Skip to main content

Heitu málin í vetur

Hádegisfundur á Grand hóteli 27. sept. kl. 12-14

“Heitustu málin framundan í UT”

Twitter: @SkyIceland #HeitUT

Nýja persónuverndarlöggjöfin, GDPR, er eitt af stærstu málunum hjá mörgum í vetur. Erlendur sérfræðingur í löggjöfinni segir okkur hvað þarf að hafa í huga þegar reglugerðin tekur gildi. “Blockchain” er eitt af hugtökunum sem verður ofarlega á baugi á komandi misserum. Talið er að þetta sé ein stærsta byltingin í upplýsingartækni frá því að Internetið kom, farið verður gróflega yfir hvað það er. “Wifi" er mikið notað í markaðssetningu í dag og rætt verður hvernig hægt er að nýta það sem markaðstól. Síðasta heita málið sem tekið verður fyrir eru öryggisógnanir í fortíð og framtíð. Fundurinn gefur góða yfirsýn yfir nokkur af stóru málum tölvugeirans í vetur. Allir sem hafa áhuga á að fylgjast með umræðu um tækni  ættu að gefa sér tíma og mæta á þennan hádegisfund.

Dagskrá:

11:50-12:05      Afhending gagna

12:05-12:20      Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:50      GDPR innleiðing (GDPR stendur fyrir: General Data Protection Regulation)
Hin nýja persónuverndarlöggjöf ESB (GDPR) tekur gildi 25. maí 2018 í Evrópu.  Það eru innan við 200 dagar þar til reglugerðin verður að veruleika í álfunni. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf í Evrópu síðustu tvo áratugi. Hvað þurfa fyrirtæki og stofnanir að hafa í huga þegar reglugerðin tekur gildi?
Agathe Caff, general legal counsel and privacy director
Expertise in new technologies and privacy matters related to mobile and providing privacy guidelines and audits to companies such as Vodafone, Telefonica, Anheuser-Busch InBev and many more. Also, she is a Board member of the European Advisory Board of the IAPP and actively involved in the privacy world and aware of the latest advancements of legislation and trends.

12:55-13:15      Hvað er "Blockchain"?
Farið verður yfir í grófum dráttum hvað Blockhain er og hvernig það er ein stærsta byltingin frá því að Internetið kom.
Kristinn Steinar Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Nýherja

13:15-13:35      Að nýta “wifi” lausnir sem markaðstól
Ný leið sem sýnir hvernig hægt er að nálgast og kynnast viðskiptavinum betur í gegnum wifi lausnir.  Með aukinni þekkingu á hegðun viðskiptavinarins gefst fyrirtækjum tækifæri til að veita aukna þjónustu.  
Þórður Jensson, vörustjóri netlausna hjá Opnum kerfum

13:35-13:55      Öryggisógnir áður og nú
Fjallað verður um öryggisógnir og þróun þeirra síðustu ár, leitast verður við að svara spurningum eins og:
Hvað hefur breyst á undanförnum árum og hvað er til ráða?
Eru staðlar og reglugerðir að hjálpa til við að auka öryggi upplýsingakerfa?
Er til einhver ákveðin aðferð til að tryggja öryggi gagna og kerfa?
Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis

13:55-14:00      Samantekt og fundarslit

Fundarstjóri: Díana Dögg Víglundsdóttir, Premis
Undirbúningsnefnd: Stjórn Ský.

Matseðill: Timjan-sítrus marineruð kjúklingalæri, bygg, rótargrænmeti, vorlaukur og diablo sósa. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.


20170927 121959
20170927 124728
20170927 124731
20170927 130155
20170927 130222
20170927 130232
20170927 130236
20170927 130251
20170927 130337
20170927 130341
20170927 135522
20170927 135525

  • 27. september 2017