Skip to main content

Ljósleiðarinn

Hádegisfundur á Grand hóteli 
18. maí kl. 12-14

“Ljóstengt ísland - fyrirmynd annarra þjóða

Twitter: @SkyIceland #Ljosleidari

Fjarskiptafyrirtækin hafa byggt upp ljósleiðaranet á þéttbýlustu svæðum landsins auk neta sem sveitarfélög og orkufyrirtæki hafa byggt. Ennþá eru nokkur svæði og staðir án ljósleiðara. Mun nýlegur samningur ríkisstjórnarinnar við 14 sveitarfélög duga til að koma ljósleiðaravæðingu landsbyggðarinnar í gang fyrir alvöru? Ef ekki, hvað þarf til að svo verði? Von er til þess að framtak ríkistjórnarinnar næstu misserin muni færa landið skrefi nær því að komast í fremstu röð í uppbyggingu ljósleiðaraneta.

Til þess að fá betri yfirsýn yfir uppbyggingu fjarskiptaneta hér á landi mun vel valinn hópur fjarskiptasérfræðinga og þingmaður, sem jafnframt er formaður fjarskiptasjóðs, fara yfir stöðuna á ljósleiðaravæðingu landsins. Fjallað verður um núverandi uppbyggingu og aðkomu ríkis- og sveitarfélaga að henni. Einnig gæða- og öryggismál farskiptainnviða og áætlanir næstu ára.

Fyrirlestrarnir eru ætlaðir öllum þeim sem áhuga hafa á ljósleiðaravæðingu landsins, fagfólki, leikmönnum, alþingismönnum, sveitarstjórnarfólki, sem og öðrum sem hafa hagsmuna að gæta.

Dagskrá:

11:50-12:05     Afhending fundargagna

12:05-12:20     Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40     Snjalla Ísland fyrirmynd annarra þjóða
                          Haraldur Benediktsson, þingmaður og formaður  Fjarskiptasjóðs

12:40-13:00     Ljósleiðarinn og snjallt Ísland
                          Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur

13:00-13:20     Ljósleiðaranet Mílu - nútíð og framtíð
                          Kristinn I. Ásgeirsson, forstöðumaður Aðgangskerfa hjá Mílu

13:20-13:40     Ljósleiðari á Eyjafjarðarsvæðinu, framkvæmdir og samfélagsleg ábyrgð
                          Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengir á Akureyri

13:40-14:00     Öryggis og gæðamál ljósleiðaraframkvæmda
                          Guðmundur Gunnarsson, gæðastjórn og viðskiptaþróun hjá Rafal

14:00               Samantekt og fundarslit fundarstjóra

Fundarstjóri: Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um fjarskiptamál.

Matseðill: Pönnusteikt langa á kryddjurtarisotto hollandaise sósu sæt súru grænmetisstrimlum. Konfekt / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.


20160518 122549
20160518 124121
20160518 124146 001
20160518 124154
20160518 124159
20160518 124216
20160518 124258

  • 18. maí 2016