Skip to main content

Þróun og breytingar í rekstri upplýsingatækni

Hádegisfundur á Grand hóteli
31. október  kl. 12-14


Þróun og breytingar í rekstri upplýsingatækni

Twitter: @SkyIceland #UTrekstur

Ör þróun og breytingar eru einkenni í upplýsingatækni. Við snertum á því hvernig fyrirtæki hafa nálgast og nýtt sér þessa breytingar til góðs með aukinni nýtingu á upplýsingatæki, mannauði og þeim gögnum sem ertu til innan fyrirtækja.

Alla sem hafa áhuga á því hvernig takast á við örar breytingar í rekstri upplýsingatækni.

Dagskrá:

11:50-12:05       Afhending gagna

12:05-12:20      Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:50      IoT-væðing lyfjageirans
Notkun á skýjaþjónustum og IoT tækni hefur aukist hratt undanfarin ár og í mörgum geirum hafa orðið til ótalmörg tækifæri til að skapa verðmæti og minnka sóun með notkun á slíkri tækni. Farið verður yfir þau tækifæri sem blasa við í lyfjageiranum og þær áskoranir sem felast í því að bjóða upp á slíkar lausnir í kröfuhörðu umhverfi geirans.
Erlingur Brynjúlfsson, Controlant

12:50-13:20      Að færa sig ofar í rekstrarkeðjunni með einföldum lausnum
Farið verður yfir þær lausnir sem Össur hefur valið að nota til að einfalda rekstur á sínu tölvuumhverfi. Og hvað gert hefur verið til nýta þann mannauð sem fyrirtækið býr yfir um allan heim.
Einar Dagfinnur Klemensson, Össur

13:20-13:50      Fyrirlitning og eftirsjá
Gögn flæða allt í kringum okkur og, án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því, erum við að nota þau eða búa þau til. Vegna þessa er meðhöndlun, umsjón og öryggi gagna sívaxandi þáttur í lífi einstaklinga og starfsemi fyrirtækja. Farið verður í atriði sem snúa að rekstri gagnagrunnskerfa og tengingu þeirra við raunveruleikann, mismunandi þarfir og sjónarhorn þegar kemur að gögnum.
Guðmundur Jósepsson, Miracle

14:00                 Fundarslit

Fundarstjóri: Kristín Halla Hannesdóttir, Íslandsbanka

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um rekstur tölvukerfa

Matseðill: Kryddhjúpuð kalkúnabringa með beikon kartöflumús, blönduðu grænmeti og rósmarín sósu. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Verð fyrir félagsmenn Ský:   6.400 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 10.500 kr.


20181031 134426
20181031 134439

  • 31. október 2018