Skip to main content
17. desember 2015

STAR WARS BATTLEFRONT

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að nýr Star Wars Battlefront leikur kom á markaðinn 17. nóvember. Árið 2013 gerði Walt Disney 10 ára samning á framleiðslu Star Wars tölvuleikja við tölvuleikjarisann Electronic Arts. Það er síðan leikjastúdíóið DICE sem að hefur undanfarin tvö og hálft ár unnið að framleiðslu Star Wars Battlefront og það ekki að ástæðulausu. DICE er þekkt fyrir framleiðslu sína á Battlefield leikjaseríunni og fyrrum framleiðendur Star Wars Battlefront 1 og 2 hafa aldrei farið leynt með það að þeir hafi sótt innblástur sinn í Battlefield 1942 sem kom út árið 2002 og er einmitt úr smiðju DICE.

Það hafa efalaust margir Íslendingar tekið eftir því að yfirframleiðandi Star Wars Battlefront tölvuleiksins er Sigurlína Ingvarsdóttir, eða Lína eins og hún er oftast kölluð, og hefur hún verið nokkuð áberandi í íslenskum fjölmiðlum seinustu mánuði. Lína er enginn nýgræðingur þegar að kemur að þróun tölvuleikja en hún hefur unnið að gerð tölvuleikja í níu ár, fyrst hjá íslenska tölvuleikjafyritækinu CCP en nú síðustuseinustu þrjú ár hjá DICE í Svíþjóð en þar hefur hún meðal annars komið að þróun tölvuleiksins Mirror’s Edge Catalyst sem er væntanlegur á næsta ári.

Sem yfirframleiðandi Star Wars Battlefront sér Lína um að að leiða þróunarteymi leiksins og hefur því ákvörðunaryfirvald yfir leiknum. Lína er orðin einskonar andlit tölvuleiksins en hún hefur farið á ótal ráðstefnur á síðustuseinustu tveimur árum til þess að kynna leikinn og má þar einna helst nefna Gamescom ráðstefnuna, sem að er stærsta tölvuleikjaráðstefna í heimi með yfir 345.000 gesti, og svo E3 ráðstefnuna sem er haldin árlega og er ein stærsta bransatölvuleikjaráðstefna heims. Ég fékk að setjast niður með Línu og spyurja hana nokkura spurninga um þróun leiksins - Star Wars Battlefront.

featuredImage.img

Mynd fengin hér

Árið 2013 var lítið teymi sett saman þar sem að Lína og aðrir stjórnendur leiksins unnu að hönnun og hugmyndarvinnu Star Wars Battlefront. Hópurinn vann eftir verkefnastjórnunarkerfinu Stage Gate Process sem að er mjög vinsælt kerfi og mikið notað innan EA. Með verkefnastjórnunarkerfinu fór teymið í gegnum öll skrefin í leiknum eins og hvernig á leikurinn að líta út, fyrir hvern er leikurinn hannaður og hvernig á listrænt útlit leiksins að vera. Leikurinn sjálfur er þróaður í leikjavélinni Frostbite sem er aðeins er notuð af leikjastúdíóum EA. Frostbite er upphaflega þróuð af DICE og varð til um leið og Battlefield Bad Company var í smíðum árið 2008.

Á E3 ráðstefnu sumarið 2013 tilkynnti EA heiminum að leikurinn væri væntanlegur á markaðinn og fenguð áhorfendur smjörþefinn að því sem koma skyldi með stuttu myndbroti úr leiknum sem hægt er að sjá hér að neðan. Lína segir að það hafi verið áhugavert að renna í gegnum glærurnar sem kynntar voru í upphafi verkefnisins því að útkoman og kröfurnar hafi verið næstum nákvæmlega þær sömu og teymið hafi sett fyrir í upphafi leiksins.

Myndband með grein

Leikurinn
Star Wars Battlefront er leikur þar sem þú getur barist ásamt 40 öðrum leikmönnum þar sem að allir hafa það sama markmið - að vinna andstæðinginn. Ef þú ert ekki alveg í gírnum fyrir stóra slaginn getura þú og félagi þinn parað ykkur saman, unnið hlið við hlið eða á móti hvor öðrum og reynt að komast í gegnum allar þær hindranir sem á vegi ykkar verða, nú eða þú getur einfaldlega bara klárað verkefnið sjálf/ur! Leikmaðurinn hefur val um nokkra mismunandi bardaga á plánetunum Endor, Hoth, Tatooine og Sullust, en áður en að þú stekkur inn á stríðsvöllinn muntu ganga til liðs við illmenninn Imperials eða uppreisnarseggina Rebels. Ef þú ert svo óheppin(n) og allt virðist vera að fara til fjandans þarftu ekki að örvænta lengi því að í leiknum er að finna svokölluð ,,Hero Pickup”  þar sem að leikmaður getur umbreytt sér í eina af söguhetjum bíómyndanna og komið margfalt sterkari inn í leikinn með alla þeirra ofurkrafta.

En hetjurnar sem við fáum að sjá eru þau Luke Skywalker, Princess Leia, Han Solo og auðvitað skúrkana Darth Wader, Boba Fett og Emperor Palpatine. En það er ekki eina aðstoðin því að í leiknum er einnig að finna allskonar farartæki sem að aðdáendur Star Wars kannast vel við eins og Speeder Bikes, X-Wings, A-Winga og hin ógurlegu  AT-ATs.

OPNA BETAN
Áður en að tölvuleikur er gefinn út í almennria sölu er oft gefin út svokölluð opin beta, en það er sá liður í ferlinu þar sem að almenningur hefur aðgang að leiknum og getur spilað hann frítt, en með því getur þróunarteymið komið í veg fyrir ýmsa kvilla sem að leikurinn gæti haft með sér áður en að hann er gefinn út. Yfir 9.5 milljón manns spiluðu opnu betuna af Star Wars Battlefront, og við það varð leikurinn sá leikur með stærstu betu í sögu EA. Betan opnaði 8. oktoóber og var opin í fjóra daga þar sem að notendur höfðu möguleika á að spila fjóra bardaga úr leiknum, meðal annars Walker Assault á Hoth og Drop Zone á Sullust, og gátu þeir valið á milli þess að spila á Play Station 4, Xbox One og PC. Til gamans má geta að um 4,.6 milljónir spiluðu opnu betuna af tölvuleiknum Destiny sem þótti mjög stór, en hún stóð yfir í tíu daga og var aðgengileg á Xbox 360, Xbox One, Playstation 3 og 4, og því augljóst að Star Wars Battlefront betan á sér enga sína líka.

Lína segir að það hafi verið ótrúlega gaman að sjá hvað viðtökurnar voru góðar og að tölurnar hafi nokkurn veginn endurspeglað áhuga fólks á Star Wars. Það hafi einnig verið áhugavert að fylgjast með skoðunum notenda á samskiptamiðlum sem voru flestar mjög jákvæðar, en auðvitað koma alltaf einhverjar neikvæðar umræður líka en ekki má gleyma því að gagnrýni notenda er líka partur af betunni. Það var áberandi í umræðu leikmanna að ójafnvægi ríkti á milli þeirra sem börðust sem Rebels á móti Imperials á Hoth en þar höfðu Imperials oftast yfirburði með aðstoð AT-AT og AT-ST farartækjanna, sem að mætti sennilega helst líkja við skriðdreka Star Wars heimsins, nema að þeir eru ógnarstór vélmenni sem ganga um á tveimur eða fjórum fótum. Til þess að útskýra aðeins hvað Walker Assault snýst um að þá er markmið Imperials er að hindra Rebels frá því að kveikja á stjórnstöðvum, svokölluðum “uplinks”, sem að þeir nota til þess að kalla á Y-Wings sem að aðstoða þá svo með því að varpa sprengjum á AT-AT-ana svo að Rebels geti skjótið þá niður og þar með að komið í veg fyrir að Imperials nái að sprengja “shield generator”-ana þeirra.

Það sem kom helst á óvart í allri umræðunni var að notendendur voru farnir að deila ráðum sín á milli um hvernig best væri að taka niður andstæðingana sem Rebels og er hægt að sjá mörg skemmtileg myndbönd af ,,Epic AT-AT takedown in Snow Speeder” á YouTube. Margir notendur voru jafnframt sammála því að ójafnvægið í leiknum gerði hann meira krefjandi og skemmtilegri, og að það væri jafnvel rökrétt að þetta ójafnvægi ríkti á milli liðanna þar sem að Imperials eru stórt herveldi með gífurlega tæknilega yfirburði á meðan að Rebels eru uppreisnarmenn og þar af leiðandi ekki jafn vel tækjum búnir.

Það sem að notendur voru líka duglegir að kommenta á var hljóðið í leiknum en bæði Battlefield og Mirror's Edge sem koma báðir úr framleiðslu DICE eru þekktir fyrir vandaða og góða hljóðvinnu, en hljóðhönnuðir leiksins lögðu mikið upp úr því að skapa hin fullkomnu hljóð í eyrum spilara. Þeir höfðu aðgang að öllum upprunarlegum hljóðum Star Wars bíómyndanna og ferðuðust heimshorna á milli til þess að taka upp einstök hljóð náttúrunnar eins og skógarklið í skógum Svíþjóðar og kalda jökulvinda á Svalbarða.

Tónlistin í leiknum er heldur ekkert slor því að teymið fékk að nota upprunalegu tónlistina sem að John Williams samdi fyrir Star Wars myndirnar í leikinn. Sömuleiðis samdi hinn margverðlaunaði Gordy Haab tónlistina í leiknum sem síðan var tekin upp ásamt Sinfóníuhljómsveit Lundúnarborgar í Abbey Road hljóðverinu sem að Bítlarnir gerðu frægt um árið.

SULLUST
Þeir sem hafa nú þegar spilað leikinn hafa eflaust tekið eftir kunnuglegu umhverfi á plánetunni Sullust. Lína lýsir ferlinu við hönnun plánetunnar sem ótrúlega skemmtilegri reynslu þar sem teymið hafði nokkuð frjálsar hendur þar sem að plánetan hefur aldrei verið birt í bíómyndum Star Wars líkt og skógurinn á Endor og eyðimörkin á Tatooine. Þemað á plánetunni átti að vera kalt og grátt landslag með rennandi hrauni og því var Ísland mjög ákjósanlegur kostur til þess að sækja innblástur. Það hafði einnig þá kosti að vera mjög stutt frá höfðustöðvum DICE í Stokkhólmi og vegalengdir á milli landshluta stuttar.

Ég fékk líka að setjast niður með Andrew Hamilton, yfirumhverfishönnuði leiksins, sem að sýndi mér skemmtilegar myndir úr ferð hans til Íslands en hann ferðaðist ásamt teymi sínu hringinn í kringum landið til þess að safna myndum og myndböndum af hlutum í náttúrunni. Þeir byrjuðu ferðina sína á Reykjanesinu þar sem að þeir heimsóttu meðal annars Reykjanesvita, Bláa Lónið, flekaskilin og háhitasvæðið Seltún. Á Reykjanesinu fengu þeir nokkurn veiginn brot af öllu;, heitt lónið, kallt hraunið, hvassa kletta og hveri með litríkum leir og brennistein. Því næst lá ferðinni norður en þar heimsóttiu teymið meðal annars Mývatn og Námafjall. Andrew segir að kosturinn við Ísland hafi verið hversu opið það sé með auðveldu aðgengi en að veðrið hafi ekki alltaf verið að vinna með þeim og hafi hópurinn þurft að sitja af sér veðrið í nokkur skipti. Hópurinn safnaði saman fleiri þúsundum mynda úr ferðum sínum um heiminn og þegar að því verki lauk tók við vinnan að setja myndirnar saman í sérstöku þrívíddarforriti sem gerir þeim kleift að vinna með myndirnar í þrívídd og þar með að hanna pláneturnar fjórar.

Það er nokkuð magnað að stíga á plánetuna Sullust, þú kemst eiginlega ekki hjá því að stoppa leikinn í smá stund og láta félaga þína um að kljást við óvinina á meðan að þú snýst í hringi og virðir fyrir þér umhverfið. Þú stendur á köldu hrauninu með rjúkandi lónið og stóru vatnsleiðslurnar þér á hægri hönd en um leið þarftu að passa þig að stíga ekki ofan í sjóðandi leirhverinn sem að er beint fyrir framan þig. Það eina sem að aðskilur þig frá raunveruleikanum er að allt í einu er Stormtrooper fyrir framan þig að miða á þig geislabyssu.

image 2.img

Mynd fengin hér

Ég spurði Línu um framhaldið eftir útgáfu leiksins og svarið var einfalt – langt og gott jólafrí. En þetta er ekki það síðastaseinasta sem við fáum að sjá af Star Wars Battlefront því að 1. desember var gefin út fyrsta viðbót leiksins en það er plánetan Jakku þar sem að leikmenn fá að spila hinn fræga “Battle of Jakku”. Á næsta ári verða síðan gefnar út fjórar viðbætur sem verður virkilega spennandi að fylgjast með!

Star Wars Battlefront - Play Station auglýsing

Höfundur: Sigurbjörg Sara Benediktsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir

Star Wars Battlefront News. (2015). StarWars EA, sótt október 2015 af http://starwars.ea.com/starwars/battlefront

Sigurlína Ingvarsdóttir, Senior Producer Star Wars Battlefront DICE,munnleg heimild, 30.október 2015.

Andrew Hamilton, Lead Environment Artist Star Wars Battlefront DICE, munnleg heimild, 5. nóvember 2015.

Skoðað: 2881 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála