Skip to main content

Aðalfundur UT-kvenna - Faghóps UT-kvenna í UT

Aðalfundur UT-kvenna var haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 17:00 í Háskólanum í Reykjavík
 

Dagskrá var samkvæmt samþykktum félagsins. 

Kjósa þurfti í stjórn og formann stjórnar. Ásrún Matthíasdóttir gefur áfram kost á sér í sæti formanns og Hólmfríður Pálsdóttir og Auður Sigríður Kristinsdóttir gefa áfram kost á sér í stjórn félagsins. Úr stjórn ganga Birna Guðmundsdóttir, Laufey Ása Bjarnadóttir, Sólveig Hrönn Sigurðardóttir og Sigríður M. Björgvinsdóttir. Einnig vantar alltaf fleira fólk til starfa í vinnuhópa félagsins,  skemmtihóp,  fræðslu- og hvatningarhóp,  tölfræðihóp og  rithóp.
 
Að lokinni hefðbundinni dagskrá var boðið upp á veitingar og óvænt atriði.
 
Munið að hægt er  að skrá sig í UT-konur á utkonur hjá sky.is og þar er einnig hægt að tilkynna framboð til stjórnar. Einnig er hægt að hafa beint samband við Ásrúnu í asrun hjá ru.is
 

Vefsíða faghópsins er: http://www.sky.is/index.php?option=com_content&task=view&id=35&Itemid=71


   • 26. apríl 2006