Skip to main content

Eru Íslendingar tilbúnir?

Næstu kynslóðar net: Eru Íslendingar tilbúnir?
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel
föstudaginn 30. maí kl. 12 - 14


Fjarskiptanet eru í vaxandi mæli mikilvæg í tengslum við alla þætti atvinnulífsins og þjóðfélagsins í heild. Þróun viðskipta byggir mjög á upplýsinga- og fjarskiptatækni og nýting upplýsingatækni í viðskiptum fer hratt vaxandi. Þörfin fyrir hnökralaus samskipti milli aðila er mikil og krafa almennra neytenda um hraða og áreiðanleika fer einnig sífellt vaxandi.  Fjarskiptanetin eru að verða einn mikilvægasti þáttur nýsköpunar, hagvaxtar og félagslegrar velferðar.

Fjarskiptatækni er í sífelldri þróun og nú er talað um Next Generations Networks (NGN) eða næstu kynslóð neta. Næsta kynslóð neta felur m.a. í sér frekari ljósleiðaravæðingu og frekari uppbyggingu þráðlausra háhraða neta. Á þessum hádegisverðarfundi verður reynt að varpa ljósi á næstu kynslóð aðgangs neta og verður leitast við að fá svör við eftirfarandi spurningum
•    Hvaða tækni liggur að baki NGN?
•    Hvaða nýja þjónusta kallar á uppfærslu neta?
•    Er mikil eftirspurn eftir háhraða gagnaflutningi?
•    Mun breyting sem næsta kynslóð neta hefur hafa áhrif á samkeppni á fjarskiptamarkaðinum:
•    Hvernig er uppbygging á  á Íslandi samanborið við önnur lönd m.t.t. NGN?
•    Verður mismunur á þeirri tækni sem notuð verður í þéttbýli annarsvegar og dreifbýli hinsvegar?

Dagsskrá:

12:00    
Skráning fundargesta
12:15 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:40 NGN í Evrópu - Þorleifur Jónasson, Póst- og Fjarskiptastofnun sjá glærur
12:50 Ljósið heim - Halldór Guðmundsson, Mílu sjá glærur
13:05 Ljósleiðaranet Gagnaveitunnar - Birgir Rafn Þráinsson, FTTB/FTT sjá glærur
13:20 NGN í dreifbýli - Magnús Hauksson frá Mannvit sjá glærur
13:35 Umræður
13:50 Fundi slitið

 Undirbúningsnefnd skipa: Bjarni Sigurðsson, Magnús Hafliðason og Sæmundur Þorsteinsson

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 6.900 kr.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553-2460.IMG 1264
IMG 1265
IMG 1266
IMG 1267
IMG 1268
IMG 1269
IMG 1270
IMG 1271

  • 30. maí 2008