Skip to main content

Stofnun faghóps um rekstur tölvukerfa

Stofnfundur faghóps um rekstur tölvukerfa verður haldinn á Grand hótel þann 26. apríl kl. 12 - 13 á Grand hóteli, í framhaldi af ráðstefnu Ský um „Gagnaver á Íslandi“. Stofnfundurinn er opinn öllum félagsmönnum Ský og er ókeypis.

Undirbúningsnefnd á vegum Ský hefur sett saman drög að samþykktum hópsins og rammað inn verksvið og áherslur sem helst snerta málefni þeirra sem vinna að rekstri tölvukerfa.

Í undirbúningsnefnd voru  Jens Valur Ólason, Háskólanum í Reykjavík, Guðfinnur Guðnason, Reiknistofu bankanna, Gísli Sverrisson, Frumherja, Emil Gautur Emilsson, Tækniskólanum, Snæbjörn I. Ingólfsson, Nýherja, Helgi Magnússon, Nýherja og Arnþór B. Reynisson, Nýherja.

Drög að samþykktum faghópsins:

1. gr.      Faghópur um rekstur tölvukerfa er faghópur innan Ský og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá nánar á vefsíðu félagsins (www.sky.is ).

2. gr. Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

  • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið í rekstri tölvukerfa
  • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar   
  • Að efla tengslamyndun jafnt innan fagsins sem út fyrir það, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnanna/span>
  • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku
  • Að auka gæði í högun, innleiðingum og rekstri
  • Að auka skilning á mikilvægi rekstrar
  • Að auka þekkingu og skilning á vélbúnaði og tækni

3. gr.      Stjórn faghópsins er kjörin á aðalfundi Ský til eins árs í senn og er skipuð fimm til sjö einstaklingum, sem útnefnir formann innan sinna raða og skipta með sér verkum eftir þörfum. Samsetning stjórnar skal endurspegla sem best þekkingu og fagsvið félaga faghópsins. Hlutverk stjórnar er að vinna að markmiðum faghópsins með því að standa fyrir ýmsum viðburðum, þar með talið einum stórum viðburði á ári auk minni og óformlegri viðburða. Stjórn faghópsins skilar skýrslu um starf sitt til stjórnar Ský fyrir aðalfund Ský.

4. gr.      Félagar skulu vera félagar í Ský og greiða þar tilskilin félagsgjöld. Ekki skulu greidd sérstök félagsgjöld í faghóp um rekstur tölvukerfa. Þurfi hópurinn á fjármunum að halda til ákveðinna verkefna skal þeirra aflað í samráði við framkvæmdastjóra Ský.

5. gr.      Samþykktum má eingöngu breyta með einfaldri meirihlutakosningu þar sem öllum félagsmönnum gefst færi á að kjósa. Breytingartillögur og kosningafyrirkomulag skal vera kynnt með viku fyrirvara.   Breytingar á samþykktum öðlast gildi við staðfestingu stjórnar Ský.

Verður lagt fram á stofnfundi hópsins 26. apríl 2012.

Bendum á að allir áhugasamir félagar í Ský geta boðið sig fram og eru hvattir til að hafa samband við Ský fyrir 24. apríl. 

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í fyrstu stjórn faghópsins:
Jens Valur Ólason, Háskólanum í Reykjavík
Guðfinnur Guðnason, Reiknistofu bankanna
Gísli Sverrisson, Frumherja
Emil Gautur Emilsson, Tækniskólanum
Snæbjörn I. Ingólfsson, Nýherja
Sæþór L. Jónsson, RHÍ/HÍ
Reynir Stefánsson, Advani
Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Íslandsbanka



  • 26. apríl 2012