Skip to main content
17. október 2013

Hin sjálfsagða þróun - Tölvutækni í matvælaiðnað

ingifreyr4Í hinu vestræna samfélagi sem við þekkjum í dag er hraðinn sífellt að aukast. Tæknin þróast með ofsa hraða og fáir líta um öxl til að velta fyrir sér hversu langt við höfum farið á síðustu árum. Lífstíll hefur breyst mikið hjá fólki á þessum tíma, mis mikið að vitaskuld en sumir segja til hins verra á meðan aðrir segja til hins betra. Alveg sama hvort það er þá er eitt sem allir eiga sameiginlegt í þessu samfélagi og það er að borða. Fyrir fólk í samfélaginu okkar er það að borða svo sjálfsagður hlutur að sumir hugsa ekki út í það hvað þarf til þess að við getum nærst. Í þessari grein ætla ég að fara aðeins yfir hvernig matvælaiðnaðurinn er að halda í við hina miklu eftirspurn eftir mat og hvernig tæknin er að hafa áhrif á það.

Tölvutæknin snertir nánast hvern einasta þátt af matvælaiðnaðinum. Í raun meira en flestir gera sér grein fyrir, það er nánast ekkert gert nema það sé skráð einhverstaðar í tölvu ef það tengist framleiðslu á mat. Hvort sem það er nýtt pöntunarkerfi til að einfalda sölu á vörum eða sjálfvirk skurðartæki til að hraða fyrir vinnslu á kjöti þá spilar þetta allt stórann þátt.

Í Bandaríkjunum einum og sér veltur matvælaiðnaðurinn 1.8 milljörðum bandaríkjadala á ári sem samsvarar 10% af verg landsframleiðslu þeirra. Yfir 16 milljónir manna þar í landi vinna í þessum iðnaði sem þykir ekkert smáræði þrátt fyrir að þörf á starfsfólki við framleiðslu matar fari minnkandi með þeim tækninýjungum sem verða til á ári hverju. Sá hluti af þessum iðnaði sem hefur hvað mest orðið fyrir niðurskurði á starfsfólki er landbúnaðurinn. Tæknin er nú orðin það sjálfvirk að varla þarf fólk til að annast störf í þessum geira, hvort sem það er við uppskeru á ökrum eða slátrun og vinnslu á dýrum.
Nýlega var gerð könnun í Bandaríkjunum af KPMG þar sem 100 æðstu stjórnendur úr matvæla fyrirtækjum voru spurðir hvaða þættir mundu skipta hvað mestu fyrir viðskipti fyrirtækja þeirra á næstu árum. Stjórnendurnir voru einróma um það að tæknivæðingin væri í farabroddi og ekki bara framleiðslu þátturinn. Það sem kom á óvart var að sú tækni sem er að breyta mestu fyrir iðnaðinn er síma og internet tæknin, þessi tækni er að gjör bylta því hvernig neytandi nálgast vöruna. Samfélagsmiðlar geta skipt sköpum í neysluvenjum fólks og hvernig það upplifir hinar og þessar vörur.

Annar stór þáttur í þessu eru upplýsingarnar sem framleiðendur ná að safna um neytendur þess varnings sem þeir framleiða. Þessar upplýsingar er hægt að nota við ákvarðanatökur innan fyrirtækisins. Í dag er hægt að greina munstur úr gögnum sem gera yfirmönnum það kleift að spá fyrir um framtíðina með ótrúlegri nákvæmni. Þetta breytir einnig miklu fyrir framleiðslu, geymslu og flutning á vörum. Tveir þriðju af þeim stjórnendum sem tóku þátt í könnuninni voru ákveðnir í að færa geymslu á gögnunum sínum yfir á þá tölvutækni sem við köllum skýið. Þetta mun gjörbylta viðskiptamódelum margra fyrirtækja og að sama bragði auka gegnsæi innan fyrirtækja. Margir töldu að þetta mundi spara gífurlega peninga upphæðir sem mundi þar að leiðandi valda lækkun í vöruverði úti í búðum.   

Tæknivæðing síðustu ára hefur einnig haft gífurleg áhrif á framleiðslu matvæla. Afköst fara veldisvaxandi milli ártuga og jafnvel ára innan hinna ýmsu greina iðnaðarins. Hér á íslandi hefur þetta haft gífurleg áhrif á hvernig fisk iðnaðurinn hefur breyst. Tæki sem eru notuð í dag eru mörg hver sjálfvirk, búin myndvélum og skynjurum til að greina fiskinn og vinna hann á þann máta sem ætlað er. Það nýjasta eru tæki búin röntgen myndatökubúnaði til að úrbeina fisk. Þetta hefur ekki bara skipt sköpum hér á Íslandi því í Noregi hefur þessi tækni spilað stórann þátt í hvað varðar útflutning á laxi. Það sem af er liðið af árinu hefur verið slegið nýtt útflutningsmet á þessari vöru þar í landi. Útflutningurinn nam rúmum 564 milljörðum íslenskra króna á fyrstu 9 mánuðunum en það voru 671.000 tonn af laxi sem voru útflutt. Þrátt fyrir þetta gífurlega magn af laxi sem er útfluttur þá er það samt 39.000 tonnum minna en á sama tíma í fyrra en gróðinn orsakast af meira eftirspurn eftir norskum laxi í heiminum og því hækkar verðið.

Eftirspurnina má rekja til heilsuvæðingarinnar sem er að koma til í heiminum í dag, eftirspurn eftir prótein ríkum mat eykst milli ára og þessari eftirspurn þarf að svara. Lax er þó ekki í fyrsta sæti hvað prótein fæðu varðar. Þar er það kjúklingurinn sem er lang stærstur og er hörð barátta í að svara eftirspurninni á þeim markaði, sem dæmi má nefna þá tók Rússland nýlega frammúr Mexíkó í kjúklingaframleiðslu. Hér spilar tæknin einnig mikið inn þar sem kjúklingar eru ekki lengur ræktaðir á hefðbundnum sveitabílum heldur er þetta orðið meira verksmiðjuiðja.

Tæknin er þó ekki að bara að hafa áhrif á fisk og kjöt iðnaðinn. Áhugavert dæmi er Tim Hortons keðjan, þeir hafa yfir 4000 veitingarstaði um allan heim sem selja kaffi og bakkelsi. Þeir lögðu hér áður fyrr mikið uppúr því að færa viðskiptavinum sínum nýbakaðar vörur á hverjum degi og var slagorðið þeirra á tímabili „Always fresh, always Tim Hortons“. Þar sem eftirspurn hefur vaxið fram úr öllu valdi þá hafa þeir ekki við að baka á hverjum degi ofan í viðskiptavini sína. Síðan 2010 hefur Tim Hortons ekki selt eina „ferska“ vöru, síðan þá yfirtók verksmiðjuframleiðslan þeirra gjörsamlega yfir og ef maður verslar af þeim ljúffengan kleinuhring í dag þá getur maður bókað að hann hafi framleiddur í einhverri af verksmiðjunum þeirra, frystur og fluttur þangað sem þú keyptir hann.

Þegar hugsað er út í það hvað eftirspurn eftir mat hefur aukist gífurlega á síðustu ártugum og þá sérstaklega í vestrænu löndunum þá veltir maður því fyrir sér hvort þessi þróun sé nauðsynleg og hvaða áhrif þetta er að hafa á heiminn sem við búum í. Flestir geta þó verið sammála um að tæknin sé að hafa jákvæð áhrif á þennan iðnað því hún einfaldar svo marga hluti og með henni er auðveldara að svara eftirspurninni. Það eru spennandi tímar framundan og vonandi munu fleirri þjóðir en hinar vestrænu hagnast af tækninni.

Höfundur: Ingi Freyr Bragason, nemandi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík

Heimildir:

http://www.forbes.com/sites/daniellegould/2013/08/16/technology-will-drive-food-industry-growth-finds-kpmg-survey/
http://www.marel.com/resources/Files/brochures/Corp.brochure_IS_LoRes.pdf
http://en.seafood.no/News-and-media/News-archive/Press-releases/New-export-record-for-Norwegian-salmon
http://thepoultryguide.com/5-worlds-leading-poultry-producers-2012/
http://www2.macleans.ca/2010/09/07/extra-large-trouble-trouble/

 

 

Skoðað: 6236 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála