Myndasafn
![]()
Vélasalur Tölvudeildar Landsbankans um 1980. Útstöð, prentari, miðeining. Við útstöðina situr Erna Jónsdóttir.
Reiknistofnun Háskólans
![]()
Þórhallur M. Einarsson tæknimaður hjá IBM t.v. og Helgi Sigvaldason fylgjast með þegar tekið er utan af 1620 tölvu Raunvísindastofnunar árið 1964. Þessi tölva markar upphaf tölvualdar á Íslandi. (Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla Íslands)
![]()
Þórhallur M. Einarsson tæknimaður hjá IBM, Ragnar Ingimarsson verkfræðingur, Helgi Sigvaldason verkfræðingur, Oddur Benediktsson verkfræðingur og Magnús Magnússon prófessor við rafreikninn sem kominn er á sinn stað í Raunvísindastofnun í desember 1964. (Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla Íslands)
Skýrsluvélar
![]()
Áki Pétursson (1913-1970) að störfum á Tjarnargötuárum, 1952-1958, Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar. (Óttar Kjartansson)
![]()
Í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar á Tjarnargötuárunun (1952-1957). Guðmundur Sveinsson (t.v.) og Óttar Kjartansson standa við röðunarvél, IBM 080. Nær á myndinni er samraðari IBM 077. Líkast til er það Hilmar H. Grímsson, innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem snýr baki í myndavélina. (Mynd úr fórum Óttars Kjartanssonar)
![]()
Í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar 1961. Þekkja má frá vinstri talið: Jón Zophoníasson, Magnús Sigurðsson, Jóhann Gunnarsson, Ebenezer Þ. S. Sturluson og Bjarna P. Jónasson forstjóra. (Óttar Kjartansson)