Skip to main content

Tæknin nýtt við tengingu heimila og heilbrigðiskerfis

Hádegisfundur á Grand hóteli 
31. ágúst kl. 12 - 13:45 

“Tæknin nýtt við tengingu heimila og heilbrigðiskerfis ”
Twitter: @SkyIceland #SkyIThealth

Þær áskoranir sem heilbrigðiskerfi nútímans standa frammi fyrir tengjast oft kostnaðaraðhaldi, flóknara umhverfi ásamt samhliða kröfum um enn betri þjónustu. Þessi hádegisfundur mun ræða þá möguleika sem nútímatækni býður til að tengja betur heimili sjúklinga við þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda frá heilbrigðiskerfinu. Fyrirlesarar að þessu sinni munu ræða þörfina fyrir þessar lausnir og jafnframt lýsa lausnum sem nú þegar eru í gangi með góðum árangri.

Allir sem hafa áhuga á tækni og heilbrigðismálum ættu að mæta á þennan fund. Sérstök athygli er vakin á þeim sem eru að spá í hvernig best megi lækka kostnað, án þess að skerða þjónustu.

Dagskrá:

11:50-12:05   Afhending gagna

12:05-12:20   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40   Upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu út frá þörfum notenda
                        Daníel Ásgeirsson, TM Software

12:40-13:00   Heilarit á tölvuskýi
                        Garðar Þorvarðsson, Kvikna

13:00-13:20   Fjarvöktun gangráða, bjargráða og ígræddra Holtera
                        Guðlaug Margrét Jónsdóttir, Hjartagáttin LSH

13:20-13:40   Umræður

13:45              Fundarslit

Fundarstjóri: Ingvar Hjálmarsson, Nox Medical
Undirbúningsnefnd:  Faghópurinn Fókus
Matseðill: Þorskhnakki með spínati og fetaosti mað basilssósu. Bakað grænmeti og kartöflumauk. Konfekt / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.


20160831 132344
20160831 132359
20160831 132408
20160831 132416
20160831 132426

  • 31. ágúst 2016