Skip to main content

UT-verðlaun Ský

Upplýsingatækniverðlaun Ský

UT-verðlaunin eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.
Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2010.

Kallað er eftir tilnefningum og geta allir sent inn tillögur en hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu í hverjum flokki og skulu tilnefningar vera rökstuddar í texta (ekki setja tengla hingað og þangað). 

SENDA TILNEFNINGU

Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Til viðbótar við UT-verðlaunin eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum fyrir afrek síðasta árs:
          UT-Sprotinn
          UT-Stafræna opinbera þjónustan
          UT-Stafræna almenna þjónustan
          UT-Fyrirtækið í flokki stærri fyrirtækja > 50 starfsmenn
          UT-Fyrirtækið í flokki minni fyrirtækja < 50 starfsmenn
          UT-Fjölbreytileika fyrirmynd

Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Valnefnd samanstendur af tveimur síðustu UT-verðlaunahöfum, fulltrúum háskóla, fulltrúa stjórnar Ský ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský. Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar.

Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Hægt er að senda inn tilnefningar hvenær sem er á netfangið sky@sky.is

Yfirlit yfir verðlaunahafa

DiversIT

DiversIT sáttmálinn

DiversIT sáttmálinn er átak í allri Evrópu um að setja sér markmið og vinna markvisst að því að auka fjölbreytileika starfsmanna í tölvu- og tæknigeiranum. Viltu vera hluti af tengslaneti tæknifyrirtækja í Evrópu og fá hugmyndir og hvatningu fyrir þitt fyrirtæki? Þá er fyrsta skrefið að sækja um eitt af stigum DiversIT sáttmálans og fá vottun sem Gull, Silfur eða Brons.

Vottunin  skiptist í 3 stig;
Brons fyrir þau sem eru byrjuð að huga að fjölbreytileika og vilja taka næstu skref
Silfur fyrir þau sem eru komin vel á veg en vilja ganga lengra
Gull fyrir þau sem eru leiðandi í og með alla anga úti til að auka fjölbreytileika og vilja þróast enn lengra

Kynntu þér málið á vef CEPIS um DiversIT - eða hafðu samband við okkur hjá Ský og við getum aðstoðað 

Fylgtu DiversIT Charter á Twitter og LinkedIN 

Ský er formlegur Ambassador fyrir DiversIT Charter á Íslandi og hvetjum við fyrirtæki til að hafa samband tl að fá nánari upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt: Ský becomes national DiversIT ambassador in Iceland - CEPIS

DiversIT_bæklingur.png

---

Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society) fékk  GULL vottun að "DiversIT charter" sáttmálanum fyrst í heiminum í maí 2020 en sáttmálin er á vegum CEPIS (Evrópusamtök tölvufélaga).

Við gætum ekki verið stoltari af því að vera land nr. 2 sem fær vottun en Tyrkland fékk BRONS vottun í nóvember 2019. Þetta er gífurleg viðurkenning á starfsemi félagsins og okkar áherslum að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Félagið mun vinna áfram að því að auka hag fyrirtækja í tölvu- og tæknigeiranum með það markmið að ýta undir fjölbreytileika með því meðal annars að fjölga konum og ungu fólki í tæknistörfum.  Við hjá Ský erum erindrekar fyrir DiversIT sáttmálann og getum aðstoðað fyrirtæki við að sækja um og vera þannig hluti af evrópusáttmála um að auka fjölbreytileika í tækniheiminum og auka þannig virði fyrir fólk og fyrirtæki.

     DiversIT logo                                            DiversIT gold

UT hlaðvarp Ský

Í UT hlaðvarpi Ský er spjallað við fólk sem veit ýmislegt þegar kemur að upplýsingum og/eða tækni.
Snillingarnir Kristjana Björk Barðdal og Stefán Gunnlaugur Jónsson sjá um hlaðvarpið.

apple podcast badge 50spotify badge 50google podcasts badge 50soundcloud badge 50rss feed

5. sería - 2022/2023

17. janúar 2023
Tækni og lýðræði
Helgi Hrafn Gunnarsson
10. janúar 2023
Máltækni
Stefán Ólafsson
13. desember 2022
Aðgengi í tækni
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
6. desember 2022
Róbotar
Kristinn Rúnar Þórisson
22. nóvember 2022
Teymisdýnamík
Sigurhanna Kristinsdóttir
16. nóvember 2022
Hugbúnaðarþróun
Guðjón Vilhjálmsson

4. sería - 2022

29. júní 2022
5G
Aron Heiðar Steinsson
3. júní 2022
Gervigreind
Yngvi Björnsson
25. maí 2022
UT-svar, viðureign 3
Almannarómur, Sýslumenn og Aurbjörg
20. maí 2022
UT-svar, viðureign 2
Noona, Alfreð og Aha
18. maí 2022
UT-svar viðureign 1
CERT-IS, Dineout og Awarego

3. sería - haust 2021

Framtíðin - Seinni hluti
Sævar Helgi Bragason
Framtíðin - Fyrri hluti
Sævar Helgi Bragason
Rafíþróttir
Melína Kolka
Risafyrirtæki
Valur Þráinsson
Tölvuöryggi
Guðrún Valdís Jónsdóttir

2. sería - vor 2021

Ethics in technology and AI
Vincent C. Müller
Vivaldi og heimur netvafranna
Jón Von Tetzchner, Vivaldi

Avo og gagnamenning
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, Avo

Fractal5 og startup-senan
Sara Björk Másdóttir, Fractal5

Smitten íslenska stefnumótaappið
Magnús Ólafsson, Smitten

Spotify
Tryggvi Gylfason, Spotify

1. sería - UTmessan 2021


UTmessan 2021 & Ský
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský og UTmessunar

Hvað er Fortinet & afhverju skiptir öryggi máli í UT
Fortinet - Jóhann Agnar Einarsson

Fjölbreytt hugbúnaðarstarfsemi fyrir alþjóðlegan sjávarútveg
Valka - Ívar Meyvantsson

Hvernig vinnustaður er Opin kerfi?
Opin Kerfi - Guðmundur Guðmundsson og Magnús Þór Hallsson

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar
Stafræn Reykjavík - Þröstur Sigurðsson

Fjármögnun til framúrskarandi nýsköpunar
Rannís - Katrín Jónsdóttir

Almannarómur & framtíð máltækni
Almannarómur - Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Hugbúnaðarverkfræðingur segir frá lífinu í Marel
Marel - Tryggvi Jónsson

Samspil tækni og lögfræði
LEX - Lára Herborg Ólafsdóttir

Þáttastjórnendur UT hlaðvarpsins
Kristjana Björk Barðdal & Stefán Gunnlaugur Jónsson