Skip to main content
7. september 2023

Tölvuleikir í námi

Bjarki Þór Jónsson

Bjarki Þór JónssonÁhrif tölvuleikja á mannslíkamann
Tölvuleikir bæta allskyns hæfileika. Tölvuleikir með fjarstýringu geta bætt handlagni og hafa tölvuleikir verið notaðir til að hjálpa fólki sem hefur fengið heilablóðfall að fá stjórn aftur á höndunum. Þeir bæta líka grá efnið í heilanum, grá efnið í heilanum er tengt við minni, vöðva stjórnun, skynjun og fleira.

Tölvuleikir geta einnig bætt samskiptahæfni ef þeir eru notaðir í hófi og þeir geta hjálpað nemendum að skila betri árangri í skólum. Margir tölvuleikir láta þig leysa erfiðar þrautir sem geta tekið marga klukkutíma og láta þig hugsa fljótt á staðnum. Þannig tölvuleikir geta gert þig betri í að leysa margskonar vandamál fljótlega sem hefur hjálpað mörgum nemendum að ganga betur í námi. Tölvuleikir geta gert aðila meira virka, t.d. í PokemonGo þarft þú að fara út til að sækja nýja pokemona en oftar en ekki geta þeir samt dregið úr virkni ef þú spilar of mikið inni á Playstation tölvunni eða borðtölvunni.

Tölvuleikir geta þjálfað þig að taka eftir smáatriðum í stærra samhengi svo lengi sem þú ert ekki að spila þá allt of lengi á hverjum degi og ekki allt of nálægt skjánum. Þeir geta líka verið góðir fyrir andlegu heilsuna, þeir geta minnkað stress og látið þér líða betur.

Tölvuleikir geta gert þig þrautseigari, t.d. Dark Souls serían lætur þig berjast á móti sí erfiðari óvinum sem þú munt oft tapa fyrir. En með hverjum dauða munt þú læra meira um óvinina og leikinn og á endanum munt þú sigra. Dark Souls kennir þér að gefast ekki upp og að læra af mistökunum ásamt að gera þig þrautseigari. Þannig að tölvuleikir geta verið mjög góðir fyrir líkamann og andlega heilsu ef þeir eru notaðir í hófi og ekki spilaðir 10 tíma á dag á hverjum degi.

Tölvuleikir og nám
Tölvuleikir geta verið gott tól til að plata nemendur til að læra meira um fjölbreytt námsefni eins og stærðfræði, náttúrufræði, sögu og margt, margt fleira. Það eru til tölvuleikir fyrir næstum því hvaða námsefni sem er. Þeir eru ekki bara til skemmtunar eins og margir halda. Þeir geta kennt mikilvægar lexíur. Tölvuleikur eru mjög fjölbreyttir og þú getur gert næstum hvernig tölvuleik sem er. Tæknin er alltaf að þróast og með henni þróast tölvuleikirnir og þá er hægt að gera fleiri og betri tölvuleiki sem kenna. Lítum bara á sýndarveruleikann, það er ekki langt síðan hann kom á markaðinn en samt er hægt að nota hann við allskonar nám og oft felst mikil hreyfing í að leika sér í sýndarveruleika.

Kahoot
Kahoot er tölvuleikur þar sem notendur búa til sína eigin spurningaleiki. Eftir að notandinn er búinn að búa til spurningaleik þá getur hann látið annað fólk spila leikinn inn á kahoot síðunni. En einnig er hægt að spila leiki sem aðrir hafa gert.

Leikurinn er þannig að leikmennirnir sem eru að taka þátt sjá eina spurningu í einu á einhverjum aðalskjá, t.d skjávarpa í skólastofu og eftir að spurningin er búinn að vera uppi í nokkrar sekúndur velja leikmennirnir einn af nokkrum valmöguleikum á sínu eigin tæki. Kahoot getur verið mjög hentugt í námi. Kennarinn getur gert spurningaleik tengdan námsefni, t.d sögu, náttúrufræði, samfélagsfræði og fleira. Og síðan lætur kennarinn nemendur spila spurninga leikinn í tímanum.

Þegar ég var í grunnskóla var Kahoot stundum notað og mér fannst það mjög gaman og lærði helling á því. Nemendur voru alltaf að keppast um hver fengu hæstu stigin. Kahoot er líka mjög sniðugt tól til að nota við að kenna heilbrigða samkeppni og að hugsa hratt.

Aðrir heimar
Tölvuleikur geta líka verið notaðir í námi til að kenna nemendum um aðra heima og menningar án þess að fara út fyrir mörk kennslustofunnar. Þeir geta gert nemendum kleift að upplifa eitthvað nýtt sem væri ekki hægt án áður. Til dæmis gefur Discovery Tour by Ubisoft nemendum möguleika á að upplifa þrjá mismunandi heima á mismunandi tímum í mannkynssögunni. Nemendur geta upplifað Víkingaöldina þar sem þau geta séð var að vera víkingur og Englisaxar í níundu öldinni. Þau geta líka upplifað hvernig var að lifa í forn Grikklandi og jafnvel hitt Sókrates. Eða jafnvel ferðast til forn Egyptalands í tímum Kleópötru. Þessar upplifanir eru byggðar á nýjustu Assassin's Creed tölvuleikjunum.

Í framtíðinni býst ég við að það verða miklu fleiri tölvuleikir sem hentast í námi sérstaklega til að kenna sögu um heiminn og minningar sem má ekki gleyma. Þeir verða miklu ítarlegri og raunverulegir. Sýndarveruleikar eru líka mjög góðir til að kenna t.d. sögu o náttúruvísindi og þar sem  sýndarveruleikinn er alltaf að verða betri og betri má búast við að við fáum mjög góðar upplifanir fyrir nemendur í því í framtíðinni.

Höfundur: Bjarki Þór Jónsson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildaskrá:
[1] GEICO.Benefits of Video Games For Kids & Adults. Living.geico. https://living.geico.com/home/technology/9-reasons-to-give-video-games-a-try/
[2] JANARTHANI LOHITHARAJAH og PUNITHALINGAM YOUHASAN. (10.07.2022). Utilizing gamification effect through Kahoot in remote teaching of immunology: Medical students’ perceptions. Ncbi.nlm.nih. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC9309170/
[3] David Williamson Shaffer, Kurt Squire og Richard Halverson. (01.09.2005).Video Games and the Future of Learning. Researchgate. https://www.researchgate.net/publication/220017734_Video_Games_and_the_Future_of_Learning
[4] Ubisoft. Discovery Tour. ubisoft. https://www.ubisoft.com/en-gb/game/assassins-creed/discovery-tour

Skoðað: 506 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála