Skip to main content

Hvað er spunnið í opinbera vefi?

 Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009 ?

 Staður og stund:  Grand Hótel þannn 16. desember kl. 12 - 14


 

 

Forsætisráðuneytið hefur látið gera úttekt á vefjum hátt í þrjúhundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið Sjá ehf. framkvæmdi úttektina og er þetta í þriðja sinn sem slík úttekt er gerð. Markmiðið með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Kynntar verða helstu niðurstöður úttektarinnar.

Einnig verður fjallað um nýja könnun Evrópusambandsins og stöðu Íslands í evrópskum samanburði.

Að lokum verður sagt frá átaki sem skilaði vefjum stjórnarráðsins umtalsverðum árangri í könnuninni.

              Dagskrá

12:00       Skráning þátttakenda

12:15        Fundur settur, hádegisverður borinn fram
    
             Eggert Ólafsson, rekstrarstjóri hjá Reykjavíkurborg

12:30       Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009?Framkvæmd könnunar og niðurstöður
                
Jóhanna Símonardóttir og Áslaug Friðriksdóttir, Sjá ehf

13:15       Framboð á rafrænni opinberri þjónustu í Evrópu, könnun ESB/CapGemini
                
Halla Björg Baldursdóttir, verkefnastjóri í rafrænni stjórnsýslu í forsætisráðuneyti

13:30      Hvernig má bæta opinbera vefi? Átak sem skilar árangri
             
   Björn Sigurðsson, vefstjóri stjórnarráðsins í forsætisráðuneyti

13:40      Umræður og spurningar

14:00      Fundið slitið

 

Matseðill : Pönnusteikt keila í möndluhjúp með hvítvínssósu, kaffi og konfekt

Fundarstjóri: Eggert Ólafsson

Undirbúningur: Forsætisráðuneytið og Sjá ehf

 

 

 

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  6.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema á eigin vegum í Ský gegn framvísun skólaskírteinis er 3.000 kr.

 

   • 16. desember 2009