Skip to main content

Aðalfundur Öldungadeildar

Fundur

Félagsfundur

 

Aðalfundur Öldungadeildar Ský 2022

föstudaginn 18. febrúar kl. 13:00
 

Aðalfundur ödungadeildar Ský 2022 verður haldinn föstudaginn 18. febrúar og er opinn skráðum félagsmönnum í Öldungadeild Ský.

Félagsmenn þurfa að skrá sig til fundar með því að senda tölvupóst á sky@sky.is með nafni, kennitölu og netfangi.
Skráningar þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 17. febrúar 2022.

Hvetjum áhugasama til að gefa kost á sér í Öldungaráð (stjórn Öldungadeildar).

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum Öldungadeildarinnar:
„3. gr. Halda skal að minnsta kosti einn almennan fund árlega, í tæka tíð fyrir aðalfund SKÝ.
Kallast hann skýrslufundur og hefur á dagskrá tvo fasta liði auk annnarra mála, frágang skýrslu til stjórnar SKÝ og stjórnarkjör. 
Stjórnin nefnist öldungaráð og er kosin til eins árs í senn. Öldungaráð skipa 5 menn, formaður og fjórir meðstjórnendur, sem skipta með sér verkum eftir þörfum.“

Nánari upplýsingar um Öldungadeildina er að finna hér á vef Ský.

Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru félagar í öldungadeildinni hvattir að mæta til að sýna sig og sjá aðra.

Ef gildandi sóttvarnarreglur á þessum tíma gefa ekki svigrúm til að funda í eigin persónu þá verður aðalfundinum breytt í fjarfund og verða þá send út fundarboð á þá sem eru skráðir.


20220218 140011
20220218 140018
20220218 140033

  • 18. febrúar 2022