Skip to main content

Framtíð upplýsingaöryggis

Hvað ert þú að gera til að undirbúa næsta ár?

Það er nauðsynlegt að vera á tánum þegar það kemur að upplýsingaöryggi. Árásaraðilar eru í stöðugri framþróun og því þurfa varnaraðilar að vera það líka. Á þessum hádegisverðarfundi fáum við að heyra sýn nokkurra aðila af ýmsum sviðum upplýsingaöryggis á það hvaða breytingar eru framundan og hvernig við getum undirbúið okkur fyrir næsta ár.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

Bjarki Thor Sighvatsson
12:20   Framfarastökk í tækni og áhrif þeirra á netöryggi
Árásaraðilar nýta sér tækniframfarir ekki síður en aðrir. Nýlegar árásir bera þess merki að framfarir og aðgengi að gervigreindartólum sé engin undantekning á því.
Bjarki Þór Sigvarðsson, CERT-IS
Knutur Otterstedt
12:40   Bjartari framtíð í öryggismálum?
Stiklað á stóru varðandi nánustu framtíð upplýsingaöryggis, hvaða ógnir leynast bakvið hornið og hvort þær séu fráburgðnar ógnum fyrri ára. Hvert er öryggisheimurinn að stefna og hvaða merkingu hefur það fyrir okkur?
Knútur Birgir Otterstedt, Íslensk Erfðagreining
Unnur Kristin Sveinbjarnardottir
13:00   NIS-2  
Fjallað í stuttu máli um áherslur ESB þegar kemur að NIS-2, helstu breytingar sem nýja netöryggistilskipunin kveður á um, áhrif á mikilvæga innviði m.t.t. lágmarkskrafna um gæði stjórnskipulag netöryggis.
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, Fjarskiptastofa
Dadi Gunnarsson
13:20   Horfur netöryggis
Staða aðgerðaáætlunarinnar í netöryggi kynnt ásamt samstarfsvettvangi fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi.
Daði Gunnarsson, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

13:40   Pallborðsumræður

14:00   Fundarslit

Horn Valdimarsdottir
Fundarstjóri: Hörn Valdimarsdóttir, Syndis

20231025 121008
20231025 121017
20231025 121037
20231025 121122
20231025 121131
20231025 121141
20231025 134056
20231025 134643
20231025 135642

  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Bakaður þorskur með kryddskel, blönduðu grænmeti, kartöflusmælki og hvítvínssósu
    Vegan: Bakaðar beður, pistasíur, granat epli, sellerírótarmauk og stökk svartrót
    Kaffi/te og sætindi á eftir