Skip to main content
29. október 2015

Origami vélmenni

origami1Nemendur og prófessorar við MIT hafa hannað Origami vélmenni sem hægt er að prenta út. Það er um 1 cm á lengd, byrjar sem flöt, þunn plastfilma og bregst við hita með því að brjóta sig sjálft saman. Vélmennið vegur aðeins um þriðjung af grammi og getur það synt, klifrað upp halla, farið í gegnum erfiðar leiðir, borið tvöfalda þyngd sína o.fl.

Vélmenninu er stjórnað með utanverðum segulsviðum sem verka á agnarlítinn segul sem það hefur á bakinu. Þegar ætlunarverki þess er lokið getur það svo leyst sjálft sig upp í vökva.

Þessi Origami vélmenni eru fyrstu sinnar tegundar og fyrstu vélmennin til að hafa lokaðan lífshring, þ.e. þau fæðast (verða til), uppfylla ákveðna athöfn og að lokum deyja (leysast upp).

Hugmyndin af vélmenninu varð til út frá tilgátu um litlar agnir sem hægt væri að koma fyrir inn í líkama fólks með sprautum eða munnlegri inntöku, ögnunum væri svo stýrt að ákveðnum svæðum innan líkamans þar sem að þau væru látin leysa ákveðin verkefni og svo myndu þau leysast upp í líkamanum, án þess að skaða líkamann.

origami2

Þetta býður upp á margvíslegar nýjungar í læknisfræðilegum tilgangi. Hvað ef við gætum komið svona ögnum fyrir hjá krabbameinsfrumum og látið þær koma af stað heilunarferli og þannig hjálpað líkamanum að losa sig við krabbameinsfrumurnar. Ef til vill væri einnig hægt að nýta þær til að losa um blóðtappa, nýrnasteina, gallsteina svo fátt sé nefnt.

Vélmennið er byggt úr fimm efnislögum, allt skorið samkvæmt stafrænum tæknilegum upplýsingum af leiser. Miðlagið er kopar, mótað inn í flókin net af rafmagnsleiðslum. Það er þrengt á milli tveggja laga af pappír; ytri lögin eru samsett af fjölliðum með minnislögun sem brjótast saman við hita. Eftir að leiser skorna efnið hefur verið skeytt saman er örgjörvi settur á og einni eða fleiri litlum vélum fest við efsta yfirborð vélmennisins. Í frumgerðinni var það sett á með höndunum, en það gæti þess í stað verið gert af vélrænu kerfi.

Þegar vélmennið hefur brotið sig sjálft saman, þá færir það sig áfram með segulsviðum sem verka á segulinn á baki vélmennisins sem valda því að líkami þess beygist. Núningur á milli framfóta vélmennisins og yfirborðs er það mikill að framfæturnir haldast á sínum stað þegar afturfæturnir færast upp á við. Svo er breyttu segulsviði breytt á vélmennið sem veldur því að líkami þess vindur upp á sig sem veldur því að framfæturnir losna af yfirborðinu og vélmennið færist áfram.

Höfundar:
Bertel Benóný Bertelsson
Heiðar Bergmann Sigurjónsson
Sonja Steinarsdóttir
Nemendur við Háskólann í Reykjavík

Hér má sjá myndband af kynningu á origami vélmenninu:
https://www.youtube.com/watch?v=ZVYz7gqLjs

Heimildir:
http://news.mit.edu/2015/centimeterlongorigamirobot0612
https://robotics.mit.edu/origamirobotfoldsitselfcrawlsaway
Myndir:
http://news.mit.edu/2015/centimeter-long-origami-robot-0612
http://spectrum.ieee.org/automaton/robotics/robotics-hardware/origami-robot-folds-itself-up-does-cool-stuff-dissolves-into-nothing

Skoðað: 2346 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála