Skip to main content

Úttekt á opinberum vefjum - Hádegisfundur

Hvað er spunnið í opinbera vefi?
Skýrslutæknifélagið boðaði til hádegisfundar á Grand Hótel þann 12. desember 2005.

Tilefni fundarins var kynning á niðurstöðum úr úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga, en þetta var í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu var gerð á Íslandi. Megintilgangurinn var að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum, en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.

Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007,
Auðlindir í allra þágu.

Á ráðstefnunni var kynnt skýrsla um verkefnið, en hún ber heitið "Hvað er spunnið í opinbera vefi?". Farið var yfir aðdraganda verkefnisins, aðferðafræði og birtar helstu niðurstöður.

 

Dagskrá:

12:00 

Skráning fundargesta 

12:15 

Setning fundarins og hádegisverður  

12:35 

Inngangsorð
Guðbjörg Sigurðardóttir forsætisráðuneyti             
Anna Guðrún Björnsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga

12:45 

Hvað er spunnið í opinbera vefi? - glærur -
Niðurstöður úttektar á rafrænni þjónustu og gæðum opinberra vefja     Áslaug Friðriksdóttir, Sjá ehf             Sigrún Harðardóttir, Sjá ehf             Anton Karlsson, Sjá ehf

13:35 


Kynning á vefsíðu með niðurstöðum úttektarinnar
Halla Björg Baldursdóttir forsætisráðuneyti

13:40             

Umræður 

13:55         

Fundi slitið

Fundarstjóri var Svana Helen Björnsdóttir formaður Skýrslutæknifélagsins og framkvæmdastjóri Stika ehf.

Á matseðlinum var camembertostagljáð steinbíts og laxasneið með rísarækju borið fram með hvítvíns risotto á tómatkryddjurtarsósu.
Peru súkkulaðikaka og ananas kókoskaka með Grand Marnier sósu. 


 

 


   • 12. desember 2005