Skip to main content

2021 UT-Fyrirtækið

UT-Fyrirtækið 2020

Controlant

UT-Fyrirtækið 2020
Starfsfólk Controlant og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Controlant var valið UT-Fyrirtækið 2020 og tók Erlingur Brynjúlfsson við verðlaununum á UTmessunni í beinni útsendingu þann 5. febrúar 2021. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti verðlaunin.

Hug- og vélbúnaður frá Controlant hefur gegnt lykilhlutverki við flutning á viðkvæmum vörum svo sem matvælum og lyfjum síðustu ár. Þannig sjá framleiðendur mikilvægar rauntímaupplýsingar um hita og rakastig með nettengdum gagnaritum sem Controlant hannaði sem hefur komið í veg fyrir sóun á viðkvæmum vörum og tryggt gæði þeirra. Nú á tímum Covid hefur lausnin þeirra verið notuð af lyfjafyrirtækjum til að flytja viðkvæm bóluefni gegn Covid-19 veirunni. Það sýnir sig enn og aftur að nýsköpun og tækni á Íslandi er framarlega og frábært að sjá félagið vaxa og dafna hratt síðasta árið.

Yfirlit yfir tilnefningar