Skip to main content

Starf vefstjórans

Hádegisverðarfundur þann 13. mars
á Grand hóteli kl. 12 - 14

"Starf vefstjórans - reynslusögur"

Twitter: @SkyIceland #StarfVef

Faghópur um vefstjórnun efnir til hádegisfundar um starf vefstjórans. Við fáum reynslusögur frá nokkrum vefstjórnendum þar sem þeir fara yfir helstu þætti í sínu starfi og segja frá áhugaverðum verkefnum sem þeir vinna að.

Allir sem starfa við við vefstjórn þekkja hvað starfið er yfirgripsmikið. Vefstjóri þarf að kunna skil á ótrúlegustu hlutum, halda mörgum boltum á lofti og vera einkar lipur í samskiptum við marga sérfræðinga.

  • Hvernig fara þessir vefstjórar að?
  • Er til venjulegur dagur í lífi vefstjórans?
  • Hvaða lærdóma hafa þeir dregið?

Svör við þessum spurningum og fleirum fást á spennandi hádegisfundi.

Dagskrá:

11:50-12:00 Húsið opnar - gögn afhent

12:05-12:20 Fundur settur - hádegisverður borinn fram

12:20-12:40 Björn Sigurðsson, vefstjóri stjórnarráðsins

12:40-13:00 Steinunn Jónasdóttir, vefstjóri Háskólans í Reykjavík

13:00-13:20 Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður hjá Landsbankanum

13:20-13:40Vignir Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Blue Lagoon

13:40-14:00 Soffía Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri mbl.is

14:00 Fundi slitið

Fundarstjóri: Díana Dögg Víglundsdóttir, vefstjóri Háskóla Íslands

Undirbúningsnefnd: Fyrir hönd stjórnar faghóps Ský um vefstjórnun: Sigurjón Ólafsson - Íslandsbanka, Einar H. Reynis - Símanum, Heiða Gunnarsdóttir - Advania og Díana Dögg Víglundsdóttir - Háskóla Íslands.

Matseðill: Þorskhnakki með tómat grænmetis -risotto , hvítlaukur olífur og tómat gremolada
Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr

 


20130313 123853
20130313 123903
20130313 123918
20130313 132120
20130313 132126
StarfVef1
StarfVef2
StarfVef3
StarfVef4
StarfVef5
StarfVef6

  • 13. mars 2013