Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefnan

Hugbúnaðarráðstefnan á Grand hóteli
8. nóv.  kl. 13 - 16

“Áskoranir frumkvöðla”

Twitter: @SkyIceland #HugbRadst

Hugbúnaðarráðstefnan í ár verður helguð frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðargeiranum. Sagðar verða reynslusögur og fáum við innsýn frá þeim sem eru ný lagðir af stað ásamt þeim sem lengra eru komnir. Fjallað verður um þær áskoranir sem frumkvöðlar, sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki með áherslu á nýsköpun standa frammi fyrir. Hvetjum alla sem hafa áhuga á nýsköpun og/eða hugbúnaðargerð til að koma og taka þátt í hugbúnaðarráðsefnunni í ár.

Dagskrá:

12: 45   Afhending gagna

13:00   Opnun
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

13:10   Af hverju ættu notendur að elska þig?
Hvernig stýrikerfi heilans og líffræðileg virkni eru risa breytur í allri þjónustu.
Tryggvi Hjaltason – CCP

13:30   Puti í landi Gúllívera
Á nýr vafri séns innan um risana?
Arnar Ástvaldsson - Vivaldi

13:50  Framtíð leikskólakerfa
Lausn sem einfaldar samskipti milli starfsmanna og foreldra krakka í leikskólum landsins. Díana fer yfir þróunarferlið og hvað Karellen hefur lært á leiðinni.
Díana Dögg Víglundsdóttir- Karellen

14:10 Áskoranir í vöruþróun á 21. öldinni
Stiklað á stóru varđandi áskoranir sem Controlant hefur tekist á við frá stofnun, með sérstaka áherslu á áskoranir í vöruþróun á tímum þar sem forsendur breytast hratt.
Erlingur Brynjulfsson - Controlant

14:30   Kaffihlé

14:50   Frá hugmynd að veruleika
Frá hugmynd, að þróun, fjármagni og lengra. Kynning á þróun og ferli samfélagsmiðils í heimi íþróttaveðmála.
Sigurjón Jónsson - TipsterTube

15:10   Það sem ég vildi að einhver hefði sagt mér
Eftir að hafa unnið í hugbúnaðargerð seinustu 10 árin og megnið af þeim tíma í startup fyrirtækjum, ætlar Andri að fjalla um þau atriði sem hann vildi að einhver hefði sagt sér þegar hann var að byrja sitt fyrsta “startup”.
Andri Birgisson - Ghostlamp

15:30   AI og Machine learning
Hvernig nýtir OZ nýsköpun. Nálgun á  AI og Machine Learning ásamt Computer Vision til að auka gæðin á beinar útsendingu á íþróttaviðburðum eins og fótbolta eða handbolta.
Guðjón Már Guðjónsson - OZ

15:50    Fyrirspurnir

16:00    Ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri: Salóme Guðmundsdóttir, Icelandic Startups

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð; Halldór Áskell Stefánsson - Premis, Ágúst Þór Guðmundsson - Advania, Gunnar Steinn Magnússon - Expectus

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 10.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar og sprotafyrirtækja yngri en 5 ára: 8.000 kr.


20171108 130556
20171108 134000
20171108 135809
20171108 144656
20171108 144715
20171108 144726
20171108 144739

  • 8. nóvember 2017