Skip to main content
25. október 2018

Hvað er Reddit?

log reddit

Reddit er samfélags síðameð fréttum  þar sem allt efni er sett inn af notendum og þeir geta haft samskipti sín á milli í kommentakerfi Reddits. Þegar þetta er skrifað, þá er Reddit 18. vinsælasta síða í heimi miða við september 2018 (Alexa, e.d. ). Það ekki af ástæðulausu. Fólk alls staðar að úr heiminum geta komið hér saman og annað hvort kynnst hvort öðru, talað um sín áhugamál eða deilt flottum myndum af ýmsum hlutum.

Allt efni er flokkað niður í svokallað Subreddits þannig er hægt að nálgast þitt áhugamál. Sama hvaða áhugamál þú hefur þá ættir þú alltaf að finna þér eitthvað við hæfi því hérna er hægt að finna allt sem þú getur ímyndað þér. Hér er vinarlegt og hjálpsamt fólk sem er tilbúið að hjálpa þér við ýmis vandamál og ábendingar sem tengist þínu áhugamáli. Reddit er byggt á svipuðu kerfi og likes á Facebook, nema hér er gefið það sem kallast annaðhvort upvote eða downvote. Þannig fjöldi upvote-a, segir til um hvort efnið sé vinsælt eða ekki. Fólk hefur síðan samskipti sín á milli í kommenta kerfi Reddits sem byggist einnig á up og downvote kerfinu. Notendur safna karma stigum fyrir hvert upvote sem þeir fá á kommentin sín eða fyrir póstana sína, sem gefur til kynna hversu virkur eða vinsæll hver notanda er. Einnig geta notendur fengið það sem kallast gold sem er keypt á 3.99$ og gefið öðrum notenda nafnlaust með því að setja á einhvern post eða komment.

Afhverju Reddit?

Reddit hefur allt sem þú þarft í raun og veru. Ég skil ekki af hverju það er ennþá verið að notað Facebook (FB) sem fréttaveitu og afþreyingarefni. FB er allt út í auglýsingum og smellu beitum, cIliIck baits, og efni sem fólk hefur ekki alltaf gaman að. Þegar þú ert á Reddit og kemur á upphafsíðuna sérðu heitustu pósta sólarhringsins, af völdum subreddits. Að gerist notandi er ókeypis og þá getur þú breytt því hvaða subreddits koma upp og þannig raðast það eftir því hvað þú hefur gaman af. Auglýsingar eru nánast engar og engar smellu beitur sem þú þarft að forðast. Þú ert að fá það sem þú vilt þegar þú vilt það, þú getur tekið þátt í heilbrigðum umræðuefnum um ýmis málefni sem heilla þig. Það er engin ástæða til að nota FB, nema Messenger þar sem er þægilegt að eiga samskipti við sitt fólk.

IAMA - Ask me anything

Þegar við skoðum til dæmis eitt subreddit sem kallast Ask me anything, eins og nafnið gefur til kynna þá setja notendur inn pósta og þú getur spurt notendurna hvað sem þú vilt. Þar kemur ýmist upp mjög áhugaverðir einstaklingar eða jafnvel frægir einstaklingar. Þú færð að spyrja þá hvað sem þér dettur í hug og þeir eyða sínum tíma í að glugga yfir kommentin á póstnum sínum og svara þeim sem þar kommenta.

Hér höfum við Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem svarar spuringum notenda á Reddit fyrir 6 árum þegar hann sat sem forseti. Notandinn silent1mezzo spyr: “What's the recipe for the White House's beer?" Barack Obama (notendanafn: PresidentObama) svarar:“It will be out soon! I can tell from first hand experience, it is tasty. EDIT (by staff): As promised http://www.whitehouse.gov/blog/2012/09/01/ale-chief-white-house-beer-recipe" (Reddit, 2012).

Það eru mun fleiri svona dæmi um heimsþekkta einstaklinga þarna inni þar sem þú getur fengið að spyrja að hverju sem er. Hversu æðislegt er að geta kannski fengið sína uppáhalds frægu manneskju til að svara manni persónulega. Ask me anything er aðeins eitt af 1,209,738 subreddit-um sem eru í boði miðað við 10. Jan. 2018 (RedditMetrics, e.d.). Af öllum þessum subreddits þá eru mörga þeirra skrítin og getur verið gaman að skoða. Eitt þeirra kallast Bread Stapled To Trees. Eins og nafnið gefur til kynna, þá eru þarna margar myndir af fólki sem hefur heftað brauðsneið á tré og tekið mynd af því. Margar þessara mynda eru fyndnar og líka hugsunin að hefta brauðsneið á tré. Það eru 120 þúsund áskrifendur á þessari síðu og daglega eru settar inn myndir þarna af brauði heftað við tré (Reddit, 2018).

Möguleikar

Reddit er einstaklega góður staður til þess að láta taka eftir sér og koma sér á framfæri. Sama hvort þú sért að semja tónlist, skrifa kóða fyrir app, smíða kofa eða allt á milli himins og jarðar. Það er alltaf til eitthvað subreddit og passar við það sem þú vilt koma þér á framfæri við og ef nógu margir upvote-a póstinn þinn, þá taka fleiri og fleiri eftir þér. þú getur mögulega appið þitt, auglýst tónlistina þína eða bara montað þig af kofanum sem þú smíðaðir. Ef þú ert virkilega hæfur í því sem þú gerir, gætir þú átt möguleika á að græða pening, þessa eina sekúndu af frægð sem þig hefur alltaf langað í eða bara karma stig. Það eru endalausir möguleikar á þessari síðu og skemmtunin ómetanleg, þar sem maður getur gleymt sér þarna tímunum saman.

Höfundur: Davíð Birgisson, nemandi við Hákólann í Reykjavík

Heimildir:

Barack Obama. (2012). I am Barack Obama, President of the United States. Sótt af https://www.reddit.com/r/IAmA/comments/z1c9z/i_am_barack_obama_president_of_the_united_states/

First staple at my school, many more coming. (2018). Reddit. Sótt af https://www.reddit.com/r/breadstapledtotrees

How popular is Reddit.com. (2018). Alexa. Sótt af https://www.alexa.com/siteinfo/reddit.com

Newsubreddits by date. (2018). Reddit. Sótt af http://redditmetrics.com/history

Mynd fengin hér https://posts.google.com/share/7I9GWWTV

Skoðað: 1569 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála