Skip to main content

Skrifstofa framtíðarinnar

Jólaráðstefna Ský á Grand hóteli
miðvikudaginn 14. desember kl. 12 – 14

"Skrifstofa framtíðarinnar"

Framtíðin er að koma með nýjan hugbúnað, nýjar kröfur og  nýja möguleika. Samkeppnin stoppar aldrei og upplýsingatækni skapar forskot á þessum áratug. Getur starfsmaðurinn alltaf verið í vinnunni eða ætlar fyrirtækið að missa af fjölmörgum möguleikum á að nýta starfsmanninn betur?

Á þessari ráðstefnu verður fjallað um hvað er að koma í heimi hugbúnaðar og tækjabúnaðar, þar á meðal 4. kynslóð farsíma og Windows 8.  Hvernig geta fyrirtækin tekið næstu skref í upplýsingabyltingunni sem aldrei stoppar?

Ráðstefnan er fyrir millistjórnendur og þá sem koma að ákvarðanatöku í innviðum UT-kerfa auk annarra starfsmanna sem áhuga hafa á að fylgjast með framþróun á þessu sviði. 

Dagskrá

11:50-12:05   Afhending ráðstefnugagna   

12:05-12:20   Fundur settur - hádegisverður borinn fram
                            Friðrik Þór Snorrason, Reiknistofu bankanna

12:20-12:40   Upplýsingar í lófanum
                            Þóra Gylfadóttir, Háskólinn í Reykjavík

12:40-13:15   Skrifstofan í skýjunum - Office 365 
                            Guðmundur Freyr Ómarsson, Microsoft

13:15-13:35   4G - Netmöguleikar framtíðarinnar
                            Harald Pétursson, Nova

13:35- 13:55  Windows 8 á spjaldtölvu
                            Þórir Gunnarsson, CCP

14;00               Fundarlok

Fundarstjóri:  Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna

Undirbúningsnefnd:  Bjarni Sigurðsson hjá Póst- og fjarskiptastofnun og Sigurður Friðrik Pétursson hjá Microsoft Íslandi.

Matseðill:  Fylltar kalkúnaabringur með salvíu og kampavínssósu, sætar kartöflur og trönuberjacompot.  Kaffi/te og konfekt.

Verð fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar:  3.000 kr.  • 14. desember 2011