Skip to main content

Stafræn sjálfbærni

Þarf stafræna liðið að pæla í sjálfbærni?
Hvernig mætast þessi tveir heimar og getum við gert betur?

Litið hefur verið á stafrænar lausnir sem svar við vanda tengdum sjálfbærni. Við spörum pappír, minna skutl með umsóknir og fylgigögn, vinnum í skýinu, fjarfundir, o.s.frv. En sjálfbærni er meira en kolefnisfótspor og „flokkum og skilum“.
Við hönnun stafrænna lausna hefur fókusinn verið á notandann og viðskiptin en ekki á sjálfbærni lausnanna eða hvernig þær vinna með (eða gegn) t.d. heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Á þessum fundi verður reynt að svara hvað stafræn sjálfbærni er, hvernig upplýsingatæknin getur lagt sitt á vogarskálarnar sérstaklega þegar litið er til heimsmarkmiðanna.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Thorsten Jonas
12:20   Sustainable UX - How UX can (hopefully) save the world
Þarfir og afleiðingar: Að draga fram neikvæð áhrif í hönnunarferli.
Thorsten Jonas, Sustainable UX, AI & Innovation Consultant
HafdisHannaAegisdottir
12:40   Um hvað snýst þessi sjálfbærni?
Erindið fjallar um sjálfbærni og mikilvægi hennar í síbreytilegum heimi. Tekin verða dæmi um sjálfbærni í tengslum við upplýsingatækni.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands
ArndisThorarensen
13:00   Stafrænar og sjálfbærar lausnir morgundagins
Stafræn þróun stuðlar að sjálfbærni í eðli sínu. Það er augljóst að stafræn lausn sem eykur hagkvæmni, sparar flutning milli staða og tilheyrandi vinnuafl stuðlar að sjálfbærni. Það sparar orku og tíma og sýnt hefur verið fram á að stafrænar lausnir stuðli að jafnræði. Einfalt, ekki satt?
Arndís Thorarensen, Júní
Eggert Benedikt Guðmundsson
13:20   Stofnun Sjálfbærs Íslands og fyrstu verkefnin – Stefnumótun og landrýniskýrsla
Við reynum öll að stuðla að sjálfbærri þróun og vinna að heimsmarkmiðum SÞ. En hvernig getum við best samræmt okkar vinnu og hraðað árangri? Sjálfbært Ísland er samstarfsvettvangur stjórnvalda, vinnumarkaðar og félagasamtaka, sem reynir að svara þessari spurningu.
Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Stefán Hrafn Hagalín

20240306 115031
20240306 123417
20240306 123429
20240306 124835
20240306 132154
20240306 132212
20240306 132231
20240306 132354
20240306 135245
20240306 135251
20240306 135548
20240306 135600
20240306 135649
20240306 135730  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Kjúklingabringa, bankabygg, árstíðarbundið grænmeti og sveppasósa
    Vegan: Bakað „butternut“ grasker ásamt blönduðu grænmeti, granatepli og gláa