Skip to main content
24. maí 2018

Er tæknin að gera okkur latari?

SvanhildurÞetta er stór spurning sem væri bæði hægt að svara játandi og neitandi. Hver hefur ekki kannast við að hafa enga orku eftir langan dag, já eða jafnvel að nenna ekki að fara út úr húsi. Nú er einfaldlega hægt að taka upp símann og nálgast flestalla hluti, maður þarf ekki einu sinni að standa upp til að fara í tölvuna. Þú getur pantað þér kvöldverðinn, verslað á netinu, náð í bók að lesa og sótt um rafrænt á netinu.

Tæknin í dag er sífellt að þróast og setja margir spurningamerki við það hvort þróunin sé til góðs eða ills. Tæknin er sífellt að þróast til þess að gera daglega hluti þægilegri og auðveldari fyrir einstaklinga. Lífið hefur einnig orðið töluvert einfaldara fyrir fatlaða og veika einstaklinga sem komast ekki mikið út úr rúmi eða húsi og hafa ávallt þurft að fá einhvern til að útrétta fyrir sig. Í þessum tilfellum er þetta orðið nauðsynlegur hlutur á daglegri rútínu einstaklinga.

Nú til dags er oft á tíðum ekki í boði annað en að taka auðveldu leiðina. Mörg háhýsi og hótel til dæmis bjóða þér bara uppá að taka lyftuna og stiginn er lokaður fyrir almenning nema upp komi neyðartilfelli eins og eldur. Í verslunarmiðstöðvum er þetta svipað, þú ferð í rúllustiga á milli hæða eða í lyftu, þarft að leita vel ef þú vilt finna stiga, sem er þá oft ekki í boði líka nema í neyðartilfellum. Einnig á flugvöllum eru „ rúlluböndin “ einnig komin á slétt gólf þar sem mikil vegalengd er á milli brottfarahliða og innganga/útganga. Flugvellir eru misstórir og oft er vegalengdin frá A til B orðin töluvert löng og þetta bíður fólki uppá að geta stigið á rúllubandið og staðið kyrrt meðan það færist áfram. Fólk fer því að venjast því að taka léttari leiðina þar sem ekki annað er í boði og fer því ósjálfrátt að velja hana þótt annað sé í boði.

Samkvæmt íþróttakennara sem hefur verið starfandi í 12 ár er munur á börnum nú og fyrir 12 árum sem hún rekur til tölvunotkunar. Þol og geta sé einnig í heildina verri nú en var áður. Einnig má oft sjá færri börn að leik úti heldur en var áður og hittast þau frekar „ online “ til að spila leiki þar í staðin fyrir að hittast úti og fara í leiki þar sem þau þurfa að hreyfa sig, ef ég myndi til dæmis nefna nokkra leiki sem ég lék mér úti í sem barn þá eru miklar líkur á að börn í grunnskóla í dag vita ekki um hvaða leiki er að ræða.

Samkvæmt grein sem Sherilynn Macale skri faði árið 2011 þá nefndi hún 11 leiðir þar sem tæknin gerir fólk latara.

  1. A massive amount of entertainment without leaving the sofa
  2. Checking in with loved ones without really checking in
  3. Restaurant food delivery
  4. Online shopping
  5. Quality time with friends
  6. Journalists mining for stories
  7. No more running your own errands
  8. No more perusing the bookstore
  9. No more waiting on hold with 1 - 800 numbers
  10. News at your fingertips
  11. No more getting lost or asking for directions

Í dag, árið 2017 eru þetta allt hlutir sem eiga enn við í dag og þróunin á tækninni sem falla undir þessa liði hafa ýtt undir frekar að léttara og auðveldari leiðin sé valin. Sem dæmi má taka að nemendur eru jafnvel orðnir það „ latir “ að gera heimaverkefnin að þeir stunda frekar að „ google-a“ svörin í stað þess að leita í kennslubókum og nýta námsefnið sem þeir hafa í höndunum. Margir ganga jafnvel það langt að nenna ekki einu sinni að skrifa upp svörin heldur prenta þau beint af netinu og skila því inn. Skólar eru því farnir að herða eftirlit sín megin og taka harðar á því ef talið er að gögn séu ekki eigin verk nemenda. Þar kemur tæknin einnig til staðar og eru forrit notuð til þess að bera saman svör notenda og sjá hvort finnist líkt tilfelli á netinu. Kennarar eru jafnframt farnir að nýta sér tæknina til þess að kenna nemendum og að kunna að nýta netið rétt, þá að leita uppi lausn á vandamálinu sem þeir lenda á í stað þess að leita uppi lausnina sjálfa.

Ein neikvæð hlið þess að einstaklingar eru að verða latari er ofþyngd. Íslendingar, ásamt fleiri þjóðum, eru með hækkandi meðalþyngd og of stór hluti komin yfir ofþyngd eða eru þar í kring. Þyngdaraukning hefur að mestu verið rekin til skyndimatar og félagslegs umhverfis. Þetta má einnig rekja til þess að margir hverjir eru að hreyfa sig minna heldur en þeir gerðu áður þar sem auðvelt er að koma sér fyrir í sófanum eftir að heim er komið og þurfa ekki að fara aftur út fyrir neitt.

Könnun í Bandaríkjunum hefur sýnt fram á að frá árinu 2016 til 2017 hefur pöntunum á netinu fyrir veitingastaði aukist um 18% og því miður er það þá frekar skyndimatur heldur en hollara fæði sem einstaklingar eru að panta.

Eins og með alla tækni þá er allt gott í hófi, ekki er hægt að stimpla fólk latt einfaldlega því það notar tæknina. Marga hluti komumst við ekki orðið hjá að nota en aðra notum við til að flýta fyrir okkur. Þú þarft ekki að hætta að hugsa þegar þú kemur heim úr vinnunni eftir langa vinnuviku að gott væri að planta sér niður í sófa og panta pizzu því engin orka sé eftir að elda ofan í heimilið. Tímaleysi einstaklinga nú til dags er líka stór þáttur að auðvelda leiðin sé oftar valin heldur en sú „erfiða“ bara til þess að spara tíma og hafa þá tíma fyrir aðra hluti, t.d. fjölskylduna.

Það er því mín niðurstaða að tæknin er að hluta að gera okkur latari, sumir ofnota það að nýta sér alltaf auðveldu leiðina meðan aðrir fara ennþá upp stigana, labba útí búð en nýta svo að hluta að fara auðveldu leiðina.

Höfundur Svanhildur Jóna Erlingsdóttir nemandi við Háskólann í Reykjavik

Heimildir

https://thenextweb.com/lifehacks/2011/08/15/11-ways-tech-has-made-us-lazy/#.tnw_7bpHJcNQ

https://nypost.com/2017/03/09/more-proof-that-americans-are-fatter-and-lazier-than-ever/

http://www.torontosun.com/2012/08/31/lazy-faire-students

http://dm.greenville.edu/2014/09/is-technology-making-us-fat/

https://www.theguardian.com/society/2011/may/21/children-weaker-computers-replace-activity

http://www.lifehack.org/articles/technology/has-technology-made-lazy-and-dependent.html

 

Skoðað: 2413 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála