Skip to main content
6. ágúst 2015

Öflug þátttaka lesenda!

asrunMNú er Tölvumál komið úr sumarfríi og spennandi haust og vetur framundan. Þema blaðsins í ár verður hönnun og endurhönnun á hugbúnaði og bjóðum við öllum að senda inn spennandi greinar á næstu vikum. Skilafrestur er 15. spetember, kíkið á þetta. Greinarnar hafa verið frá 1000-1500 orð og gaman ef myndir fylgja með. Við munum áfram vera með vikulega birtingu hér á vefnum á stuttum greinum en þar er ekki fast þema og hvetjum við alla til að senda inn greinar tengdar upplýsingatækninni. Ritnefndin vonast eftir öflugri þátttöku lesenda og bíður spennt eftir að greinarnar streymi inn en allt efni skal sent á asrun@ru.is.

15. september 2015, kíkið á http://www.sky.is/index.php/15-atbureir-framundan/1741-timaritidh-toelvumal-kemur-ut-i-haust

Skoðað: 1800 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála