Skip to main content
28. apríl 2022

‘‘Mamma, ég fór til tunglsins í skólanum í dag!“

OliFjórða iðnbyltingin hefur haft mikil áhrif á allt okkar líf og er tæknin alltaf að þróast. Þessi iðnbylting hefur einnig gefið okkur ýmis tækifæri sem kennarar hafa ekki nýtt sér eins og sýndarveruleiki í námi. En hvernig getur sýndarveruleiki hjálpað nemendum?  Sýndarveruleiki hefur verið mikið notaður í skólum víðsvegar um heiminn og þá sérstaklega í Bretlandi. Notkun sýndarveruleika við kennslu hefur sýnt fram á betri velgengni í skóla og einnig aukið ánægju í tímum og námi. Mikilvægustu ástæður af hverju Íslendingar ættu að innleiða sýndarveruleika í grunnskóla að mati framtíðar tölvunarfræðings eru eftirfarandi:

1. Betri skilningur

Sýndarveruleiki getur bætt skilning á ýmsum efnum og veitir nemendum einnig innblástur á einstakan og mjög kraftmikinn hátt. Með notkun sýndarveruleika er hægt að heimsækja staði í um allan heim heiminn, og hjálpar þannig krökkum að upplifa tiltekinn stað án þess að þurfa að yfirgefa kennslustofuna.

2. Reynsla

Rannsóknir sýna að krakkar læra best ef þeir fá að upplifa í leiðinni. Hvort sem það eru sögulegar byggingar, staðir eða jafnvel mannslíkaminn og líffæri.

3. Eykur sköpunargáfu

Sýndarveruleiki er einnig gagnlegur fyrir efnissköpun. Tímar í handmennt geta boðið upp á  að teikna í tólum eins og ‘‘Tilt Brush“ eða “Gravity Sketch“ sem gerir nemendum kleift að teikna í 3D og sjá listaverk sín lifna við.

4. Eykur samskipti nemanda

Með notkun sýndarveruleika eykur það samskipti milli nemanda þar sem þeir eru oft viljugir að deila hugsunum sínum og ræða reynslu með samnemendur.

5. Kennsluefni verður skemmtilegra

Kennsluefni getur orðið mun skemmtilegra með notkun sýndarveruleika. Nemendur verða spenntari fyrir tímum og einnig getur það minnkað óvirkni í tíma þar sem allir bíða spenntir eftir að fá að sjá eitthvað súrrealískt með sínum eigin augum. Hver myndi vilja skoða myndir af tunglinu þegar þú getur mætt þangað án þess að færa þig um sess?

Þetta eru aðeins nokkrir punktar sem sýna það að notkun sýndarveruleika í grunnskóla getur haft gríðarleg áhrif á velgengi og þroska nemenda. Með innleiðingu sýndarveruleika er ekkert sem stendur í veg fyrir kennurum. Við þurfum að reyna að innleiða sýndarveruleika sem fyrst í skólakerfið þar sem jú – við íslendingar erum ennþá að kenna “á gamla mátann“ í flestum greinum.

Hver er ástæðan fyrir því að sýndarveruleiki er ekki notað í grunnskólum hér á Íslandi?

Ég held að stærsta ástæðan sé kostnaður sem er á bakvið sýndarveruleikann. Gleraugun geta verið dýr en þurfa samt sem ekki að vera það. Það eru til margar mismunandi týpur og skólar víðsvegar um heiminn hafa sýnt fram á það að þú þarft ekki bestu tækin eða bestu tólin til þess að innleiða sýndarveruleika. Nokkrir skólar hafa meira að segja notast við pappagleraugu og gamla síma. Þó að skólar myndu ákveða það að fara dýrari leiðina finnst mér samt mikilvægara að efla og kenna krökkunum okkar á sem besta hátt heldur en að hafa áhyggjur á hversu dýrt þetta er. Fjórða iðnbyltingin er á mikilli siglingu og þurfum við að kenna samkvæmt nútímanum en ekki fortíðinni eins og við erum því miður búinn að gera í of langan tíma.

Höfundur: Óli Birgir Birgisson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir:

VR for Education. (e.d.). Immersion VR. https://immersionvr.co.uk/about-360vr/vr-for-         education/

Nick Babich. (2019, 19. september). How VR in Education Will Change How We Learn And Teach. Adobe. https://xd.adobe.com/ideas/principles/emerging-technology/virtual-reality-will-change-learn-teach/

Why You Should Use Virtual Reality In The Classrom. (e.d.). TeachThought. https://www.teachthought.com/technology/virtual-reality-classroom/

Skoðað: 432 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála