiða félagsgjald).

           Einstaklingsaðild: kr.  6.500
           Aðilar utan vinnumarkaðar: kr.        0

Aðilar utan vinnumarkaðar fá frítt í Ský s.s. eldri borgarar, atvinnuleitendur og námsmenn fullu í lánhæfu námi (þurfa að sýna fram á að þeir séu í námi og einnig hvenær áætlað er að því ljúki). Þetta er gert til að koma til móts við þá sem eru ekki á vinnumarkaðinum en vilja taka þátt í starfi Ský.

Klippikort

Einnig er hægt að kaupa "klippikort" sem gilda á morgunverðar- og hádegisfundi Ský í einn vetur.
Um er að ræða 10 skipta kort sem fyrirtækin kaupa fyrirfram og ráða síðan hvaða starfsmenn nýta kortið hverju sinni. Þetta er gert til að koma á móts við þær óskir að geta sent hvaða starfsmann sem er og fá afslátt þó viðkomandi starfsmaður sé ekki félagi í Ský. 

Kortið gildir til 1. júlí 2018 en eftir það fyrnast ónotuð skipti. 
Kortið kostar 79.000 kr. veturinn 2017-2018.                                                            

Ráðstefnugjöld og námskeiðsgjöld

Skv. auglýsingu hverju sinni en miða að því að hafa þau sem lægst hverju sinni.  
Einu afsláttarkjörin sem bjóðast eru að félagsmenn fá ódýrara á viðburði en þeir sem ekki eru félagar í Ský.

Aðeins fundar-/ráðstefnustjóri, fyrirlesarar og undirbúningsnefnd fá frítt inn á ráðstefnur.