Skip to main content

Aðalfundur Ský

Aðalfundur Ský verður haldin

fimmtudaginn 28. febrúar kl. 16:30 að Engjateigi 9, kjallara

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir að hafa samband í gegnum sky@sky.is sem fyrst.

 Fundurinn er opinn öllum skráðum félögum í Ský 

Ekki þarf að skrá sig á fundinn fyrirfram – bara mæta

Twitter: @SkyIceland #AdalSky

 

Fyrir fundinum liggur breytingatillaga á  9. grein laga félagsins:

Greinin hljóðar svo í núgildandi lögum:
9. Aðalfundur
Aðalfund skal halda eigi síðar en 28. febrúar ár hvert og skal boða hann bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með 14 daga fyrirvara. 

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrslur nefnda og starfshópa
3. Reikningar félagsins
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Stjórnarkjör
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Nefndakjör
9. Önnur mál

Kosið skal skriflega sé þess óskað. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað.

Ástæður breytingatillagna eru tvær, annars vegar nýsamþykkt ferli í kringum heiðursfélaga Ský (hér er hægt að sjá vinnuferlið) og hins vegar að þar sem flestir faghópar Ský halda ekki lengur sér aðalfund heldur kjósa nýja stjórn faghóps á aðalfundi Ský er gott að hafa það formlega á dagskrá aðalfundar og um leið og skýrsla nefnda og faghópa er á dagskrá.

Lagt er til að grein 9 í samþykktum félagsins verði breytt sem hér segir:

Liður 2 á dagskrá aðalfundar breytist í „Heiðursfélagar“ og liður 8 breytist í „Skýrslur og kjör nefnda og starfshópa“.

Þá liti grein 9 svona út eftir breytingar:

9. Aðalfundur
Aðalfund skal halda eigi síðar en 28. febrúar ár hvert og skal boða hann bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með 14 daga fyrirvara. 

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Heiðursfélagar
3. Reikningar félagsins
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Stjórnarkjör
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Skýrslur og kjör nefnda og starfshópa
9. Önnur mál

Kosið skal skriflega sé þess óskað. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað.

 


AdalSky01
AdalSky02
AdalSky03
AdalSky04
AdalSky05
AdalSky06
AdalSky07
AdalSky08
AdalSky09
AdalSky10
AdalSky11
AdalSky12
AdalSky13
AdalSky14
AdalSky15
AdalSky16
AdalSky17
AdalSky18
AdalSky19
AdalSky20
AdalSky21
AdalSky22
AdalSky23
AdalSky24
AdalSky25
AdalSky26
AdalSky27
AdalSky28
AdalSky29
AdalSky30
AdalSky31
AdalSky32
AdalSky33
AdalSky34
AdalSky35
AdalSky36
AdalSky37

  • 28. febrúar 2013