Skip to main content

Myndasafn

Smellið á myndir til að stækka þær

Landsbanki Íslands


Úr tölvusal Landsbanka Íslands að Laugavegi 77, 3. hæð um 1980.  Starfsfólk tölvudeildar frá vinstri: Tryggvi Hjörvar, Bjarni Magnússon, Erna Jónsdóttir, Júlíus Óskarsson, Jónína Haraldsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnason forstöðumaður, Ingvar Ólafsson, Ólafur Bjarnason. Vélar sem sjást eru spjaldalesari, miðeining og í baksýn segulbandsstöðvar.


Vélasalur Tölvudeildar Landsbankans um 1980. Tölvusamstæðan IBM 360/20: Spjaldalesari, hraðprentari, fjórar segulbandsstöðvar og miðeining. Jónína Haraldsdóttir stendur við segulbandsstöðvarnar.


Vélasalur Tölvudeildar Landsbankans um 1980.  Útstöð, prentari, miðeining. Við útstöðina situr Erna Jónsdóttir.

Reiknistofnun Háskólans


Þórhallur M. Einarsson tæknimaður hjá IBM t.v. og Helgi Sigvaldason fylgjast með þegar tekið er utan af 1620 tölvu Raunvísindastofnunar árið 1964. Þessi tölva markar upphaf tölvualdar á Íslandi.
(Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla Íslands)


Þórhallur M. Einarsson tæknimaður hjá IBM, Ragnar Ingimarsson verkfræðingur, Helgi Sigvaldason verkfræðingur, Oddur Benediktsson verkfræðingur og Magnús Magnússon prófessor við rafreikninn sem kominn er á sinn stað í Raunvísindastofnun í desember 1964.
  (Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla Íslands)

Skýrsluvélar


Áki Pétursson (1913-1970) að störfum á Tjarnargötuárum, 1952-1958, Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar.
(Óttar Kjartansson)


Guðmundur Sveinsson (1907-2001) einn fyrstu starfsmanna Skýrsluvéla rikisins og Reykjavíkurbæjar fylgist með vinnslu í fyrstu útskriftarvél fyrirtækisins (Tabulator IBM 405) árið 1954 eða því sem næst.
  (Óttar Kjartansson)


Í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar á Tjarnargötuárunun (1952-1957). Guðmundur Sveinsson (t.v.) og Óttar Kjartansson standa við röðunarvél, IBM 080. Nær á myndinni er samraðari IBM 077. Líkast til er það Hilmar H. Grímsson, innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem snýr baki í myndavélina. (Mynd úr fórum Óttars Kjartanssonar)


Mynd tekin í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar 1959 eða 1960 á Skúlagötu 59.  Hafsteinn Gíslason (1914-1976), starfsmaður Skýrsluvéla 1952-1962, á miðri mynd.  Vél vinstra megin í forgrunni er IBM 514 Reproducing Punch.  Röðunarvélar standa við vegg í bakgrunni og lengst til hægri sér á fyrstu útskriftrarvél Skýrsluvéla, IBM 405. 
(Óttar Kjartansson)


Í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar 1961. Þekkja má frá vinstri talið: Jón Zophoníasson, Magnús Sigurðsson, Jóhann Gunnarsson, Ebenezer Þ. S. Sturluson og Bjarna P. Jónasson forstjóra. (Óttar Kjartansson)