Skip to main content

2021 UT-Stafræna þjónustan

UT-Stafræna þjónustan 2020

Embætti landlæknis

MAREL
Ingi Steinar Ingason, Embætti landlæknis, Alma Möller landlæknir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Embætti landlæknis var valið UT-Stafræna þjónustan 2020 og tók Alma Möller landlæknir við verðlaununum á UTmessunni í beinni útsendingu þann 5. febrúar 2021 og afhenti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verðlaunin.

Embætti landlæknis hefur borið hitann og þungann af þeim tæknilausnum sem þróaðar hafa verið á methraða til að auðvelda upplýsingagjöf og utanumhald vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Þannig hoppað á mettíma inn í framtíðina með nýjum lausnum og viðbótum við lausnir sem þegar voru til staðar. Helst má þar nefna www.covid.is, Heilsuveru og sýnatökukerfi. Samspil þessara kerfa við Heklu heilbrigðisnet, gagnagrunna Sóttvarnalæknis, smitrakningakerfi, Sögu sjúkraskrárkerfi, Heilsugátt LSH ásamt rannsóknarstofukerfi ÍE og LSH ásamt fleiri kerfum hefur skipt sköpum varðandi utanumhald Covid á Íslandi. Áframhaldandi verkefni eins og utanumhald og boðun í bólusetningar koma öllum til góða og frábært að sjá hve hratt og vel það hefur gengið að fá almenning til að nota allar þessar stafrænu lausnir.

Yfirlit yfir tilnefningar