Skip to main content

Málþing um forritunarkennslu í grunnskólum

Málþing um forritunarkennslu í grunnskólum
stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík
26. apríl kl. 16:30 - 18:30

“Forritun - Tækifæri til þátttöku”

Twitter: @SkyIceland #ForritunIGrunnskola

Hér er að finna upptöku af málþinginu

Forritun og rökhugsun hefur verið skilgreind sem grundvallarþekking á 21 öldinni, ekki aðeins fyrir tölvunarfræðinga heldur fyrir okkur öll. Á málþinginu munum við ræða um hvernig skólakerfið getur undirbúið framtíðarkynslóð okkar í að nýta tækni framtíðarinnar með kennslu í forritun.

Markhópur málþingsins eru kennarar og aðrir velunnarar grunnskólanna. Málþingið verður aðgengilegt í fjarfundi. Það verður frítt inn en allir verða að skrá sig á viðburðinn á vef Ský. Að málþingi loknu verður opið sýningarsvæði, þar sem nokkrir aðilar sem standa að viðburðum er tengjast forritun og gagnrýnni hugsun fyrir grunnskólanemendur verða með kynningarefni.

Forritun og rökhugsun hefur verið skilgreind sem grundvallarþekking á 21 öldinni, ekki aðeins fyrir tölvunarfræðinga heldur fyrir okkur öll. Á málþinginu munum við ræða um hvernig skólakerfið getur undirbúið framtíðarkynslóð okkar í að nýta tækni framtíðarinnar með kennslu í forritun.

Markhópur málþingsins eru kennarar og aðrir velunnarar grunnskólanna. Málþingið verður aðgengilegt í fjarfundi. Það verður frítt inn en allir verða að skrá sig á viðburðinn á vef Ský. Að málþingi loknu verður opið sýningarsvæði, þar sem nokkrir aðilar sem standa að viðburðum er tengjast forritun og gagnrýnni hugsun fyrir grunnskólanemendur verða með kynningarefni.

Dagskrá:

16:30 - 16:35  Opnun málþings og nokkur orð frá fundarstjóra

16:35 - 16: 50  Rökhugsun og kennsla í forritun - Hvert stefnum við ?
                         Arnór Guðmundsson, Menntamálstofnun

16:50-17:30    Örkynningar

 • 16:50-17:00 Skrefinu lengra
  Guðmundur Ásmundsson, Skólastjóri Kópavogsskóla

 • 17:05-17:15 -Skapandi verkefni í forritunarkennslu
  Elínborg Anna Siggeirsdóttir, Formaður 3F, Hörðuvallarskóli

 • 17:20-17:30 Hvað viljum við gera í forritunarkennslu
  Elísabet Benónýsdóttir, Hofstaðaskóli

17-30-17:45  Tækni framtíðarinnar – nemendur læra forritun!
                       Vignir Örn Guðmundsson, Radiant games

17:45-18:10  Örkynningar

 • 17-45-18:55 Forritarar framtíðarinnar - Bolungarvík - fellur niður

 • 18:00-18:10 Fræðslustefna í menntun í upplýsingatækni leikskóli/grunnskóli og framhaldsskóli
  Margrét Halldórsdóttir, Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar

18:15-18:30  Viðburðardagatal grunnskólanna 
                       Sigdís Ágústsdóttir, Háskóli Íslands

18:30 Lok málþings

Að loknu málþingi verða tengiliðir viðburðanna sem rætt verður um í fyrirlestri Sigdísar fyrir framan stofuna með kynningarefni. Þar á meðal eru aðilar sem koma til með að kynna Bebras, Lego, Code week, Hour of code, Forritarar framtíðarinnar, Forritunarkeppni grunnskóla, Forritunarbúðir, Steplur og tækni og að lokum viðburðinn Snjallari saman.

Fundarstjóri: Áslaug Eiríksdóttir, Azazo

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský menntun, fræðslu og fræðistörf í UT. Sigrún Gunnarsdóttir, Sigdís Ágústsdóttir, Hallgrímur Arnalds, Ólafur Sólimann og Rakel Sölvadóttir

FRÍTT INN FYRIR ALLA EN FÓLK BEÐIÐ AÐ SKRÁ SIG FYRIRFRAM Í GEGNUM SKRÁNINGARFORM. • 26. apríl 2016